Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 12:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): 3. dagur

Nú í morgun voru fyrstu keppendur ræstir út á 3. og lokadegi Egils Gull mótsins á Strandarvelli, Hellu.

Fyrir lokahringinn leiða GR-ingarnir Arnór Ingi Finnbjörnsson, Íslandsmeistari í holukeppni 2011 og núverandi klúbbmeistari kvenna í GR, Berglind Björnsdóttir, ásamt Heiðari Davíð Bragasyni, GHD.

Forysta Berglindar er fremur örugg en hún á 6 högg á næsta keppanda, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK fyrir lokahringinn meðan Arnór Ingi og Heiðar Davíð halda naumri forystu, en aðeins munar 1 höggi á þeim og Fannari Inga Steingrímssyni, GHG, en Fannar Ingi er að keppast við að vinna fyrsta mót sitt á Eimskipsmótaröðinni

Fylgjast má með lokahringnum á Egils Gull mótinu á skortöflu með því að SMELLA HÉR: