
GR: Úrslit úr Slaufumóti GR-kvenna
Á heimasíðu GR má finna eftirfarandi úrslitafrétt frá kvennanefnd GR úr Slaufumóti þeirra:
„Það blés hressilega um okkar konur þegar júlímót GR kvenna fór fram á Korpunni í einu versta veðri sumarsins. Leikið var Sjórinn og Áin og höfðu konur á orði að öll veður hefðu geysað á hringnum. Einhverjar óttuðust það að sökkva í iður jarðar svo blautur var völlurinn, aðrar veiddu bolta sína úr hyldjúpum bönkerum sem voru eins og sundlaugar og svo voru sumar við það að kafna út hita. Segja má að þetta sé íslenskt sumar í hnotskurn en GR konur láta það ekki á sig fá, þær fylltu völlinn og fjölmenntu líka á verðlaunaafhendingu í Korpuskálanum og nutu góðra veitinga Hödda og starfsfólks hans.
Úrslit Slaufumótsins svokallaða voru eftirfarandi:
Verðlaun fyrir lengsta teighögg á 18. braut var gjafabréf frá Golfskálanum að verðmæti 15.000 kr.
Lengsta teighögg á 18.braut – Laufey V. Oddsdóttir
Nándarverðlaun voru veitt á öllum par 3 brautum vallarins. Í verðlaun voru krem og fínerí frá Clarins og skemmtilegir fylgihlutir í golfið frá hissa.is. Það er heildverslunin Sigurborg sem flytur inn Clarins vörurnar.
3. braut – Helga Óskarsdóttir (26m)
6. braut – Ágústa Bárudóttir (2,28m)
9. braut – Ásta Óskarsdóttir (1;27m)
13.braut – Helga Óskarsdóttir (8,49m)
17.braut – Laufey V. Oddsdóttir (7,95m)
Verðlaun fyrir 1. – 4.sætið í punktakeppni og besta skor í höggleik voru snyrtivörur frá Clarins.
Besta skor í höggleik – Edda Gunnarsdóttir (95 högg)
Punktakeppni 1. – 4. sæti
1.sæti – Laufey V. Oddsdóttir (32 punktar)
2.sæti – Signý Marta Böðvarsdóttir (31 punktar)
3. – 4 sæti* – Margrét Þorvaldsdóttir (30 punktar – 19 punktar á s 9)
– Steinunn Braga (30 punktar – 18 punktar á s 9)
*Sökum reikniskekkju á golf.is var punktafjöldi ekki reiknaður með réttum hætti hjá Margréti Þorvaldsdóttur í upphafi en það kom ekki í ljós fyrr en eftir verðlaunaafhendinu að svo hafi farið. Margrét er því vinningshafi í 3.sæti með betra skor á seinni 9. Okkur þykir það mjög miður að svona mistök hendi á verðlaunakvöldi en aðalatriðið er að leiðrétta þau því golfið snýst jú um heiðarleika og réttvísi.
Að lokum var dregið úr fjölda skorkorta sem glöddu margan kylfinginn sem ekki náði tilætluðum árangri eða var einfaldlega bara komin til að njóta golfs og góðs félagsskapar á vellinum.
Um leið og kvennanefndin þakkar fyrir góðan dag á Korpunni minnum við á næsta mót okkar GR kvenna, miðvikudaginn 6.ágúst í Grafarholtinu og svo uppskeruhátíðina sem haldin verður á Korpunni þann 13.september nk.
Til ykkar sem ætla að taka þátt í Meistaramótinu; gangi ykkur sem allra best og njótið þess að spila golf á fallegasta tíma ársins á frábærum völlum GR.“
kær kveðja
kvennanefnd GR kvenna
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024