
US Open 2014: Martin Kaymer sigraði með yfirburðum! – Hápunktar 4. dags
Þýski kylfingurinn, Martin Kaymer, 29 ára, frá Mettmann nálægt Düsseldorf, vann 2. sigur sinn í risamóti í gær þegar hann vann Opna bandaríska risamótið á Pinehurst nr. 2 í Norður-Karólínu, með yfirburðum.
Fyrri sigur hans í risamóti kom 15. ágúst 2010 á PGA Championship í Whistling Straits í Wisconsin, þegar Kaymer sigraði Bubba Watson sælla minningar í bráðabana og Dustin Johnson komst ekki í bráðabanann vegna þess að hann átti að hafa snert strá í sandglompu áður en hann tók högg, en það atvik var mjög umdeilt.
Í Opna bandaríska nú var Kaymer í forystu alla mótsdagana átti 3 högg á næstu keppendur eftir 1. dag; 6 högg eftir 2. dag; 5 högg fyrir lokahringinn og átti síðan 8 högg á þá sem næstir komu eftir lokahringinn.
Hann setti mótsmet var á lægsta skori sem nokkru sinni hefir náðst eftir 36 holur, 10 undir pari, 130 höggum.
Kaymer spilaði samtals á 9 undir pari, 272 höggum (65 65 72 69). Sem stendur er Kaymer í 28. sæti á heimslistanum, en það er viðbúið að hann fljúgi upp heimslistann og hækki verulega.
Í 2. sæti urðu Rickie Fowler og tvöfaldi hjartaþeginn Erik Compton (sjá grein Golf 1 um Compton með því að SMELLA HÉR). Báðir voru á samtals 1 undir pari og er þetta besti árangur beggja á risamóti. Compton spilar jafnframt í fyrsta sinn á The Masters á ferlinum á næsta ári, en efstu 4 hljóta keppnisrétt á þessu eftirsótta risamóti.
Fjórða sætinu deildu 5 kylfingar allir á samtals 1 yfir pari, hver: Keegan Bradley, Jason Day, Brooks Koepka, Dustin Johnson og Henrik Stenson.
Til þess að sjá lokastöðuna á Opna bandaríska 2014 SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Opna bandaríska 2014 SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024