Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2014 | 12:00

PGA: McGirt og Johnson efstir í hálfleik á John Deere Classic – Hápunktar 2. dags

William McGirt og Zach Johnson eru efstir og jafnir eftir 2. keppnisdag á John Deere Classic, á TPC Deere Run í Illinois, í Bandaríkjunum.

Báðir eru þeir McGirt og Johnson búnir að spila á samtals 12 undir pari, 130 höggum, hvor; McGirt (64 66) og Zach Johnson (63 67).

Þrír kylfingar eru höggi á eftir þeim, þ.e. samtals á 11 undir pari, en það eru þeir Steven Bowditch, Johnson Wagner og Brian Harman.

Í 6. sæti á samtals 9 undir pari , hver, eru þeir Steve Stricker, Todd Hamilton, Ryan Moore og Rory Sabbatini.

Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: