Mo Martin sigraði á Opna breska
Það var bandaríski kylfingurinn Mo Martin, 31 árs, sem stóð uppi sem sigurvegari á Ricoh Opna breska kvenrisamótinu í dag á Royal Birkdale. Hún átti frábært högg inn á 18. flöt, högg sem hún hélt fyrst að væri of stutt en síðan of langt, þar til henni var ljóst hversu fullkomið högg hún hafði slegið. Hún hafði sett boltann 2 metra frá pinna; og hún kláraði með að fá örn og engin sem gat náð henni eftir það! „Ég heyrði boltann hitta pinnann héðan af brautinni og það var gaman,“ sagði Mo. En einhvern veginn trúði hún því ekki að hún hefði sigrað á risamóti „ég held að einhver verði Lesa meira
Nadia Forde talar um samband sitt við Rory
Írska módelið, Nadia Forde, hefir í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um hversu vænt henni þyki um Rory eftir að þau sáust yfirgefa bar saman kl. 3 eftir miðnætti fyrir viku síðan. Það er sagt henni að þakka að Rory sést aftur ofarlega á skortöflum helstu golfmóta heims; hún hafi góð áhrif á hann. Forde sagði um Rory: „Ég hitti hann í gegnum sameiginlega vini okkar. Hann er yndislegur og mér þykir vænt um hann.“ Nokkrum dögum eftir að Rory skemmti sér með Forde og fleiri vinum, var hann upp á sitt besta á Opna skoska; hóf leikinn á 64 höggum!… þó honum hafi ekki tekist að klára. „Aðalatriðið með Lesa meira
Evróputúrinn: Rose sigraði á Opna skoska
Justin Rose sigraði í dag á Opna skoska, á Royal Aberdeen golfvellinum. Hann lék á samtals 16 undir pari, 268 höggum (69 68 66 65). Í 2. sæti varð sænski frændi okkar Kristoffer Broberg 2 höggum á eftir, á samtals 14 undir pari, 270 höggum (65 71 68 66). Í 3. sæti varð síðan heimamaðurinn Marc Warren á samtals 11 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokadagsins á Opna skoska SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ian Stanley Palmer – 13. júlí 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Ian Stanley Palmer, frá Suður-Afríku. Hann er fæddur 13. júlí 1957 og á því 57 ára afmæli í dag. Palmer gerðist atvinnumaður í golfi 1981 og hefir síðan þá bæði sigraði á Sólskinstúrnum þ.e. 3 sinnum og á Evróputúrnum, tvisvar. Í Suður-Afríku er hann í hinum fræga golfklúbbi Bloemfontein. Hann kvæntist konu sinni Louise 1987 og eiga þau tvö börn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sóley Elíasdóttir Sumarlína Ehf (85 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli Lesa meira
GOS: Hlynur Geir og Alexandra Eir klúbbmeistarar 3. árið í röð!
Meistaramót Golfklúbbs Selfoss fór fram dagana 8.-12. júlí 2014. Klúbbmeistarar 3. árið í röð eru þau Hlynur Geir Hjartarson og Alexandra Eir Grétarsdóttir. Þátttakendur í meistaramótinu í ár voru 71. Helstu úrslit í meistaramóti GOS 2014 eru eftirfarandi: Meistaraflokkur (5): 1 Hlynur Geir Hjartarson GOS -2 F 36 35 71 1 73 78 70 71 292 12 2 Jón Ingi Grímsson GOS 1 F 37 32 69 -1 76 80 73 69 298 18 3 Bergur Sverrisson GOS 2 F 39 36 75 5 73 81 72 75 301 21 4 Gunnar Marel Einarsson GHG 2 F 38 37 75 5 72 82 75 75 304 24 5 Hjörtur Levi Lesa meira
GSG: Hulda Björg og Þór klúbbmeistarar 2014!
