Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2014 | 09:00

Aron og bandaríska landsliðið á TPC Sawgrass

Aron Jóhannsson leikur með bandaríska landsliðinu í fótbolta á HM, sem hefst í Brasílíu í næstu viku.

Aron, sem nýlega undirritaði samning við hollenska félagið AZ Alkmaar, er með tvöfalt ríkisfang og því fær  hann tækifæri til þess að spila í bandaríska landsliðinu í knattspyrnu.

Bandaríska landsliðið er nú statt í Jacksonville, Flórída og er þar við æfingar fyrir vináttulandsleikinn á móti Nígeríu, sem fram fer á morgun á Ever Bank Field.  Að sjálfsögðu er liðið líka að æfa fyrir heimsmeistaramótið sjálft.

Í gær var samt ákveðið að slaka aðeins á og fara í golf á TPC Sawgrass, sem er þarna nálægt.

Leikmenn spreyttu sig m.a. á frægu 17. holunni á TPC Sawgrass og tóku myndir af búningsskáp Phil Mickelson í búningsklefa Sawgrass.