Evróputúrinn: Broberg, Gonzales og Warren leiða í hálfleik á Opna skoska – Hápunktar 2. dags
Það eru sænski frændi okkar Kristoffer Broberg, Ricardo Gonzalez frá Argentínu og heimamaðurinn Marc Warren sem eru jafnir í efsta sæti á Opna skoska, sem fram fer á Royal Aberdeen. Allir eru þeir búnir að leika á samtals 6 undir pari, 136 höggum, hver; Broberg (65 71); Gonzalez (65 71) og Warren (67 69). Í 4. sæti er Justin Rose, höggi á eftir á samtals 5 undir pari og í 5. sæti er David Howell, enn öðru höggi á eftir, á samtals 4 undir pari. Rory, sem leiddi eftir 1. dag átti afleitan dag, lék á 7 yfir pari, 78 höggum og er hvorki meira né minna en 14 högga sveifla Lesa meira
Íslenska karlalandsliðið sigraði Austurríki! Bjarki, Guðmundur Ágúst og Haraldur unnu leiki sína!
Íslenska karlalandsliðið sigraði Austurríki með 3,5 vinningum gegn 1,5 í annari umferð holukeppninar á EM í Finnlandi sem var að ljúka rétt í þessu. Ísland mun því mætir Finnum á morgun í leik um að halda sætinu fyrir Evrópumótið á næsta ári í Halmstad Svíþjóð. Liðið sem tapar leikur í annarri deild á næsta ári. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Bjarki Pétursson, GB og Haraldur Franklín Magnús, GR unnu sína leiki. Yngsti liðsmaður karlalandsliðsins, Gísli Sveinbergsson, GK náði hálfu stigi í sínum leik. Andri Þór Björnsson, GR varð að sætta sig við tap í dag. Til þess að sjá nánar hvernig einstakir leikir fóru SMELLIÐ HÉR:
Íslenska piltalandsliðið tapaði g. Frökkum
Íslenska piltalandsliðið tapaði leik sínum gegn Frökkum 3/2 í annari umferð í holukeppninni á Evrópumóti piltalandsliða sem fram fer í Noregi. „Við töpuðum 3-2 fyrir Frökkum, seinasti leikurinn fór i bráðabana! So close en strákarnir flottir.“ sagði Úlfar Jónsson. Íslenska liðið mætir Belgum á morgun í leik um 11. sætið. Kristófer Orri Þórðarson, GKG tapaði 3/2. Aron Júlíusson, GKG sigraði örugglega sinn leik 6/4. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG sigraði sinn leik eftir bráðabana. Fannar Ingi Steingrímsson GHG, tapaði eftir bráðabana. Henning Darri Þórðarson, GK tapaði 4/3. Til þess að skða stöðuna SMELLIÐ HÉR:
Íslenska kvennalandsliðið tapaði f. Hollend- ingum – Signý og Sunna unnu sína leiki!!!
Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við tap gegn sterku lið Hollands á Evrópumóti kvennalandsliða sem leikið er í Slóvakíu. „Í dag lékum við gegn Hollandi og töpuðum öðrum leiknum í röð 3-2 eftir bráðamana í síðasta leik á 19 holu. Stelpurnar eru búnar að standa sig eins og hetjur í mótinu og hafa sýnt baráttu og að þær séu að bæta sig á alþjóðavettvangi. Það hrikalega svekkjandi að tapa tvo daga í röð þar sem sigurinn hafði getað fallið okkar megin„. sagði Brynjar Eldon Geirsson eftir leikinn í dag. Svona fóru leikirnir: Berglind Björndóttir, GR og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR töpuðu sínum leik 6/5. Sunna Víðisdóttir, GR, vann sinn leik Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ísak Jasonarson – 11. júlí 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Ísak Jasonarson. Ísak er fæddur 11. júlí 1995 og á því 19 ára afmæli í dag!!! Ísak er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er jafnframt í Golfklúbbi Öndverðarness. Hann spilar á Eimskipsmótaröðinni. Afmælisdaginn verður Ísak við keppni í Meistaramóti Keilis. Komast má á facebooksíðu Ísaks til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ísak Jasonarson (19 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Martin Wiegele, 11. júlí 1978 (36 ára – Hann er Austurríkismaður á Evróputúrnum); Laura Cabanillas, 11. júlí 1981 (33 ára); Sean M. O’Hair, 11. júlí 1982 (32 ára); Linnea Torsson, 11. júlí 1984 (30 ára) sænsk – spilar Lesa meira
GSÍ: Íslandsmót unglinga, 35+ og eldri kylfinga, skráningu lýkur 13. júlí
Dagana 17. – 20. júlí n.k fara fram þrjú Íslandsmót á vegum Golfsambands Íslands auk þess sem fjórða stigamót Áskorendamótaraðarinnar verður leikið á Þverárvelli Fljótshlíð. Enn er hægt að skrá sig til leiks en skráningu á Íslandsmótin lýkur á miðnætti sunnudaginn 13. júlí en skráningu í Áskorendamótaröðina lýkur hinsvegar miðvikudaginn 16. júlí. Icelandair Íslandsmót 35 ára og eldri, Vestmannaeyjavöllur, Golfklúbbur Vestmanneyja, skráning til miðnættis 13. júlí. Icelandair Íslandsmót eldri kylfinga, Korpúlfsstaðavelli, Golfklúbbur Reykjavíkur, skráning til miðnættis 13. júlí. Íslandsbankamótaröðin unglinga- Íslandsmótið í höggleik, Strandarvöllur, Golfklúbbur Hellu, skráning til miðnættis 13. júlí. Áskorendamótaröð Íslandsbanka, Þverárvöllur, Golfklúbburinn Þverá hellishólum, skráning til miðnættis 16. júlí.
LET Access: Valdís Þóra 1 höggi frá að ná niðurskurði
Valdís Þóra Jónsdóttir , GL, tók þátt í Pilsen Golf Challenge í Tékklandi, en mótið er á LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra lék á samtals 6 yfir pari, 148 höggum (71 77) og var aðeins 1 höggi frá því að komast í gegnum niðurskurð. Niðurskurður miðaðist við 5 yfir par. Í efsta sæti eftir 3 hringi er Melody Bourdy systir franska kylfingsins Grégory Bourdy, en systkinin leika bæði á Evrópumótaröðum. Næsta LET Access mót Valdísar Þóru er eftir viku. Til þess að sjá stöðuna í Pilsen Golf Challenge SMELLIÐ HÉR:
Champions Tour: Monty efstur e. 1. dag á US Senior Open
Colin Montgomerie (Monty) lýsti því yfir fyrir US Senior Open risamótið á bandarísku PGA Öldungamótaröðinni að hann teldi Bernhard Langer líklegastan sigurvegara mótsins. Eitthvað verður Monty að endurskoða þessa afstöðu sína. Hann sjálfur er í forystu eftir 18 holur, lék á 6 undir pari, 65 höggum á Oak Tree National þar sem mótið fer fram. Monty fékk fugla á 14.-16. holu, en hann hóf leik á 10. teig og var á 33 höggum seinni 9. Hann var síðan með fugla á 6.-8 á fyrri 9 og átti fínan hring þrátt fyrir óþægilegan hita og raka. „Þetta var lykillinn að hringnum, fuglarnir 3 í röð á fyrri 9 þ.e. seinni 9 hjá Lesa meira
PGA: Hápunktar 1. dags á John Deere Classic
Það eru þeir Brian Harman, Zach Johnson og Rory Sabbatini, sem leiða eftir 1. dag á John Deere Classic á TPC Deere Run golfvellinum í Illinois í Bandaríkjunum, en mótið er mót vikunnar á PGA Tour. Allir spiluðu þeir á glæsilegum 63 höggum, líkt og Golf 1 greindi frá í gær og enginn sem náði að fara fram úr þeim eða jafna við þá. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR:
„Afsakaðu elskan… en ég er farinn… til að spila í Opna breska“
Indverski kylfingurinn Anirban Lahiri fékk 2. boð sitt á ferlinum til að spila í Opna breska. Tilkynningin um það kom nokkuð óvænt en Lahiri var á brúðkaupsferðalagi á Madagaskar, nýkvæntur og aðeins búinn að eyða 2 dögum á hitabeltiseyjunni með sinni heittelskuðu. Nr. 85 á heimslistanum, þ.e. Lahiri hikaði ekki andartak eftir að boðið kom og dreif sig á mótsstað, Royal Liverpool til æfinga. „Ég vil spila afslappað í næstu viku en líf mitt hefir verið stressað frá giftingunni (seint í maí) og það hafa verið allskonar útréttingar í hausnum á mér eins og að fá vegabrefsáritun, gistingu og bókun flugs, sagði Lahiri í viðtali við blaðamann Asíutúrsins. „Ég er Lesa meira










