Signý Arnórsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 17:00

Íslenska kvennalandsliðið tapaði f. Hollend- ingum – Signý og Sunna unnu sína leiki!!!

Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við tap gegn sterku lið Hollands á Evrópumóti kvennalandsliða sem leikið er í Slóvakíu.

Í dag lékum við gegn Hollandi og töpuðum öðrum leiknum í röð 3-2 eftir bráðamana í síðasta leik á 19 holu. Stelpurnar eru búnar að standa sig eins og hetjur í mótinu og hafa sýnt baráttu og að þær séu að bæta sig á alþjóðavettvangi. Það hrikalega svekkjandi að tapa tvo daga í röð þar sem sigurinn hafði getað fallið okkar megin„. sagði Brynjar Eldon Geirsson eftir leikinn í dag.

Svona fóru leikirnir:

Berglind Björndóttir, GR og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR töpuðu sínum leik 6/5.

Sunna Víðisdóttir, GR, vann sinn leik 3/2.

Signý Arnórsdóttir, GK hafði betur og vann öruggan sigur 6/4.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR tapaði sínum leik á 14 holu, 5/4.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK varð að sætta sig við tap eftir eina holu í bráðabana.

Sjá má leiki dagsins með því að  SMELLA HÉR: