Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2014 | 07:00

Hver er kylfingurinn: Martin Kaymer? (2/7)

Áhugamannsferill Kaymer Martin Kaymer gerðist atvinnumaður 2005 og strax á fyrsta ári sínu sem slíkur, 20 ára að aldri, vann hann fyrsta atvinnumannsmótið sitt Central German Classic sem er á þýska EPD Tour-num, sömu mótaröð og Þórður „okkar“ Rafn Gissurarson spilar á. Hann var á 19 undir pari í fyrsta móti sínu, á 197 höggum (67-64-66) og átti 5 högg á næsta keppanda. Kaymer spilaði á fullu á EPD Tour-num, febrúar-ágúst 2006 . Hann spilaði í 14 mótum og vann 5 sigra.  Hann var meðal efstu 10 í ölum nema 2 mótum.  Kaymer var langefstur á peningalista EPD mótaraðarinnar 2006 – vann sér inn  €26,664. Lægsti hringur hans kom á einu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2014 | 20:00

GOB: Glæsileg verðlaun á þjóðhátíðarmótinu!

Á þjóðhátíðardaginn, 17.júní, hefur skapast á síðustu árum skemmtileg hefð í Bakkakoti. Þennan dag hefur verið haldið 9 holu golfmót með léttu yfirbragði. Mótið er opið öllum og oft verið ansi skemmtileg stemmning í Kotinu. Við minnum á Holu í höggi með Víking leikinn sem er í fullu gangi. Ef einhver fer holu í höggi á 9. brautinn fær sá inn sami PING G25, vídeó af afrekinu og fl. ásamt golfbol frá Zo-On með stað og stund ísaumuðu. Mótið er punktakeppni með forgjöf og þó svo að leiknar séu aðeins 9 holur, má hver leikmaður leika eins marga hringi og hann vill, gegn því að greiða fyrir hvern spilaðan hring. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2014 | 19:22

Heimslistinn: Kaymer í 11. sæti!

Vegna sigurs síns á Opna bandaríska fer Martin Kaymer upp um 17 sæti úr 28. sætinu í 11. sætið á heimslistanum, sem birtur var í dag. Stutt er því í það að Kaymer verði aftur meðal topp-10 á heimslistanum. Þeir sem sitja í efstu 10 sætunum eru eftirfarandi: 1. Adam Scott 9,24 stig 2. Henrik Stenson 8,01 stig 3. Bubba Watson 7,28 stig 4. Tiger Woods 7,07 stig 5. Matt Kuchar 7,06 stig 6. Rory McIlory 6,87 stig 7. Jason Day 6,79 stig 8. Sergio Garcia 6,08 stig 9. Jordan Spieth 5,94 stig 10. Justin Rose 5,93 stig 11. Martin Kaymer 5,55 stig 12. Jim Furyk, 5,5 stig 13. Phil Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2014 | 18:00

US Open 2014: Zach Johnson með ás!

Zach Johnson fékk glæsilegan ás á lokahring Opna bandaríska. Ásinn kom á par-3 9. holuna á Pinehurst nr. 2. Sjá má ás Zach með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2014 | 17:30

Haraldur Franklín á besta skori íslensku keppendanna 4 á Opna breska áhugamannamótinu

Fjórir íslenskir keppendur eru á Opna breska áhugamannamótinu, sem nú fer fram í 119. skipti. Þetta er þeir: Andri Þór Björnsson, GR; Haraldur Franklín Magnús, GR;  Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Axel Bóasson, GK. Leikið er í Írlandi á tveimur golfvöllum: Royal Portrush og Portstewart. Íslensku keppendurnir hafa lokið leik í dag. Haraldur Franklín stóð sig best á 1. hring; lék á 3 yfir pari, 73 höggum (á Royal Portrush) og er  í 92. sæti af 287 keppendum. Andri Þór Björnsson lék á 4 yfir pari 75 höggum (á Portstewart); Axel Bóasson lék á 7 yfir pari, 78 höggum (á Portstewart) í dag og Guðmundur Ágúst á 8 yfir pari, 78 höggum (á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Phil Mickelson —- 16. júní 2014

Það er Phil Mickelson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mickelson er fæddur 16. júní 1970 í San Diego, Kaliforníu og á því 44 ára afmæli í dag!!! Mickelson er nú nr. 13 á heimslistanum. Hann varð í 28. sæti á Opna bandaríska, sem lauk í gær á samtals 7 yfir pari, heilum 16 höggum á eftir sigurvegaranum Martin Kaymer. Mickelson er í 9. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast PGA Tour mót (en Mickelson hefir sigrað í 42 slíkum mótum). Eins hefir Phil sigrað þrívegis á Masters (2004, 2006 og 2010); einu sinni á Opna breska (2013) og einu sinni á PGA Championship (2005).  Mickelson er frægur fyrir að hafa 6 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2014 | 09:00

Hvað var í sigurpoka Kaymer?

