Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2014 | 10:00

Bradley með „stuttan“ pútter á Memorial

Kylfingurinn Keegan Bradley hefir sætt gagnrýni fyrir að nota magapútter (ens. belly-putter), en hann var sá fyrsti til að sigra í risamóti með slíkum pútter. Frá og með 2016 verða slíkir pútterar bannaðir og því ekki seinna að vænna en að byrja að æfa sig með hefðbundinn „stuttan“ pútter.   Það gerði Bradley einmitt í Memorial mótinu s.l. helgi, en þar varð hann T-37, þ.e. deildi 37. sætinu með skor upp á samtals 3 undir pari, 285 högg (67 75 70 73). Er stutta pútternum um að kenna? Getur Bradley nokkuð án púttersins langa, sem mörgum öfundsmanni hans finnst að hafi veitt honum ólögmætt forskot umfram keppinauta sína? Golf Digest Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2014 | 09:00

Steini Hallgríms kynnir nýjustu kylfur, kerrur og poka á Akureyri í kvöld

Þorsteinn Hallgrímsson (Steini Hallgríms) eigandi Hole in One verður á ferð um landið til þess að kynna kylfingum landsbyggðarinnar nýjustu   Callaway, Cobra, Mizuno, Ping og Titleist kylfurnar og jafnframt golfpoka og kerrur. Steini er kylfusmiður og s.s. flestir kylfingar vita sérfræðingur í að mæla þ.e. að finna réttu stærð kylfa fyrir viðkomandi kylfing, sem og sköft. Nú er um að gera að mæta á „DEMO-daginn“ hjá Steina og kynna sér það sem í boði er. Dagskrá Steina er með eftirfarandi hætti: 1. Laugardaginn 31. maí kl. 9-11  Kynning hjá GV í Vestmannaeyjum. 2. Sunnudaginn 1. júní kl. 12-14 Kynning hjá GHH í Höfn í Hornafirði. 3. Mánudaginn 2. júní kl. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2014 | 08:00

GK: Keilir fær sjálbærnivottun GEO

Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis má lesa eftirfarandi frétt: GEO Umhverfisvottun „Golfklúbburinn Keilir tilkynnir með mikilli ánægju að hann hefur nú hlotið GEO CertifiedTM-sjálfbærni- og umhverfisvottunina, sem gefin er út af GEO, Golf Environment Organization. GEO eru umhverfissamtök sem starfrækir vottunarkerfi fyrir golfvelli. Samtökin njóta víðtæks stuðnings innan golfhreyfingarinnar á heimsvísu og vinna náið með aðilum utan golfheimsins líkt og UNEP, umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna, og eru aðilar að ISEAL, alþjóðlegum samtökum umhverfismerkja. Á liðnum árum hefur Golfklúbburinn Keilir stigið ýmis framfaraskref í þágu umhverfisverndar og sjálfbærni, sem felur jafnframt í sér aukin gæði og hagræðingu í rekstri. Meðal slíkra verkefna eru samstarf við álverið í Straumsvík til að endurnýta kælivatn, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2014 | 07:00

GÍ: Tungudalsvöllur opnaður s.l. föstudag

Golfvertíðn er hafin hjá Golfklúbbi Ísafjarðar en golfvöllurinn var formlega opnaður s.l. föstudag, 30. maí 2014. Völlurinn er mun betri en menn þorðu að vona eftir snjóþungan vetur og mikinn klaka á flötum. Undanfarna daga hefur fjöldi félaga unnið á vellinum til að undirbúa hann fyrir sumarið. Barna- og unglingaæfingar hefjast 11. júni og sama kvöld hefst ókeypis golfnámskeið fyrir fullorðna.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Will Wilcox (19/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 7. sæti, en það er  Will Wilcox.  Wilcox  tók ekki þátt í Web.com Tour Finas eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og bætti því stöðu sína ekkert. Wil Wilcox  fæddist í Birmingham, Alabama 2. júní 1986 og er því einn af þeim kylfingum, sem eiga afmæli í dag – er 28 ára í dag!!! Hann var í  University of Alabama, Birmingham;  en flutti sig síðan yfir til Clayton State, í Georgíu  en á báðum stöðum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Charles Sifford —- 2. júní 2014

