Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 12:00

Caroline kaupir sér glæsihýsi

Það jafnast ekki á við að eyða óheyrilegum fjárhæðum (hafi maður á annað borð efni á því) til þess að komast yfir sambandsslit. Það er einmitt það sem tennisdrottningin danska, Caroline Wozniacki, hefir gert eftir að slitnaði upp úr trúlofun hennar og nr. 6 á heimslistanum, Rory McIlroy. Golf 1 greindi frá því að hún hefði farið til Miami og skemmt sér þar með vinkonu sinni Serenu Williams og körfuboltasnillingum Miami Heat eftir að báðar duttu fremur fljótt úr Opna franska tennismótinu.  Sjá grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR:  En tilgangur ferðarinnar til Miami var líka viðskiptalegs eðlis því nú þegar þau Rory eru skilin að skiptum þarf Caroline Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 11:00

LEK: Íslensku karlasveitirnar fara vel af stað á EM í Portúgal

LEK-sveitirnar fara vel af stað á Evrópumeistaramótinu í Portúgal. A-sveitin leikur á Pestana Vale da Pinta og B-sveitn leikur á golfvelli Pestana Gramacho. Íslenska A sveitin er í 3. sæti eftir fyrsta dag á samtals 305 höggum.   (Sjá stöðuna í liðakeppninni eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:) Sveitir Ítalíu og Finnlands leiða á samtals 299 höggum. Skor Íslendinganna voru sem hér segir:  (Sjá stöðuna eftir 1. dag einstaklingskeppninnar með því að SMELLA HÉR:) Jón Haukur Guðlaugsson- 72 högg (í 2.-5. sæti – Glæsilegt!!!) Sæmundur Pálsson – 77 högg (13.-19. sæti!) Skarphéðinn  Skarphéðinsson- 77 högg  (13.-19. sæti!) Óskar Pálsson – 77 högg  (13.-19. sæti!) Snorri Hjaltason – 81 högg Óskar Sæmundsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 10:00

Björn og Sterne draga sig úr US Open

Danski kylfingurinn Thomas Björn , 43 ára, verður ekki með á Opna bandaríska risamótinu sem hefst í næstu viku í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Björn, sem sigrað hefir 15 sinnum á Evrópumótaröðinni, ber fyrir sig eymsli í hnakka, háls og öxlum. Sæti Björn í mótinu tekur áhugamaðurinn Andrew Dorn. Suður-afríski kylfingurinn Richard Sterne mun heldur ekki verða með þar sem hann hefir ekki náð sig góðan af meiðslum. Sæti Sterne tekur bandaríski kylfingurinn Scott Langley.  

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 08:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (3): Næsta mót er Símamótið í Borgarnesi

Næsta mót á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi og er skráningarfrestur í mótið til 9. júní n.k. Símamótið fer fram dagana 13.-15. júní 2014 á sama tíma og Opna bandaríska á Pinehurst no. 2. Símamótið er mikilvægt mót fyrir okkar bestu kylfinga enda styttist í Íslandsmótið í holukeppni og fá efstu 32 kylfingar á Eimskipsmótaröðinni að loknum 3 mótum keppnisrétt á Íslandsmótinu í holukeppni. Þá styttist í Evrópukeppnir landsliða og mun Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari fylgjast grannt með gangi mála á mótinu og í framhaldinu mun hann tilkynna EM-liðin. Mótanefnd GSÍ skoðaði þann möguleika að víxla mótum og færa Símamótið á Garðavöll og spila í Borgarnesi í ágúst, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 07:00

Evróputúrinn: Lyoness Open hafið

Í morgun hófst Lyoness Open powered by Greenfinity mótið í Diamond golfklúbbnum í Atzenbrügg, Austurríki. Mótið stendur 5.-8. júní 2014. Meðal keppenda er  spænska sjarmatröllið Miguel Angel Jiménez, Hollendingurinn Joost Luiten og fyrrum Ryder Cup fyrirliðinn José Maria Olazabal. Flest stóru nöfnin vantar annars í mótið þar sem flestir eru í Bandaríkjunum að undirbúa sig undir Opna bandaríska, sem hefst á Pinehurst no. 2 i Charlotte, Norður-Karólínu í næstu viku. Fylgjast má með gengi keppenda á Lyoness Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2014: Marta Silva og Dani Holmqvist (1-2/ 48)

Það voru 48 stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA 8. desember 2013; 20 hlutu fullan keppnisrétt og aðrar 28 takmarkaðan, í gegnum Q-school Stage III, þ.e. lokaúrtökumótið á LPGA International, á Daytona Beach í Flórída. Hér verða allar stúlkurnar 48 kynntar en sá háttur hafður á að 2-3 stúlkur, sem urðu í 21.-48. sæti verða kynntar saman en síðan verður sérkynning  á hverri þeirra 20 stúlkna, sem hlaut fullan spilarétt. Niðurskurður var að þessu sinn miðaður við slétt par, þ.e. allar sem voru á pari eða betur hlutu einhvern keppnisrétt á LPGA. Í kvöld verða kynntar fyrstu 2 af 5 sem voru T-44 þ.e. voru í 44.-48. sæti. Þessar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 19:00

Evróputúrinn: Rory kylfingur maímánaðar

Rory McIlroy hefir verið valinn Race to Dubai kylfingur maímánaðar á Evróputúrnum eftir sigur hans á flaggskipsmóti mótaraðarinnar, BMW PGA Championship í Wentworth. Rory var heilum 7 höggum á eftir forystumanni fyrir lokahringinn en hafði betur gegn Shane Lowry og átti 1 högg í lokinn á Lowry. Rory var á frábæru lokaskori, 66 höggum á hinum fræga Vesturvelli Wentworth og vann auk þess fyrsta titil sinn á evrópskri grund  og þann 6. allt í allt. „Að sigra á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar var mjög sérstakt,“ sagði Rory. „Þetta er fyrsti sigur minn í Evrópu og virkilega mikilvæg og velkomin viðbót við hina titla mína.“ „Evrópumótaröðin hefir alltaf reynst mér vel og þessi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 17:00

Afmæliskylfingar dagsins: Sandra Haynie og Sandra Post – 4. júní 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir og þær heita báðar Sandra: Sandra Haynie, f. 4. júní 1943 í Fort Worth, Texas og  Sandra Post, f. 4. júní 1948. Sandra Haynie á því 71 árs afmæli í dag og Sandra Post er 66 ára í dag. Sandra Haynie er gerðist atvinnumaður í golfi, 18 ára, árið 1961 og strax sama ár komst hún á LPGA. Þar á hún að baki 43 sigra, þ.á.m. í 3 risamótum kvennagolfsins. Sandra Haynie Sandra Post er ekki síður frábær kylfingur en nafna hennar Haynie.  Hún er fyrsti kvenkylfingurinn frá Kanada til þess að spila á LPGA.  Ein af fyrstu greinunum, sem skrifuð var á Golf 1 var um Söndru Post Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 16:00

Jimenez á „heimavelli“ í Austurríki

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Lyoness Open powered by Greenfinity, sem fram fer í Atzebrügg, Austurríki dagana 5.-8. júní n.k. og hefst því á morgun. Spánverjinn, Miguel Ángel Jiménez verður á „heimavelli“ vegna þess að hann á nú heimili í Vín, Austurríki (passar það ekki vel að vínunnandinn Jimeénez eigi heimili þar? 🙂  eftir að hann kvæntist konu sinni hinni austurísku Susanne. Þau kynntust einmitt á Lyoness mótinu en Susanne er mikill kylfingur, sem elskar að spila golf. Þau hjónakornin voru einmitt á golfvellinum í gær, en Jiménez kaus að spila æfingahringinn sinn með konunni sinni. Eftir æfingahringinn sagði hann við m.a. við blaðamenn: „Veðrið var frábært og ég skemmti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 15:00

GKJ: Katrín Dögg fékk ás!

Katrín Dögg Hilmarsdóttir, GKJ,  gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 1. holu Hlíðavallar í gær, 3. júní 2014. Þetta er í annað sinn sem Katrín nær draumahögginu og er hún því nú þegar félagi í Einherjaklúbbnum. En engu að síður frábært að ná því að fara holu í höggi aftur, alltaf gaman og sumir sem ná þessu afreki aldrei!!! Golf 1 óskar Katrínu Dögg innilega til hamingju með ásinn!!!