GK: Axel og Tinna klúbbmeistarar 2014 – Úrslit
Meistaramóti Keilis 2014 lauk í gærkvöldi með verðlaunaafhendingu. 340 Keilisfélagar tóku þátt í Meistaramótinu og var byrjað sunnudaginn 06. júlí og lauk því nú 12. júli 2014. Veðrið var mjög misjafnt þessa vikuna. Þeir sem spiluðu fyrri part vikunnar fengu ágætis veður á meðan þeir sem spiluðu seinni part vikunnar fengu heldur risjótt veður. Hvaleyrarvöllur er farin að líta mjög vel út og sérstaklega eru seinni níu holurnar í frábæru standi. Axel Bóasson sigraði í meistaraflokki karla á 285 höggum (76-68-73-68) og í meistaraflokki kvenna sigraði Tinna Jóhannsdóttir á 311 höggum (80-82-71-78). Þau eru klúbbmeistarar Keilis 2014. Helstu úrslit í öðrum flokkum var eftirfarandi: Meistaraflokkur karla (11): 1 Axel Lesa meira
Íslenska piltalandsliðið í 11. sæti á EM
Íslenska piltalandsliðið hafnaði í 11. sæti á EM piltalandsliða. Það var Henning Darri Þórðarson, GK, sem hélt þessu spennandi í dag í leiknum gegn Belgum, sem Íslendingar unnu 3-2. Það var þó tæpt því sigur vannst ekki hjá Henning Darra fyrr en á 19. holu með fugli! Glæsilegur árangur hjá Henning Darra og piltunum! Sjá má úrslit einstakra leikja með því að SMELLA HÉR:
Íslenska kvennalandsliðið tapaði 3,5-1.5 g. Austurríki – Sunna með eina vinning Íslands
Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir liði Austurríkis á EM kvenna 3,5-1,5 í dag. Sunna Víðisdóttir, GR var með eina sigur Íslands í viðureign sinni gegn Nadine Dreher sem Sunna vann 2&1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR skyldi jöfn í sinni viðureign við Michaelu Gaspi-Mayr, en Ólafía er búin að spila best allra í íslenska kvennalandsliðinu. Aðrir leikir töpuðust. Sjá má úrslit einstakra leikja með því að SMELLA HÉR:
Íslenska karlalandsliðið á EM tapaði stórt fyrir Finnum – 5-0
Íslenska karlalandsliðið tapaði öllum leikjum sínum í dag fyrir liði heimamanna, Finna á EM. Keppt er á Linna golfvellinum í Finnlandi, sem er staðsettur um 100 km frá Helsinki rétt utan við bæinn, Hämeenlinna. Hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um mótið og sker keppenda má finna með því að SMELLA HÉR: Leikirnir fóru á eftirfarandi máta: Albert Eckhardt og Erik Myllymäki unnu Ragnar Má Garðarsson og Andra Þór Björnsson í fjórmenningnum 3&1 Linus Väisänen vann Gísla Sveinbergsson 4&3 Lauri Ruuska vann Bjarka Pétursson 6&5 Miki Kuronen vann Guðmund Ágúst Kristjánsson 2&1 Kristian Kulokorpi vann Harald Franklín Magnús 6&4.
Afmæliskylfingur dagsins: Inbee Park ——— 12. júlí 2014 – efst á Opna breska f. lokahringinn
Afmæliskylfingur dagsins er Inbee Park (kóreanska: 박인비, Hanja: 朴仁妃) Hún er fædd 12. júlí 1988 og á því 26 ára afmæli í dag. Park hélt upp á afmælisdag sinn með því að ná 1. sætinu á Ricoh Opna breska kvenrisamótinu fyrir lokadag mótsins. Hún er samtals búin að spila á 4 undir pari, 212 höggum og er með þær Shanshan Feng og Suzann Pettersen á hælunum, sem báðar eru á samtals 3 undir pari. Sjá má stöðuna á mótinu með því að SMELLA HÉR: Inbee sigraði á 3 af 5 risamótum ársins 2013 og átti möguleika á „Grand Slam“ í kvennagolfinu og var fyrir ári fylgst með henni af spennu, en þá fór allt Lesa meira
Evróputúrinn: Rory nær sér á strik á 3. hring Opna skoska
Rory McIlroy náði sér aðeins á strik í dag á Opna skoska eftir hræðilegan hring í gær upp á 78 högg sem kom honum úr 1. sætinu sem hann var í eftir 1. dag (eftir að hafa verið með frábært skor upp á 64) í 34. sætið. Eftir daginn í dag fer Rory aftur upp skortöfluna eftir hring upp á 68, en gríðarleg sveifla milli hringja hjá honum (í dag: 10 högga). Samtals er Rory búinn að spila á 3 undir pari, 210 höggum (64 78 68) og enn ekki öll nótt úti enn. Rásfélagar Rory í dag voru Robert Karlsson (sem var með hring upp á 67) og Pablo Larrazabal Lesa meira
Champions Tour: Monty enn í forystu e. 2. dag
Colin Montgomerie (Monty) heldur forystu sinni eftir 2. dag á US Senion Open risamótinu á bandarísku PGA öldungamótaröðinni. Monty er samtals búinn að spila á samtals 6 undir pari, 136 höggum (65 71). Á hæla honum aðeins 1 höggi á eftir á samtals 5 undir pari, 137 höggum (69 68) er Scott Dunlap. Bernhard Langer og Gene Sauers deila síðan 3. sætinu enn öðru höggi á eftir. Vijay Singh er í 9. sæti á samtals 2 undir pari. Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði voru Mark Calcavecchia, Scott Verplank, Tom Pernice og Frank Esposito. Til þess að sjá stöðuna á US Senior Open SMELLIÐ HÉR:
PGA: McGirt og Johnson efstir í hálfleik á John Deere Classic – Hápunktar 2. dags
William McGirt og Zach Johnson eru efstir og jafnir eftir 2. keppnisdag á John Deere Classic, á TPC Deere Run í Illinois, í Bandaríkjunum. Báðir eru þeir McGirt og Johnson búnir að spila á samtals 12 undir pari, 130 höggum, hvor; McGirt (64 66) og Zach Johnson (63 67). Þrír kylfingar eru höggi á eftir þeim, þ.e. samtals á 11 undir pari, en það eru þeir Steven Bowditch, Johnson Wagner og Brian Harman. Í 6. sæti á samtals 9 undir pari , hver, eru þeir Steve Stricker, Todd Hamilton, Ryan Moore og Rory Sabbatini. Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess Lesa meira
GÖ: Opna Biotherm kvennamótið á morgun sunnudaginn 13. júlí
Opna Biotherm kvennamótið verður haldið sunnudaginn 13.júlí 2014. Skráning er hafin á golf.is eða með því að SMELLA HÉR: Mótið er punktakeppni Keppt er í tveimur forgjafarflokkum, 0-17,9 og 18-36 en hámarksforgjöf er 28. Glæsileg verðlaun: Teiggjöf. Þrenn verðlaun í hvorum flokki. Nándarverðlaun á öllum 5 par 3 brautum. Dregið úr skorkortum í lokin (aðeins viðstaddir fá verðlaun). Keppnisgjald kr 4.500 Einungis þeir sem hafa löglega EGA forgjöf geta unnið til verðlauna.
Mo Martin efst á Opna breska e. 2. dag
Það er bandaríska stúlkan Mo Martin sem leiðir eftir 2. dag Ricoh Opna breska kvenrisamótsins. Martin hefir 3 högga forystu á þá sem næst kemur, Beatriz Recari frá Spáni. Martin er búin að spila á samtals 6 undir pari, 138 höggum (69 69) en Recari á 141 höggi (74 67). Nokkrar góðar komust ekki í gegnum niðurskurð þ.á.m. Michelle Wie og Sandra Gal. Til þess að sjá stöðuna á Opna breska kvenrisamótinu eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:










