Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2014 | 09:00

Wozniacki skemmtir sér í Miami eftir sambandsslitin við Rory

Caroline Wozniacki datt miklu fyrr út úr Opna franska en búist var við og það gerði vinkona hennar Serena Williams líka. Þær stöllur gerðu það besta úr stöðunni og fóru að skemmta sér í Miami. Síðan voru myndirnar samviskusamlega tvítaðar, s.s. dæmigert er eftir sambandsslit, til þess að sýna að Caroline liggi ekki heima og gráti í koddann sinn vegna sambandsslitanna við Rory. Ó, nei nema síður sé.  Myndirnar sýna Caroline og Serenu skemmta sér á Miami strönd m.a. með nokkrum körfuboltasnillingum í Miami Heat, en vinkonurnar skelltu sér einmitt á Miami Heat körfuboltaleik og síðan má sjá mynd þar sem Caroline skemmtir sér við að vera „plötusnúður“ þegar farið var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2014 | 07:00

LPGA: Stacy Lewis sigrar á Shoprite Classic

Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Stacy Lewis, sigraði á Shoprite Classic mótinu nú um helgina. Sigur Lewis var sannfærandi en hún átti 6 högg á næsta keppanda spilaði samtals á 16 undir pari, 197 höggum (67 63 67). Í 2. sæti varð Christina Kim eins og segir 6 höggum á eftir Lewis á samtals 10 undir pari, 203 höggum (64 67 72). Fjórar deildu síðan 3. sætinu: Gerina Piller, Haeji Kang, Anna Nordqvist og Jennifer Johnson, sem leiddi eftir 1. dag.  Allar léku þær á 9 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á The Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2014 | 05:00

PGA: Matsuyama með sinn fyrsta sigur á PGA…. eftir bráðabana við Na!

Japaninn Hideki Matsuyama stóð uppi sem sigurvegari á The Memorial, móti Jack Nicklaus í Muirfield Village í Dublin, Ohio. Matsuyama og Bandaríkjamaðurinn með mörgu vöggin Kevin Na, urðu að fara í bráðabana þar sem báðir voru jafnir eftir hefðbundnar 72 holur. Samtals léku Matsuyama og Na á 13 undir pari, 275 höggum; Matsuyama (70 67 69 69) og Na (72 69 70 64). Úrslitin í bráðabananum réðust strax á 1. holu en þar fékk Matsuyama par, sem útséð var um að Na gæti ekki jafnað og því stóð Matsuyama uppi sem sigurvegari. Þetta er fyrsti sigur Hideki Matsuyama á bandaríska PGA Tour. Í 3. sæti aðeins höggi á eftir Matsuyama Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 21:30

Evróputúrinn: Jaidee sigurvegari í Malmö eftir 3 manna bráðabana – Hápunktar 4. dags

Það var Thaílendingurinn Thongchai Jaidee, sem sigraði á Nordea Masters mótinu, sem fram fór á PGA Sweden National golfvellinum í Malmö, Svíþjóð. Jaidee lék á samtals 16 undir pari, líkt og Skotinn Stephen Gallacher og Frakkinn Victor Dubuisson. Það kom því til bráðabana milli þeirra og þurfti aðeins að leika par-5 18. holu National golfvallarins einu sinni en Jaidee sigraði með fugli meðan Gallacher og Dubuisson fengu báðir par. Hollendingurinn Robert-Jan Derksen varð í 4. sæti á samtals 15 undir pari og sá sem leiddi fyrir lokahringinn, heimamaðurinn Henrik Stenson varð í 5. sæti á samtals 14 undir pari. Þrír deildu 6. sætinu á samtals 13 undir pari hver: sá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 19:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Ragnar Már sigraði og setti nýtt vallarmet af hvítum!

Ragnar Már Garðarsson, GKG, sigraði í dag á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótinu á Strandarvelli, Hellu. Þetta er 2. mótið sem hann sigrar á Eimskipsmótaröðinni á þessu keppnistímabili og það bara með viku millibili!!! Það var glæsilegur lokahringur Ragnars Más, upp á 8 undir pari, 62 högg sem innsiglaði sigurinn, en skorið er nýtt vallarmet á Strandarvelli af hvítum teigum. Ólafur Björn Loftsson, NK,  átti fyrra vallarmetið en það var sett árið 2008 og var upp á 63 högg. Ragnar Már spilaði samtals á 4 undir pari, 206 höggum (73 71 63) og var eini þátttakandinn í mótinu sem var með heildarskor undir pari! Gísli Sveinbergsson, GK varð í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 17:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Berglind sigraði á Hellu!

Klúbbmeistari kvenna í GR 2013, Berglind Björnsdóttir, GR sigraði í dag á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2014, Egils Gull mótinu á Hellu. Þetta er í 2. sinn sem Berglind sigrar á Eimskipsmótaröðinni og ekki bara í 2. sinn sem hún sigrar á Eimskipsmótaröðinni heldur er þetta líka 2. Egils Gull mótið sem hún vinnur. Berglind sigraði einmitt líka á Egils Gull móti á Eimskipsmótaröðinni úti í Eyjum 2012 og þá var líka fremur leiðinlegt veður alla mótsdagana eins og núna, hvasst á köflum með rigningaskúrum inn á milli, en það virðist lítil áhrif hafa á Berglindi. Sjá má viðtal sem Golf 1 tók við Berglind eftir að hún sigraði í fyrra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hansína Þorkelsdóttir – 1. júní 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Hansína Þorkelsdóttir. Hansína er fædd 1. júní 1979 og því 35 ára í dag. Hún er ein af okkar bestu kylfingum og er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hansína er alin upp í Mosfellsbænum, en býr í Reykjavík. Hún hefir spilað á íslensku mótaröðinni undanfarin sumur. T.a.m. tók hún þátt í 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Nettó-mótinu í Leirunni á þessu ári, 2014 og var með í 2. mótinu Egils Gull mótinu á Hellu afmælisdaginn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Marisa Isabel Baena, 1. júní 1977 (37 ára) kólombísk á LPGA;  Tano Goya (Argentínumaður á Evróputúrnum) 1. júní 1988 (26 ára) og  Carlota Ciganda, 1. júní 1990 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Mark Anderson (18/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 8. sæti, en það er  Mark Anderson.  Anderson lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 45. sæti, (af 50) og bætti því stöðu sína ekkert. Mark Anderson fæddist 14. febrúar 1986 í Anapolis, Maryland og er því 28 ára. Anderson gerðist atvinnumaður í golfi árið 2009 og komst á Web.com Tour árið 2010. Á nýliðaári sínu á túrnum var hann með þrjá topp-10 árangra.  Árið  2011 varð hann 4 sinnum meðal efstu 10 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 12:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): 3. dagur

Nú í morgun voru fyrstu keppendur ræstir út á 3. og lokadegi Egils Gull mótsins á Strandarvelli, Hellu. Fyrir lokahringinn leiða GR-ingarnir Arnór Ingi Finnbjörnsson, Íslandsmeistari í holukeppni 2011 og núverandi klúbbmeistari kvenna í GR, Berglind Björnsdóttir, ásamt Heiðari Davíð Bragasyni, GHD. Forysta Berglindar er fremur örugg en hún á 6 högg á næsta keppanda, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK fyrir lokahringinn meðan Arnór Ingi og Heiðar Davíð halda naumri forystu, en aðeins munar 1 höggi á þeim og Fannari Inga Steingrímssyni, GHG, en Fannar Ingi er að keppast við að vinna fyrsta mót sitt á Eimskipsmótaröðinni Fylgjast má með lokahringnum á Egils Gull mótinu á skortöflu með því að SMELLA HÉR: