Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2014 | 04:30

PGA: Crane efstur á St. Jude Classic – Hápunktar 1. dags

Í gær hófst á TPC Southwind í Tennessee, St. Jude Classic mótið, sem er síðasta mót á PGA Tour fyrir Opna bandaríska risamótið, sem hefst í næstu viku.

Golfboys-inn Ben Crane er kominn í sviðsljósið aftur en hann stal senunni á St. Jude með hring upp á  7 undir pari, 63 högg og situr hann í efsta sæti eftir 1. dag.

Að vísu tókst ekki að ljúka 1. hring vegna myrkurs og því enn þó nokkrir kylfingar em eiga eftir að ljúka leik.

Í 2. sæti sem stendur er nýliði á PGA Tour Peter Malnati 2 höggum á eftir Crane á 5 undir pari, 65 höggum.  Sjá má kynningu Golf 1 á Malnati með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sætinu ásamt Malnati er Billy Horschel en hann á eftir að klára 2 holur.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: