Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2014 | 19:00

Mo Martin sigraði á Opna breska

Það var bandaríski kylfingurinn Mo Martin, 31 árs, sem stóð uppi sem sigurvegari á Ricoh Opna breska kvenrisamótinu í dag á Royal Birkdale.

Hún átti frábært högg inn á 18. flöt, högg sem hún hélt fyrst að væri of stutt en síðan of langt, þar til henni var ljóst hversu fullkomið högg hún hafði slegið.

Hún hafði sett boltann 2 metra frá pinna; og hún kláraði með að fá örn og engin sem gat náð henni eftir það!

„Ég heyrði boltann hitta pinnann héðan af brautinni og það var gaman,“ sagði Mo.  En einhvern veginn trúði hún því ekki að hún hefði sigrað á risamóti „ég held að einhver verði að klípa mig“ sagði hún og var að reyna að átta sig á því að þetta væri virkilega raunverulegt!

Mo var sú eina með heildarskor undir pari, en hún lék samtals á 1 undir pari, 287 höggum (69 69 77 72).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir voru norska frænka okkar Suzann Pettersen og kínverska stúlkan Shanshan Feng, en báðar spiluðu á samtals pari.

Í 4. sæti var loks Inbee Park, sem leiddi fyrir lokahringinn,  á samtals 1 yfir pari, eftir slakan lokahring upp á 77 högg!

Sjá má lokastöðuna á Ricoh Opna breska kvenrisamótinu með því að SMELLA HÉR: