Afmæliskylfingur dagsins: Veigar Margeirsson – 6. júní 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Veigar Margeirsson. Hann á afmæli 6. júní 1972 og á því 42 ára afmæli í dag!!! Veigar spilar golf í tómstundum, stundaði nám við þann góða háskóla University of Miami, en býr í Kaliforníu þar sem hann rekur eigið fyrirtæki. Veigar er kvæntur Sirrý og eiga þau 2 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Veigar Margeirsson (42 ára – Innilega til hamingju með daginn!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jock Hutchison, f. 6. júní 1884 – d. 27. september 1977; Lárus Hrafn Lárusson, GR, 6. júní 1961 (53 ára) fgj. 18.3; Brooke Pancake, Lesa meira
LPGA: Michelle Wie deilir forystunni á Manulife Classic – Hápunktar 1. dags
Í gær hófst á Grey Silo golfvellinum í Waterloo, Ontario, í Kanada, Manulife Financial LPGA Classic. Það eru þær Michelle Wie og Hee Young Park sem eru forystukonur mótsins eftir 1. dag, en báðar léku þær á 6 undir pari, 65 höggum. Shanshan Feng frá Kína er í 3. sæti eftir 1. dag á 5 undir pari, 66 höggum. Sjá má hápunkta 1. dags á Manulife með því að SMELLA HÉR: Til þess að fylgjast með gengi kylfinga á 2. hring Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:
GKJ: Björgvin Franz fékk ás!
Björgvin Franz Björgvinsson, myndatökumaður Unglingaeinvígisins í Mosó með meiru, 14 ára, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á „19. holu“ Hlíðavallar. Björgvin var að spila í Meistaramóti GKJ í holukeppni við Margréti Óskarsdóttur, sem Golf 1 tók skemmtilegt viðtal við fyrir nokkrum árum (Sjá með því að SMELLA HÉR:). Með ásnum vann Björgvin Franz leikinn! Golf 1 óskar Bjögvini Franz innilega til hamingju með fallegt draumahögg!!!
Evróputúrinn: Lundberg og Gee efstir e. 1. dag á Lyoness Open
Í gær hófst Lyoness Open powered by Greenfinity mótið í Diamond golfklúbbnum í Atzenbrügg, Austurríki. Mótið stendur 5.-8. júní 2014. Eftir 1. dag eru Svíinn Mikael Lundberg og Englendingurinn Adam Gee efstir en báðir eru spiluðu þeir 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum. Sjá má kynningu Golf 1 á Adam Gee með því að SMELLA HÉR: Miguel Angel Jimenez deilir 14. sæti eftir 1. dag, 3 höggum á eftir forystumönnunum, en hann lék á 2 undir pari, 70 höggum. Flest stóru nöfnin vantar annars í mótið þar sem flestir eru í Bandaríkjunum að undirbúa sig undir Opna bandaríska, sem hefst á Pinehurst no. 2 i Charlotte, Norður-Karólínu í Lesa meira
Aron og bandaríska landsliðið á TPC Sawgrass
Aron Jóhannsson leikur með bandaríska landsliðinu í fótbolta á HM, sem hefst í Brasílíu í næstu viku. Aron, sem nýlega undirritaði samning við hollenska félagið AZ Alkmaar, er með tvöfalt ríkisfang og því fær hann tækifæri til þess að spila í bandaríska landsliðinu í knattspyrnu. Bandaríska landsliðið er nú statt í Jacksonville, Flórída og er þar við æfingar fyrir vináttulandsleikinn á móti Nígeríu, sem fram fer á morgun á Ever Bank Field. Að sjálfsögðu er liðið líka að æfa fyrir heimsmeistaramótið sjálft. Í gær var samt ákveðið að slaka aðeins á og fara í golf á TPC Sawgrass, sem er þarna nálægt. Leikmenn spreyttu sig m.a. á frægu 17. holunni Lesa meira
PGA: Crane efstur á St. Jude Classic – Hápunktar 1. dags
Í gær hófst á TPC Southwind í Tennessee, St. Jude Classic mótið, sem er síðasta mót á PGA Tour fyrir Opna bandaríska risamótið, sem hefst í næstu viku. Golfboys-inn Ben Crane er kominn í sviðsljósið aftur en hann stal senunni á St. Jude með hring upp á 7 undir pari, 63 högg og situr hann í efsta sæti eftir 1. dag. Að vísu tókst ekki að ljúka 1. hring vegna myrkurs og því enn þó nokkrir kylfingar em eiga eftir að ljúka leik. Í 2. sæti sem stendur er nýliði á PGA Tour Peter Malnati 2 höggum á eftir Crane á 5 undir pari, 65 höggum. Sjá má kynningu Golf Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2014: Brittany Altomare, Lorie Kane og Katy Harris (3-5/48)
Það voru 48 stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA 8. desember 2013; 20 hlutu fullan keppnisrétt og aðrar 28 takmarkaðan, í gegnum Q-school Stage III, þ.e. lokaúrtökumótið á LPGA International, á Daytona Beach í Flórída. Hér verða allar stúlkurnar 48 kynntar en sá háttur hafður á að 2-3 stúlkur, sem urðu í 21.-48. sæti verða kynntar saman en síðan verður sérkynning á hverri þeirra 20 stúlkna, sem hlaut fullan spilarétt. Niðurskurður var að þessu sinn miðaður við slétt par, þ.e. allar sem voru á samtals pari eða betur, eftir 5 hringi hlutu einhvern keppnisrétt á LPGA. Í kvöld verða kynntar 3 af 5 sem voru T-44 þ.e. voru í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Marinó Örn Ólafsson – 5. júní 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Marinó Örn Ólafsson. Marínó Örn fæddist í 5. júní 1996 er er því 18 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Massimo Scarpa, 5. júní 1970 Dylan Fritelli (frá Suður-Afríku) 5. júní 1990 ….. og ….. John Scott (49 ára) Katrín Baldvinsdóttir (55 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Kevin Tway (21/25)
Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í . 5. sæti, en það er Kevin Tway. Tway tók þátt í Web.com Tour Finals eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu en varð í 46. sæti og bætti því stöðu sína ekkert. Kevin Tway fæddist 23. júlí 1988 og er því 25 ára. Golf 1 hefir þegar verið með kynningu nýlega um Kevin Tway og ásamt reyndar hinum fræga Bob Tway föður hans sem nú leikur á öldungamótaröð PGA Tour og verður sú kynning látin Lesa meira
Lucy Li 11 ára með Edel pútter eins og Ólafía Þórunn!!!
Þegar hin 11 ára Lucy Li tíar upp á U.S. Women’s Open risamótinu, sem fram fer vikuna á eftir US Open hjá körlunum á Pinehurst nr. 2, þá mun hún ekki spila um peningaverðlaunin, þar sem hún er enn áhugamaður, en hún verður með flottar kylfur í pokanum sínum. Li er með tríó af fleygjárnum og pútter frá Edel Golf. Vitað er um einn íslenskan kvenkylfing á íslensku mótaröðinni sem var með samskonar pútter og Li, þ.e. Edel pútter og sú kylfa var jafnframt í mestu uppáhaldi hjá henni en það er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, á þeim tíma sem hún varð Íslandsmeistari í höggleik 2011. Li, sem varla er 1,5 Lesa meira