Það er Charles Sifford sem er afmæliskylfingur dagsins. Charles Sifford fæddist í Charlotte, Norður-Karólínu 2. júní 1922 og á því 92 ára afmæli í dag! Hann hóf feril sinn í golfi 13 ára þegar hann gegndi störfum kaddýs.  Seinna keppti hann á golfmótum svartra þar sem svörtum var ekki heimiluð þátttaka á PGA. Hann reyndi fyrst að komast á PGA 1952 á Phoenix Open og notaði boð þáverandi heimsmeistara í boxi Joe Louis, en varð m.a. fyrir líflátshótunum vegna litarháttar síns og mátti þola allskyns kynþáttatengd meiðyrði þegar hann keppti í mótum upp frá því. Sifford sigraði 1957 Long Beach Open, sem var óopinbert PGA mót en þá styrkt af sambandinu. Hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2014 | 14:30

NÝTT!!! Hvað er heitt og hvað afleitt?

Nú í sumar verður farið af stað með nýjan greinarflokk hér á  Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“ sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan. Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2014 | 13:30

Hvað var í sigurpoka Matsuyama?

Hideki Matsuyama notaði eftirfarandi verkfæri við sigurinn á The Memorial í gær í Dublin, Ohio: Dræver: Srixon ZR-30 (Graphite Design Tour AD-DI 8TX skaft) 9.5° 3-tré: Callaway RAZR X Black (Graphite Design Tour AD-DI 9TX skaft), 15° Blendingur: TourStage X-UT (Nippon NS Pro Modus 3 skaft), 19° Járn: Srixon Z-945 (3-járn; True Temper Dynamic Gold S400 Tour Issue skaft), Srixon Z-925 (4-9; True Temper Dynamic Gold S400 Tour Issue sköft) Fleygjárn: Cleveland CG-17 Tour (54-10, 60-8; True Temper Dynamic Gold X100 Tour Issue sköft) Pútter: Scotty Cameron G.S.S. Newport 2 Timeless Bolti: Srixon Z-Star XV.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2014 | 13:00

Rolex-heimslistinn: Stacy Lewis á ný nr. 1

Stacy Lewis sigraði í gær LPGA ShopRite Classic mótinu, en sigurinn fleytir henni á ný í nr. 1 sætið á heimslistanum og veltir þar með að sama skapi Inbee Park úr því sæti.  Inbee hefir átt slakt keppnistímabil það sem af er og er aðeins skugginn af sjálfum sér frá því í fyrra þegar hún vann hvert risamót kvennagolfsins á fætur öðru! Bandaríkjamenn eiga því að nýju besta kvenkylfing heims! Þetta er 2. titill Lewis á keppnistímabilinu og 10. LPGA sigur hennar á ferlinum.  „Það er ótrúlegt að ég skuli hafa unnið 10 sigra hér úti (á LPGA)“ sagði Lewis eftir sigurinn í gær. Sigurskor hennar í 54 holu mótinu var 16 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2014 | 11:00

Hver er kylfingurinn: Hideki Matsuyama?

Hideki Matsuyama er í golffréttum í dag vegna þess að hann vann glæsilega 1. PGA Tour titil sinn í gær á The Memorial, móti Jack Nicklaus á golfvelli Muirfield Village, í Dublin, Ohio. Hver er þessi japanski kylfingur? Hideki Matsuyama (松山 英樹 ) fæddist 25. febrúar 1992  Í Ehime, Japan og er því aðeins 22 ára.  Hann var við nám frá árinu 2010 við Tohoku Fukushi University í Sendai. Aðeins 18 ára vann Matsuyama Asian Amateur Championship, árið 2010, með skor upp á 68-69-65-67=269. sem veitti honum þátttökurétt í The Masters risamótinu árið 2011, en hann var fyrsti japanski áhugamaðurinn til þess að keppa í mótinu. Á The Masters stóð Matsuyama sig Lesa meira