Kaymer er með auglýsingasamning við TaylorMade líkt og þýsku fyrirtækin Boss og Mercedes Benz o.fl. sem ekki verða talin hér. Hann sigraði á Opna bandaríks í gær með glæsiskor upp á 8 undir pari,  65 65 72 70. Þar með verður lægrð Kaymer endanlega talið lokið en hann sigraði líka í því sem margir nefna 5. risamótið The Players nú fyrr í vor. „Án þess að ætla mér að hljóma hrokafullur þá vissi ég alltaf  að ég myndi aftur spila gott golf. Það var  nógu mikil trú til staðar.“ Eftirfarandi var í sigurpoka Kaymer:  Dræver: TaylorMade SLDR 460 (9,5*) Brautartré: TaylorMade SLDR 460 (14* Járn: TaylorMade Tour Preferred MC (2014) 3-PW  (Beygt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2014 | 08:00

Viðtal við Kaymer eftir 2. risamótssigurinn – Myndskeið

Eftir sigurinn á Opna bandaríska sagðist Martin Kaymer vera ánægður með frammistöðu sína. Það hefði verið mjög mikilvægt fyrir sig að spila fyrstu 5-6 holurnar vel og halda 5 högga forystunni og það hefði tekist. Síðan hefði verið krefjandi að halda áfram, líkaminn segði oft, „hva þú ert með 5 högga forystu, allt í lagi að slaka á“ en Kaymer sagðist hafa barist móti því, því þessi forysta væri fljót að fara, gæfi maður eftir. Sérstaklega væri erfitt ef 2-3 bandarískir kylfingar væru að berjast um sigurinn við hann, því þá snerust bandarískir áhorfendur á sveif með þeim.  Kaymer sagði þó að áhorfendurnir hefðu verið mjög sanngjarnir á Opna bandaríska. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2014 | 07:00

Hver er kylfingurinn: Martin Kaymer? (1/7)

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer sigraði í gær í 2. sinn í risamóti , þ.e. Opna bandaríska. Þessi greinasería hefir birtst fyrr á árinu þegar hann sigraði  í 2. sinn á PGA mótaröðinni bandarísku, þá á The Players mótinu, sem af mörgum er álitið vera 5. risamótið, en birtist nú að nýju í tilefni þess að hann sigraði í 2. risamóti sínu. Hver er þýski kylfingurinn Martin Kaymer og hvernig hefir ferill hans verið fram að þessu?  Því verður reynt að svara í nýrri 7 hluta greinaseríu og fer 1. greinin hér á eftir, sem er örlítið yfirlit yfir ýmsa hápunkta á ferli Kaymer: Martin Kaymer fæddist 28. desember 1984 í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2014 | 05:00

US Open 2014: Martin Kaymer sigraði með yfirburðum! – Hápunktar 4. dags

Þýski kylfingurinn, Martin Kaymer, 29 ára, frá Mettmann nálægt Düsseldorf, vann 2. sigur sinn í risamóti í gær þegar hann vann Opna bandaríska risamótið á Pinehurst nr. 2 í Norður-Karólínu, með yfirburðum. Fyrri sigur hans í risamóti kom 15. ágúst 2010 á PGA Championship í Whistling Straits í Wisconsin, þegar Kaymer sigraði Bubba Watson sælla minningar í bráðabana og Dustin Johnson komst ekki í bráðabanann vegna þess að hann átti að hafa snert strá í sandglompu áður en hann tók högg, en það atvik var mjög umdeilt. Í Opna bandaríska nú var Kaymer í forystu alla mótsdagana átti 3 högg á næstu keppendur eftir 1. dag; 6 högg eftir 2. Lesa meira