Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 09:00

Azinger: Golf Tiger hefir versnað við sveiflubreytingar hans

Paul Azinger sagði á blaðamannafundi  ESPN í gær, sem haldinn var í tengslum við Opna breska, að sér sýndist sem golfleikur Tiger hafi versnað vegna allra sveiflubreytinganna, sem hann hefir gert. Azinger hefir sigrað á PGA Championship risamótinu (1993), er fyrrum Ryder bikars fyrirliði Bandaríkjanna og lék m.a. með Tiger í einni Ryder bikarskeppni, en er nú golfskýrandi fyrir ESPN. Alls hefir Tiger gert fjórar meiriháttar sveiflubreytingar með 3 ólíkum sveifluþjálfurum á ferli sínum, í hvert sinn með það að markmiði að verða betri. Tiger hefir tilkynnt um  þátttöku  í Opna breska, sem fram fer 17.-20. júlí n.k. en þetta er fyrsta risamótið sem hann tekur þátt í frá því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 07:30

GA: Lárus Ingi og Ólavía Klara Akureyrarmeistarar 14 ára og yngri

Þriðjudaginn 8. júlí 2014 lauk Akureyrarmóti hjá krökkum 14 ára og yngri. Stóðu krakkarnir sig virkilega vel og spiluðu glæsilegt golf. Akureyrarmeistari stúlkna 14 ára og yngri er Ólavía Klara Einarsdóttir og Akureyrarmeistari stráka 14 ára og yngri er Lárus Ingi Antonsson. Golf 1 óskar þeim og krökkunum, sem tóku þátt í mótinu til hamingju með flott spil og flottan árangur!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 20:45

Moe hefði orðið 85 í dag!

Murray Irwin „Moe“ Norman, fæddist 10. júlí 1929 og  dó saddur lífdaga 4. september 2004. Moe hefði orðið 85 ára í dag! En hver er Moe Norman? Hvað vita íslenskir kylfingar um þennan kanadíska snilling golfíþróttarinnar? Golf 1 hefir reynt að halda minningu Moe á lofti og má hér rifja upp líf þessa einstaka manns með því að skoða eldri greinar Golf 1 um Moe. Smellið á tenglana hér að neðan: MOE NORMAN NR. 1 MOE NORMAN NR. 2 MOE NORMAN NR. 3 MOE NORMAN NR. 4 MOE NORMAN NR. 5 MOE NORMAN NR. 6 MOE NORMAN NR. 7 MOE NORMAN NR. 8

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 20:15

PGA: Harman, Johnson og Sabbatini taka forystu á John Deere Classic snemma dags

Zach Johnson, Brian Harman og Rory Sabbatini hafa tekið forystu á móti vikunnar á PGA Tour, John Deere Classic, sem hófst í dag. Allir léku þeir á 8 undir pari, 63 höggum. Til þess að fylgjast með stöðunni á John Deere ClassicSMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Margeir Ingi Rúnarsson – 10. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Margeir Ingi Rúnarsson. Margeir Ingi er fæddur 10. júlí 1994 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Margeir Ingi er í Golfklúbbnum Vestarr á Grundarfirði og er góður kylfingur. Hann varð m.a. klúbbmeistari GMS 2012 og varð í 2. sæti á meistaramótinu, sem hanntók þátt í 2013! Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan… Margeir Ingi Rúnarsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Murray Irwin „Moe“ Norman, f. 10. júlí 1929 –  d. 4. september 2004 (hefði orðið 85 ára í dag!;   Scott Michael McCarron, 10. júlí 1965 (49 ára) ….. og ……   Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 19:45

Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag á Opna skoska

Rory McIlroy átti glæsilega byrjun á Opna skoska, lék á 7 undir pari, 64 höggum! Hann er í efsta sæti á Royal Aberdeen golfvellinum þar sem mótið fer fram en fast á hæla honum eru Ricardo Gonzales og Svíinn Kristoffer Broberg. Broberg og Gonzales eru búnir að spila á 6 undir pari, 65 höggum, hvor. Í 5. sæti enn öðru höggi á eftir er hópur 4 kylfinga: Luke Donald, Richard Bland og heimamennirnir Marc Warren og David Drysdale. Einn í 4. sæti á 5 undir pari, 66 höggum er Michael Hoey. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Opna skoska eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 19:00

Piltalandsliðið lagði Íra

Piltalandsliðið í golfi hafði betur í holukeppni við Íra með 3,5 vinningum gegn 1,5. Virkilega vel gert hjá piltunum okkar. „Við unnum magnaðan sigur á Írum i æsispennandi leik, 3,5-1,5!  Ekki á hverjum degi sem við vinnum Íra“ sagði Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari.  „Strákarnir voru frábærir og sýndu mikinn baráttuvilja, en þetta hefði getað farið a hvorn veg, en við vorum sterkari á lokasprettinum.“ „Sigurinn þýðir að við erum þegar búnir að tryggja sæti okkar i EM lokakeppninni a næsta ári sem er mikið afrek að mínu mati. Á morgun mætum við Frökkum sem urðu Evrópumeistarar i fyrra. Nú hlöðum við batteríin fyrir morgundaginn og komum vel stemmdir til leiks á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 18:00

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Dönum – Haraldur Franklín náði eina vinningi Íslands!

Íslenska karlalandsliðið tapaði í dag í fyrstu umferð í holukeppninnar á EM í leik sínum gegn frændum okkar Dönum. Leikurinn endaði þannig að Ísland fékk einn vinning gegn 4 vinningum Dana. Hetja Íslendinga þ.e. á sem landaði eina sigri Íslands var Haraldur Franklín Magnús, GR en hann átti eina holu á Danann Nicolai Kristensen. Sjá má hvernig einstakir aðrir leikir fóru með því að SMELLA HÉR:  Aðrir leikir á EM karlalandsliða fóru eftirfarandi: Riðill A England g. Sviss 6-1 Írland g. Þýskalandi 4-3 Skotland g. Svíþjóð 4-3 Spánn g. Frakklandi 4-3 Riðill B Ítalía-Portúgal 5-1 Holland – Finnland 3 1/2 – 1 1/2 Belgía – Austurríki 3 -2 Danmörk – Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 17:00

Tap hjá íslenska kvennalandsliðinu g. Wales

Íslenska kvennalandsliðið tapaði naumlega fyrir landsliði Wales með 3 vinningum gegn 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR vann sinn leik 3/2. Sunna Víðisdóttir, GR tapaði sínum leik naumlega í bráðabana á 19 holu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir , GK, tapaði sínum leik eins og Signý Arnórsdóttir, GK 3/2. Þær stöllur Berglind Björnsdóttir, GR og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR unnu svo fjórmenninginn 2/1. Sjá má stöðuna á EM kvennalandsliða með því að  SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 12:00

GHH: Óli Kristján klúbbmeistari Golfklúbbs Hafnar í Hornafirði

Dagana 4.-6. júlí 2014 fór fram meistaramót Golfklúbbs Hafnar í Hornafirði á Silfurnesvelli. Þátttakendur voru 12 og aðeins keppt í 1 karlaflokki – engin keppni í kvenna eða unglingaflokki og er það miður. Klúbbmeistari GHH árið 2014 er Óli Kristján Benediktsson. Heildarúrslit í Meistaramóti GHH 2014 eru eftirfarandi: 1 Óli Kristján Benediktsson GHH 7 F 40 41 81 11 81 78 81 240 30 2 Magnús Sigurður Jónasson GHH 12 F 44 43 87 17 80 87 87 254 44 3 Guðmundur Kristján Guðmundsson GHH 9 F 45 41 86 16 93 86 86 265 55 4 Guðmundur Borgar GHH 11 F 48 43 91 21 88 90 91 269 Lesa meira