Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2014 | 17:00

Elsti þátttakandi í The Masters deyr 103 ára

Samuel Henry „Errie“ Ball, sem spilaði í 1. Masters risamótinu dó í gær, 2. júlí 2014.  Ball var 103 ára.

Dóttir Ball, Leslie Adams Gogarty, segir að faðir hennar hafi dáið í Martin Hospital South í Stuart, Florida.

Ball var síðast framkvæmdastjóri Willoughby golfklúbbsins í Stuart.

Hann var félagi í PGA of America í 83 ár, sem samtökin segja að sé aðildarmet. Ball var vígður félagi í frægðarhöll kylfinga 2011.

Ball fæddist í Wales og er einn í langri röð kylfinga í ætt hans, en hann lærði golf af föður sínum.

„Golfleikurinn var stór hluti af lífi hans,“ sagði Gogarty.

Ball spilaði á fyrsta Augusta National Invitation Tournament árið 1934, sem síðar varð Masters risamótið og lauk keppni T-38, 25 höggum á eftir sigurvegaranum, Horton Smith, en græni jakkinn sem hann hlaut fyrstur allra var seldur á uppboði nú á árinu – sjá með því að SMELLA HÉR:

Ball keppti síðan í  19 Senior PGA Championships, og varð m.a. T-2 árið 1962.

Meðal titla Ball voru 3 Illinois PGA champion titlar; hann sigraði í Illinois Open og the Illinois PGA Senior.

Gogarty segir að föður sinn hafi verið hvattur af Bobby Jones að koma til Bandaríkjanna. Ball vann í East Lake Country Club í Atlanta, sem var klúbbur Jones. Eftir að keppni lauk, varði Ball tíma sínum í að kenna golf og spila allt þar til hann var 100 ára.

„Hann hélt áfram að kenna,“ sagði dóttir Ball. „Hann elskaði það að gefa vinum sínum ráð.“

Gogarty, dóttir Ball, man eftir föður sínum að spila golf á hverjum degi meðan hún var barn og hún elti hann út um allt á mót.

Gogarty sagði föður sinn undrandi yfir hversu golfinu óx ásmeginn með árunum. Hún sagði föður sinn hafa verið boðið á  Augusta National nokkrum sinnum á síðustu árum en hann hefði ekki farið.

„Hann vildi alltaf muna eftir Augusta eins og það var,“ sagði hún.

Forseti PGA of America, Ted Bichop sagði að samtökin væru mjög hrygg yfir andláti Ball.

„Ferill Errie var ótrúlegur og spannar golfgoðsagnir frá Harry Vardon til Tiger Woods. Langlífi hans, skv. þeim sem þekkja til hans best, byggðist á ást hans á fólki. Hver dagur var fylltur tilgangi, líkt og hvert skref sem hann tók á vellinum,“ sagði Bishop.

Gogarty sagði að faðir hennar hefði verið vingjarnlegur og rólegur. „Hann elskaði að syngja og dansa“ rifjaði hún upp „og fannst gaman að deila golfleiknum sem var líf hans með öðrum.“

„Hann var framúrskarandi manneskja með gott hjarta,“ sagði hún loks.