Kristján Þór Einarsson, GKJ, 2014 Icelandic Champion in Match Play. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 16:00

Kristján Þór efstur á stigalista Eimskips- mótaraðarinnar – Björgvin með flesta titla

Íslandsmótið í holukeppni, Securitasmótið, var fjórða mótið af alls sjö á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili. Það eru aðeins þrjú mót eftir, Íslandsmótið höggleik í júlí og síðan fara fram tvö mót í ágúst, fyrst á Garðavelli og lokamótið fer fram á Akureyri.

Kristján Þór Einarsson úr Kili Mosfellsbæ er efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar eftir sigurinn á Íslandsmótinu í holukeppni í gær. Bjarki Pétursson úr GB í Borgarnesi er annar en hann tapaði fyrir Kristjáni í úrslitaleiknum. Gísli Sveinbergsson úr Keili er þriðji og Ragnar Már Garðarsson úr GKG er fjórði en hann sigraði á fyrstu tveimur mótum Eimskipsmótaraðarinnar; Nettómótinu á Hólmsvelli í Leiru og Egils-Gull mótinu á Strandarvelli á Hellu.

Rúnar Arnórsson úr GK varð stigameistari árið 2013 á Eimskipsmótaröðinni en hann er í fimmta sæti .

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, sem sigraði á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi er sjötti á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar:

Staða efstu kylfinga á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar er þessi:

1. Kristján Þór Einarsson, GKj. 4754.00 stig .
2. Bjarki Pétursson, GB 4048.75 stig.
3. Gísli Sveinbergsson, GK 3312.50 stig.
4. Ragnar Már Garðarsson, GKG 3172.50 stig.
5. Rúnar Arnórsson, GK 2557.50 stig.
6. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 2400.00 stig.
7. Haraldur Franklín Magnús, GR 2393.31 stig.
8. Andri Þór Björnsson, GR 2204.00 stig.
9. Aron Snær Júlíusson, GKG 1973.75 stig.
10. Heiðar Davíð Bragason, GHD 1965.00 stig.
11. Andri Már Óskarsson, GHR 1955.00 stig.
12. Stefán Már Stefánsson, GR 1929.00 stig.
13. Stefán Þór Bogason, GR 1739.00 stig.
14. Benedikt Árni Harðarson, GK 1730.25 stig.
15. Birgir Björn Magnússon, GK 1626.50 stig.
16. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 1485.00 stig.
17. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 1483.50 stig.
18. Arnar Snær Hákonarson, GR 1467.50 stig.
19. Sigmundur Einar Másson, GKG 1313.75 stig.
20. Ari Magnússon, GKG 1235.00 stig.
21. Emil Þór Ragnarsson, GKG 1227.50 stig.
22. Pétur Freyr Pétursson, GKB 1190.38 stig.
23. Hrafn Guðlaugsson, GSE 1163.75 stig.
24. Gísli Þór Þórðarson, GR 1143.50 stig.
25. Örvar Samúelsson, GR 1004.75 stig.
26. Árni Freyr Hallgrímsson, GR 961.25 stig.
27. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 928.25 stig.
28. Guðni Fannar Carrico, GS 839.75 stig.
29. Benedikt Sveinsson, GK 802.25 stig.
30. Ingi Rúnar Gíslason, GS 770.00 stig.

Björgvin Sigurbergsson, GK. Mynd: Golf 1

Björgvin Sigurbergsson, GK. Mynd: Golf 1

Stigameistaramót GSÍ var sett á laggirnar árið 1989 og var Sigurjón Arnarson úr GR fyrsti stigameistararinn. Björgvin Sigurbergsson GK hefur oftast verið stigameistari eða alls fjórum sinnum, þar á eftir kemur Hlynur Geir Hjartarson með þrjá titla.

Frá árinu 1989 tíma hafa eftirfarandi kylfingar orðið stigameistarar:

1989: Sigurjón Arnarsson (1)
1990: Úlfar Jónsson (1)
1991: Ragnar Ólafsson (1)
1992: Úlfar Jónsson (2)
1993: Þorsteinn Hallgrímsson (1)
1994: Sigurpáll Geir Sveinsson (1)
1995: Björgvin Sigurbergsson (1)
1996: Birgir Leifur Hafþórsson (1)
1997: Björgvin Sigurbergsson (2)
1998: Björgvin Sigurbergsson (3)
1999: Örn Ævar Hjartarson (1)
2000: Björgvin Sigurbergsson (4)
2001: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (1)
2002: Sigurpáll Geir Sveinsson (2)
2003: Heiðar Davíð Bragason (1)
2004: Birgir Leifur Hafþórsson (2)
2005: Heiðar Davíð Bragason (2)
2006: Ólafur Már Sigurðsson (1)
2007: Haraldur H. Heimisson (1)
2008: Hlynur Geir Hjartarson (1)
2009: Alfreð Brynjar Kristinsson (1)
2010: Hlynur Geir Hjartarson (2)
2011: Stefán Már Stefánsson (1)
2012: Hlynur Geir Hjartarson (3)
2013: Rúnar Arnórsson (1)