Meistarmót Golfklúbbs Sandgerðis (GSG) fór fram dagana 9. -12. júlí 2014. Klúbbmeistarar GSG árið 2014 eru Hulda Björg Birgisdóttir og Þór Ríkharðsson. Þátttakendur í meistaramótinu í ár voru 47. Helstu úrslit í öllum flokkum eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla (8): 1 Þór Ríkharðsson GSG 1 F 33 39 72 0 76 79 76 72 303 15 2 Pétur Þór Jaidee GSG 0 F 38 41 79 7 71 78 75 79 303 15 3 Svavar Grétarsson – -3 F 37 38 75 3 77 80 73 75 305 17 4 Hlynur Jóhannsson GSG 3 F 42 40 82 10 75 76 80 82 313 25 5 Óskar Marinó Jónsson GSG 4 Lesa meira
GS: Karen og Guðmundur Rúnar vörðu titla sína! – Úrslit
Meistaramóti GS 2014 er nú lokið og ljóst er að Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Karen Guðnadóttir vörðu bæði titla sína, en þau eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja afmælisárið 2014! Í meistaraflokki kvenna var titillinn reyndar aldrei í hættu því Karen var ein í baráttunni þar. Í meistaraflokki karla vann Guðmundur Rúnar með fjórum höggum, en næstur var Sigurður Jónsson á +11 yfir og því næst Bjarni Sigþór Sigurðsson á +12. Þátttakendur í meistararmóti GS í ár voru tæp 100 talsins. Helstu úrslit í öllum flokkum má sjá hér að neðan: 1. flokkur kvenna (2) 1 Helga Sveinsdóttir GS 16 F 48 47 95 23 107 97 95 95 394 106 2 Lesa meira
GA: Ævarr Freyr og Stefanía Kristín Akureyrarmeistarar 2014!
Akureyrarmóti, meistaramóti Golfklúbbs Akureyrar lauk í gær 12. júlí 2014. Þátttakendur í ár voru um 160 manns. Akureyrarmeistarar 2014 eru Ævarr Freyr Birgisson og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir. Ævarr Freyr lék Jaðarinn á samtals 304 höggum (74 76 76 78) en Stefanía Kristín á 331 höggi (83 83 82 83). Helstu úrslit úr Akureyrarmóti 2014 eru eftirfarandi: Næstur holu á 4. braut á föstudeginum Andri Geir Viðarsson Næstur holu á 18. braut á föstudeginum Ófeigur Arnar Marinósson Næstur holu á 4. braut í gær (laugardaginn 12. júlí) Ævarr Freyr Birgisson Næstur holu á 18. braut í gær (laugardaginn 12. júlí) Valur Sæmundsson Hnátur 12 ára og yngri: 1 Tinna Klemenzdóttir GA Lesa meira
GKG: Hólmfríður og Emil Þór meistaramæðgin! – Úrslit
Í gær lauk meistaramóti Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Þátttakendur í ár voru næstum 370 manns. Klúbbmeistarar GKG 2014 eru Emil Þór Ragnarsson og Ingunn Einarsdóttir. Sigurskor Emils Þórs voru 287 högg (75 72 69 71) og sigurskor Ingunnar 329 högg (83 83 81 82). Þess mætti geta að klúbbmeistari kvenna í GKG er „andlit Eimskipsmótaraðarinnar 2014″ sbr. með því að SMELLA HÉR: Nokkuð sérstakt er að meistarar í meistaraflokki karla, Emil Þór og í 1. flokki kvenna, Hólmfríður Einarsdóttir, eru mæðgin. Þau eru sannkölluð meistaramæðgin því á s.l. ári, 2013, urðu þau Hólmfríður og Emil Þór klúbbmeistarar Golfklúbbsins Úthlíðar. Helstu úrslit í öllum flokkum í meistaramóti GKG 2014 eru eftirfarandi: Lesa meira
GR: Ragnhildur og Stefán Þór klúbbmeistarar 2014 – Úrslit
Meistaramóti Golfklúbbs Reykjavíkur 2014 lauk í gær, 12. júlí 2014. Alls tóku 526 félagsmenn þátt í mótinu þetta árið. Mótið hófst sunnudaginn 6. júlí. Hjá þeim flokkum sem spiluðu þrjá daga var veðrið með besta móti. Sjá úrslitafrétt Golf1.is úr 3. daga Meistaramóti GR með því að SMELLA HÉR: Aftur á móti verður ekki sama sagt um um þá flokka sem hófu leik miðvikudaginn 9. júlí. Rok og mikil úrkoma var þá daga og frekar erfiðar aðstæður hjá þeim flokkum. Mikil barátta var í öllum flokkum og mikil spenna á lokadeginum. Klúbbmeistarar GR 2014 eru þau Stefán Þór Bogason og Ragnhildur Sigurðardóttir. Stefán Þór er að vinna sinn fyrsta titil Lesa meira










