Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 14:00

EPD: Þórður Rafn lauk keppni í 26. sæti á Adamstal Open

Þórður Rafn Gissurarson, GR,  tók þátt í Adamstal Open, en mótið fór fram í Golfclub Adamstal í Austurríki.

Upphaflega átti þetta að vera 54 holu mót, sem átti að fara fram 26.-28. maí 2014 en mótið var að lokum stytt í 18 holu mót vegna óveðurs.

Þórður Rafn hafnaði í 26. sæti með hring upp á 2 yfir pari, 72 högg.

Sigurvegari í mótinu var Þjóðverjinn Matthías Knappe sem lék á 5 undir pari, 65 höggum eftir bráðabana við austurríska áhugamanninn, Sebastian Wittmann.  

Til þess að sjá lokastöðuna í Adamstal Open  SMELLIÐ HÉR: