Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Stenson og Pepperell efstir á Nordea Masters – Hápunktar 3. dags

Henrik Stenson og Eddie Pepperell eru efstir og jafnir á Nordea Masters í Malmö, Svíþjóð. Báðir hafa þeir leikið á samtals 13 undir pari, 203 höggum; Stenson (69 70 64) og Pepperell (66 72 65). „Áhorfendur hafa verið frábærir“ sagði Stenson m.a. eftir hringinn en hann er jú á heimavelli í Svíþjóð.  „Ég hef ekki spilað á heimavelli í nokkurn tíma og vegna þess árangurs sem ég hef náð þá fann ég virkilega fyrir stuðningi þeirra.  Ég ætla að skemmta mér á morgun og reyna að vera ofarlega; reyndar reyna að vinna mótið fyrir þá!“ Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Nordea Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 08:00

LPGA: Stacy Lewis á 63 og með 1 höggs forystu fyrir lokahringinn

Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Stacy Lewis, lék 2. hring á Shoprite Classic mótinu á 63 höggum og kom sér í 1. sætið í mótinu með þessum glæsihring. Í 2. sæti er Christina Kim, aðeins 1 höggi á eftir og í 3. sæti er forystukona 1. dags Jennifer Johnson sem fylgdi jöfnun vallarmets síns upp á 62 högg eftir með hring upp á 70. Gerina Piller og Anna Nordqvist deila 4. sætinu á samtals 8 undir pari, hvor.   Haeji Kang er síðan í 6. sæti á samtals 7 undir pari (68 67). Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 06:15

PGA: Bubba efstur fyrir lokahring Memorial – Hápunktar 3. dags

Bubba Watson leiðir eftir 3 hringi á Memorial mótinu;  hann er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 204 höggum (66 69 69). „Ég er ekkert spenntur fyrir að fara í næsta mót og reyna að verða nr. 1 á heimslistanum, ég er ekki að reyna að vera næsti frábæri meistarinn, “ sagði Bubba m.a. eftir  3. hring. „Ég er bara að reyna að spila golf.“ Í 2. sæti fyrir lokahringinn er Scott Langley á samtals 11 undir pari og í 3. sæti á samtals 10 undir pari er Japaninn Hideki Matsuyama. Í fjórða sætinu er síðan nr. 1 á heimslistanum Adam Scott á samtals 9 undir pari og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 20:45

Afmæliskylfingur dagsins: Árni Sófusson —— 31. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Árni Sófusson, GR. Árni er  fæddur 31. maí 1946 og því 68 ára í dag. Hann hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum og stendur sig yfirleitt vel!  Árni er í Golfklúbbi Ásatúns (GÁS). Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Árni Sófusson (68 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Laura Zonetta Baugh, 31. maí 1955 (59 ára);  Janice Moodie, skosk, 31. maí 1973 (41 árs); David Chad Campbell, 31. maí 1974 (40 ára stórafmæli!!!)  ….. og …… Helga Rún Guðmundsdóttir GL,  44 ára   Laufey Oddsdótir (56 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 19:00

Einskipsmótaröðin 2014 (2): Arnór Ingi og Heiðar Davíð leiða fyrir lokahringinn á Hellu

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður léku kylfingar á Eimskipsmótaröðinni frábært golf á Strandarvelli í dag. Talsverður vindur og rigning gerði völlinn afar erfiðan viðureignar. Arnór Ingi Finnbjörnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Heiðar Davíð Bragason úr Golfklúbbnum Hamri Dalvík eru efstir og jafnir fyrir loka hringinn á Egils Gull mótinu. Arnór Ingi lék í dag á 68 höggum í eða á tveimur undir pari, og var á næstbesta skori dagsins.  Arnór Ingi lék í bandaríska háskólagolfinu með „The Crusaders“, golfliði Belmont Abbey. Heiðar Davíð sem leiddi eftir fyrsta hringinn lék í dag á 72 höggum eða á tveimur höggum yfir pari. Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis er í þriðja sæti, hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 18:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Fannar Ingi frábær! – Á besta skori á 2. degi á Hellu

Fannar Ingi Steingrímsson GHG lék hreint frábært golf á Hellu í dag. Þó nokkrir eigi eftir að ljúka hringjum sínum, 2 holur, þá er ljóst að Fannar Ingi er á besta skori dagsins 4 undir pari, 66 höggum!!!  Hann var reyndar sá eini ásamt forystumanninum Arnóri Inga Finnbjörnssyni GR og GK-ingnum Henning Darra Þórðarsyni til þess að spila undir pari í dag. Fannar Ingi fékk glæsiörn á 10. braut og síðan 3 fugla og 1 skolla. Fannar Ingi er þekktur fyrir að eiga frábæra lokaspretti og er skemmst að minnast glæsiframmistöðu Fannars Inga á Íslandsbankamótaröðinni fyrir næstum nákvæmlega ári síðan, þ.e. 2. júní 2013, en þá lauk hann keppni á hreint ótrúlega, stórglæsilegu skori Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 17:39

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Berglind brillíant á Hellu!

Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur heldur forystu í kvennaflokki eftir tvo hringi á Egils Gull mótinu sem fram fer á Strandarvelli Hellu.  Berglind lék í dag á 73 höggum eða á þremur höggum yfir pari, hún er samtals á 142 höggum, 2 högg yfir pari. Önnur er Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili á 148 höggum, 8 högg yfir pari. Í þriðja sæti er Anna Sólveig Snorradóttir úr Golfklúbbnum Keili á 152 höggum, eða 12 högg yfir pari. Niðurskurður verður eftir hringinn í dag og  komast áfram 63 efstu úr karlaflokki og 21 efstu úr kvennaflokki. Ef keppendur eru jafnir í 63. sæti í karlaflokki eða 21. sæti í kvennaflokki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 13:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Berglind með afgerandi forystu eftir fyrri 9 á 2. hring

Þegar búið er að spila helminginn af 2. hring (9 holur) á Egils Gull mótinu hefir Berglind Björnsdóttir, GR, tekið afgerandi forystu; á 7 högg á næsta keppanda, sem er Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Berglind er sem stemdur á samtals sléttu pari en Anna Sólveig á samtals 7 yfir pari. Berglind er búin að spila yfirvegað – fékk fugl á par-4 7. brautina á Hellu og tvo skolla (á par-3 4. brautinni og par-4 9. brautinni). Það er fátt sem virðist getað stöðvað Berglindi á þessari stundu. Í 3. -4. sæti eru sem fyrr Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og nú einnig Sara Margrét Hinriksdóttir, GK, sem var í 2. sæti; Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 12:15

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Þórdís Geirs byrjar 2. hringinn vel!

Þórdís Geirs í Golfklúbbnum Keili er búin að eiga draumabyrjun á 2. hring Egils Gulls mótsins á Hellu. Þórdís er komin í 2 undir pari; fékk fugl á par-3 4. holu Strandarvallar og síðan annan fugl á par-4 6. holunni. Þórdís lék 1. hring á 13 yfir pari, en er nú búin að vinna sig upp í samtals skor upp á 11 yfir pari og er sem stendur í 7. sæti af kvenkylfingunum 23 í mótinu. Baráttujaxl á ferðinni þar sem Þórdís er – glæsilegt hjá henni og vonandi að afgangur hringsins verði jafngóður! Til þess að sjá stöðuna á Egils Gull mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 12:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): 2. dagur

Nú í morgun voru fyrstu ræstir út á 2. hring 2. móts Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótsins. Eftir 1. dag leiða klúbbmeistari kvenna í GR 2013 Berglind Björnsdóttir og Heiðar Davíð Bragason, GHD… en fast á hæla þeirra koma Sara Margrét Hinriksdóttir, GK og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK í kvennaflokki og þrír kylfingar í karlaflokki, sem allir voru aðeins 1 höggi á eftir Heiðar Davíð þ.e. þeir:  Árni Freyr Hallgrímsson, GR;  Hákon Harðarson, GR og Fylkir Þór Guðmundsson, GÓ. E.t.v. má segja að staðan eftir 1. hring hafi komið á óvart a.m.k. í karlaflokki, en þetta sýnir bara hversu mikil breidd er meðal þeirra bestu á Íslandi í dag! Það verður spennandi að fylgjast Lesa meira