10 lúxussnekkjur í eigu Tiger o.fl. ríkra og frægra
Mirror hefir tekið saman nokkuð skemmtilegan lista yfir snekkjur í eigu 10 ríkra og frægra þ.á.m. Tiger Woods. Á listanum er snekkjunum raðað niður eftir verðmæti og lendir snekkja Tiger, Privacy aðeins í 9. sæti. Sjá má þennan lista, sem er í máli og myndum með því að SMELLA HÉR:
LET: Herbin, Kemp og Watson efstar e. 1. dag ISPS HANDA Ladies European Masters
Það eru hin ástralska Sarah Kemp hin franska Celine Herbin og hin skoska Sally Watson sem eru efstar í Buckinghamshire golfklúbbnum eftir 1. dag ISPS HANDA Ladies European Masters, sem hófst í gær. Þær léku á 5 undir pari, 67 höggum; Sarah skilaði „hreinu skorkorti“ var með 5 fugla, Sally var með 8 fugla og 3 skolla, en Celine með 8 fugla, 1 skolla og 1 skramba. Solheim Cup stjarnan þýska Caroline Masson, hin bandaríska Amelia Lewis og Becky Morgan frá Wales deila 4. sætinu á 68 höggum hver. Hópur 5 stúlkna deildi síðan 7. sætinu eftir fyrsta dag á 3 undir pari, 69 höggum þ.á.m. ítalski kylfingurinn Diana Luna. Annar hringur Lesa meira
Ólafur Björn 25. í lokaúrtökumóti f. Opna breska
Ólafur Björn Loftsson, NK, lauk keppni í 25. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Opna breska meistaramótið sem fram fór á Glasgow Gailes vellinum. Ólafur Björn lék samtals á 6 yfir pari, 148 höggum (75 73). Nokkrir þekktir kylfingar léku í mótinu, en 7 efstu komust á Opna breska, þ.á.m. kylfingarnir Rhys Davis, frá Wales og Skotarnir Marc Warren og Scott Jamieson, en allir spila þeir á Evrópumótaröðinni. Sjá má lokastöðuna í lokaúrtökumótinu fyrir Opna breska með því að SMELLA HÉR: Um frammistöðuna í mótinu skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi á facebook síðu sína: „Endaði í 25. sæti í lokaúrtökumóti fyrir Opna breska og náði ekki að tryggja mér sæti í mótinu. Ég Lesa meira
Þórður Rafn í sjónvarpsviðtali í Englandi vegna sigursins á Jamega Pro Golf Tour
Þórður Rafn Gissurarson, GR, vann s.s. Golf 1 greindi frá, fyrsta sigur sinn sem atvinnumaður í Calcot Park á Englandi á Jamega Pro Golf Tour. Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: og með því að SMELLA HÉR: Vegna sigurs síns í mótinu var Þórður Rafn í sjónvarpsviðtali í Englandi sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
PGA: Hápunktar 1. dags á Greenbriar Classic
Eftir 1. dag Greenbriar Classic mótsins, sem hófst í gær og er mót vikunnar á PGA Tour leiðir Svíinn Jonas Blixt. Leikið er á Old White TPC í White Sulphur Springs í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum. Hér má sjá hápunkta 1. dags á Greenbriar Classic SMELLIÐ HÉR:
Golfútbúnaður: Nýju PING G30 brautartrén
Venjan á PGA Tour og meðal góðra kylfinga er að líta á 3-tréð sem annan dræver og slá aðallega með þeirri kylfu af teig. Hugsið um það: Meðan leikmenn slá með 5-tré eða blendingi 2. höggið sitt á langri par-5 braut, hversu oft þarfnast góðir kylfingar þá 3-trés? Með tilkomu nýju G30 trjánna frá PING þá er PING að reyna að blanda saman boltahraða dræveranna í dag með fyrirgefanleika. „Við erum með kylfu sem virkar sem 2-tré eða dræver tré í Rapture,“ sagði Marty Jertson, yfir hönnunarverkfræðingur PING. „Markmið okkar með G30 var að gera kylfuna eins heita og Rapture en vera á sama tíma með hátt boltaflugshorn og aðlaganleika (ens. Lesa meira
PGA: Blixt efstur e. 1. dag Greenbriar Classic
Mót vikunnar á PGA Tour er Greenbriar Classic. Það fer fram á The Old White TPC golfvellinum í White Sulphur Springs í Vestur-Virginíu. Efstur eftir 1. dag er sænski kylfingurinn Jonas Blixt á glæsilegum 6 undir pari, 64 höggum, eftir hring þar sem hann fékk 8 fugla og 2 skolla. 7 kylfingar fylgja fast á hæla Blixt eru aðeins 1 höggi á eftir þ.á.m. bandaríski kylfingurinn James Hahn. Steve Stricker er síðan í 9 kylfinga hópi sem er T-9 þ.e. 2 höggum á eftir Blixt. Stefnir í spennandi keppni þar sem aðeins er 2 högga munur á þeim sem er í 1. og 17. sæti!!! Til þess að sjá stöðuna Lesa meira
Evróputúrinn: GMac slær í áhorfanda
Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell, sem á titil að verja á Opna franska varð fyrir því óláni í dag að teighögg hans fór í áhorfanda á Le Golf National golfvellinum í París. Maðurinn hné til jarðar í miklum sársauka en golfboltinn hitti hann í hálsinn. „Það er ekkert gott við það þegar maður slær í áhorfanda og maður heyrir orðin „boltinn hefir hæft áhorfanda og hann liggur niðri, það er ekki góð tilfinning.“ „Ég er undrandi á því að ekki fleiri áhorfendur slasist þegar maður er með mikinn áhorfendaskara eins og í dag og allir eru á hreyfingu og boltinn fer mjög hratt í átt að áhorfendur.“ „En Guði sé lof Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: – Halldór Ö.S. Oddsson – 3. júlí 2014
Það er Halldór Örn Sudsawat Oddson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Halldór Örn er fæddur 3. júlí 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Halldór Örn Sudsawat Oddsson (50 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John C. Palmer, 3. júlí 1918 – 14. september 2006; Guillaume Cambis, 3. júlí 1988 (26 ára) …. og ….. Baldvin Örn Berndsen Marsibil Saemundardottir Anna Jóna Jósepsdóttir (27 ára) Ragnhildur Sesselja Gottskálksdóttir (58 ára) Postulín Svönu (55 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef Lesa meira
Lífið leikur við Stricker
Helstu toppstjörnur golfsins spila fyrir milljónir dollara í hverri viku. Þær eru í sjónvarpinu. Þær eru frægar. Þær hafa allan útbúnað sem þær gætu óskað sér og keyra um í lúxusbílum, sem þeim eru lánaðir. Golfstjörnurnar eru öfund allra sem stríddu þeim hér áður fyrr fyrir að vera í golfi. En það er ekki allt sem sýnist. Að vera atvinnumaður í golfi er ekki alltaf frábært. Það verður að ferðast mikið og vera í burtu frá fjölskyldunni. Og ef ekki er komist í gegnum niðurskurð þá eru engin laun. Svo þar á ofan koma sveifluvandræði eða meiðsli eða bara óheppni, sem getur sett allan ferilinn út af laginu. Þannig að Lesa meira










