Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2014 | 05:00

US Open 2014: Martin Kaymer sigraði með yfirburðum! – Hápunktar 4. dags

Þýski kylfingurinn, Martin Kaymer, 29 ára, frá Mettmann nálægt Düsseldorf, vann 2. sigur sinn í risamóti í gær þegar hann vann Opna bandaríska risamótið á Pinehurst nr. 2 í Norður-Karólínu, með yfirburðum.

Fyrri sigur hans í risamóti kom 15. ágúst 2010 á PGA Championship í Whistling Straits í Wisconsin, þegar Kaymer sigraði Bubba Watson sælla minningar í bráðabana og Dustin Johnson komst ekki í bráðabanann vegna þess að hann átti að hafa snert strá í sandglompu áður en hann tók högg, en það atvik var mjög umdeilt.

Í Opna bandaríska nú var Kaymer í forystu alla mótsdagana átti 3 högg á næstu keppendur eftir 1. dag; 6 högg eftir 2. dag; 5 högg fyrir lokahringinn og átti síðan 8 högg á þá sem næstir komu eftir lokahringinn.

Hann setti mótsmet var á lægsta skori sem nokkru sinni hefir náðst eftir 36 holur, 10 undir pari, 130 höggum.

Kaymer spilaði samtals á 9 undir pari, 272 höggum (65 65 72 69). Sem stendur er Kaymer í 28. sæti á heimslistanum, en það er viðbúið að hann fljúgi upp heimslistann og hækki verulega.

Í 2. sæti urðu Rickie Fowler og tvöfaldi hjartaþeginn Erik Compton (sjá grein Golf 1 um Compton með því að SMELLA HÉR). Báðir voru á samtals 1 undir pari og er þetta besti árangur beggja á risamóti. Compton spilar jafnframt í fyrsta sinn á The Masters á ferlinum á næsta ári, en efstu 4 hljóta keppnisrétt á þessu eftirsótta risamóti.

Fjórða sætinu deildu 5 kylfingar allir á samtals 1 yfir pari, hver: Keegan Bradley, Jason Day, Brooks Koepka, Dustin Johnson og Henrik Stenson.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna bandaríska 2014 SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Opna bandaríska 2014 SMELLIÐ HÉR: