Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2014 | 14:00

LPGA: Michelle Wie deilir forystunni á Manulife Classic – Hápunktar 1. dags

Í gær hófst á Grey Silo golfvellinum í Waterloo, Ontario, í Kanada, Manulife Financial LPGA Classic.

Það eru þær Michelle Wie og Hee Young Park sem eru forystukonur mótsins eftir 1. dag, en báðar léku þær á 6 undir pari, 65 höggum.

Shanshan Feng frá Kína er í 3. sæti eftir 1. dag á 5 undir pari, 66 höggum.

Sjá má hápunkta 1. dags á Manulife með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að fylgjast með gengi kylfinga á 2. hring Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: