Hin ástralska Sarah Kemp
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2014 | 10:00

LET: Herbin, Kemp og Watson efstar e. 1. dag ISPS HANDA Ladies European Masters

Það eru hin ástralska Sarah Kemp hin franska Celine Herbin og hin skoska Sally Watson sem eru efstar í Buckinghamshire golfklúbbnum eftir 1. dag  ISPS HANDA Ladies European Masters, sem hófst í gær.

Þær léku  á 5 undir pari, 67 höggum; Sarah skilaði „hreinu skorkorti“ var með 5 fugla, Sally var með 8 fugla og 3 skolla, en Celine með 8 fugla, 1 skolla og 1 skramba.

Solheim Cup stjarnan þýska Caroline Masson, hin bandaríska Amelia Lewis og Becky Morgan frá Wales deila 4. sætinu á 68 höggum hver.

Hópur 5 stúlkna deildi síðan 7. sætinu eftir fyrsta dag á 3 undir pari, 69 höggum þ.á.m. ítalski kylfingurinn Diana Luna.

Annar hringur er þegar hafinn og má fylgjast með keppendum á skortöflu með því að SMELLA HÉR: