Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 18:30

Íslenska karlalandsliðið sigraði Austurríki! Bjarki, Guðmundur Ágúst og Haraldur unnu leiki sína!

Íslenska karlalandsliðið sigraði Austurríki með 3,5 vinningum gegn 1,5 í annari umferð holukeppninar á EM í Finnlandi sem var að ljúka rétt í þessu.

Ísland mun því mætir Finnum á morgun í leik um að halda sætinu fyrir Evrópumótið á næsta ári í Halmstad Svíþjóð.

Liðið sem tapar leikur í annarri deild á næsta ári.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Bjarki Pétursson, GB og Haraldur Franklín Magnús, GR unnu sína leiki.

Yngsti liðsmaður karlalandsliðsins, Gísli Sveinbergsson, GK náði hálfu stigi í sínum leik.

Andri Þór Björnsson, GR varð að sætta sig við tap í dag.

Til þess að sjá nánar hvernig einstakir leikir fóru SMELLIÐ HÉR: