Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2014 | 05:00

PGA: Matsuyama með sinn fyrsta sigur á PGA…. eftir bráðabana við Na!

Japaninn Hideki Matsuyama stóð uppi sem sigurvegari á The Memorial, móti Jack Nicklaus í Muirfield Village í Dublin, Ohio.

Matsuyama og Bandaríkjamaðurinn með mörgu vöggin Kevin Na, urðu að fara í bráðabana þar sem báðir voru jafnir eftir hefðbundnar 72 holur.

Samtals léku Matsuyama og Na á 13 undir pari, 275 höggum; Matsuyama (70 67 69 69) og Na (72 69 70 64).

Úrslitin í bráðabananum réðust strax á 1. holu en þar fékk Matsuyama par, sem útséð var um að Na gæti ekki jafnað og því stóð Matsuyama uppi sem sigurvegari.

Þetta er fyrsti sigur Hideki Matsuyama á bandaríska PGA Tour.

Í 3. sæti aðeins höggi á eftir Matsuyama og Na varð Masters risamótasigurvegarinn Bubba Watson á samtals 12 undir pari, 276 höggum (66 69 69 72).

Adam Scott og Chris Kirk deildu síðan 4. sætinu á samtals 10 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á The Memorial SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á The Memorial SMELLIÐ HÉR: