
Golfútbúnaður: Nýju PING G30 brautartrén
Venjan á PGA Tour og meðal góðra kylfinga er að líta á 3-tréð sem annan dræver og slá aðallega með þeirri kylfu af teig.
Hugsið um það: Meðan leikmenn slá með 5-tré eða blendingi 2. höggið sitt á langri par-5 braut, hversu oft þarfnast góðir kylfingar þá 3-trés?
Með tilkomu nýju G30 trjánna frá PING þá er PING að reyna að blanda saman boltahraða dræveranna í dag með fyrirgefanleika.
„Við erum með kylfu sem virkar sem 2-tré eða dræver tré í Rapture,“ sagði Marty Jertson, yfir hönnunarverkfræðingur PING. „Markmið okkar með G30 var að gera kylfuna eins heita og Rapture en vera á sama tíma með hátt boltaflugshorn og aðlaganleika (ens. adjustability) G-brautartrjánna.“
G30 trén eru búin til úr 17-4 ryðfríu stáli og kylfuandlitið er úr Carpenter 475 járni, efni sem PING heldur fram að sé um 44% sterkara. Þetta gerði fyrirtækinu kleift að hafa kylfuandlitið þynnra sem eykur flex þ.e. sveigjanleika við slátt meðan endingarleikinn helst.
„Kylfuandlitið getur beygst meira,“ sagði Jertson „þannig að meiri kraftur geymist og fer hraðar í boltann. Í tilraunum okkar sjáum við u.þ.b. 2 mílur/klst meiri boltahraða en samanborið við G25 trén.“
Þessi trampólín áhrif sem eru afleiðing aukins sveigjanleika við slátt er mælt í nokkru sem nefnist „einkennandi tími“ (ET) (á ensku: Characteristic Time (CT), ) og Jertson sagði að G30 brautartrén væru með ET á u.þ.b. 225. Þetta er bæting um 65 stig frá G25, fyrirrennara G30. Venjulegir dræverar eru með ET í kringum 235.
Til þess að bæta sláttuhornið (ens. launch angle), þá breytist þyngdarmiðjan (ens. the center of gravity (CG) )eftir lofti (þ.e. fláa) kylfunnar. 3-tréð sem er 14,5° er lægst og lengst aftast og með því lofti (þ.e. þeim fláa) er auðveldast að fá boltann upp í loft. 18° 5-tré er aðeins hærra og framar og 21° 7-tré er hæst og fremst. Venjulega hafa 5- og 7-trén nóg loft (þ.e. fláa) til þess að fá boltann að flug og þar þarf CG (þ.e. þyngdarmiðjan) ekki að vera eins lág og djúp eins og í 3-tré.
Öll þrú G-30 brautartrén eru með 5-stöðu aðlaganlegt „hosel kerfi“ (hosel er enskt orð yfir þann hluta kylfunnar þar sem kylfuhöfuð og skaft tengjast), sem gerir kylfingnum kleift að auka eða minka loft (m.ö.o. fláa) kylfunnar um 1 gráðu.
Kylfingum, sem líkar að sópa boltann af braut kemur eflaust til með að líka við ávala, frammúrstefnulega og mjúka sóla hönnunina í G30 og kassalagaðra höfuð kylfunnar.
Meðan PING leggur áherslu á loftaflsfræðilega kosti krónu „turbulatoranna“ í G30 drævernum, þá segir Jertson að viðbætur þeira í G30 brautartrjánum hjálpi kylfingunum aðallega að slá högg sín með auðveldari hætti.
„Þetta er meira fagurfræðilegt atriði,“ sagði hann. „Það bætir loftflæðið (ens. airflow) og gerir það að verkum að flæðið loðir meira við krónuna, en bæting á kylfuhausshraða var ekki svo merkjanleg að við gætum státað af því. En þetta lítur vissulega svalt út og það er hluti af G30 fjölskyldunni.“
Aðlaganlegar þyngdir á botni kylfunnar gerir þeim sem „fitta“ kylfuna kleift að fikta við kylfuþyngdina; en neytandinn (kylfingurinn) sjálfur getur ekki breytt henni.
G30 brautartréð kemur með standard TFC 419 skafti. Þar sem meira af þyngd skaftsins er höfð hærra, og nær gripi, þá gat PiING þyngt kylfuhöfuðið, um 3 grömm, sem gerir það stöðugri.
Einnig koma G30 brautartrén með PVD PING Tour 65 og Tour 85 sköftum.
Allar G30 kylfurnar eru væntanlegar í smásölu fyrstu vikuna á ágúst og viðmiðunar verð í Bandaríkjunum á kylfunum er $ 275 (dollarinn er nú u.þ.b. 113 íslenskar krónur) þannig að viðmiðunar verð á PING G30 brautartré er kr. 31.000,- út úr búð í Bandaríkjunum og komið hingað til lands kostar kylfan eflaust með 30% álagningu eitthvað í kringum kr. 40.000,-
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024