Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2014 | 10:00

GHG: Gott framtak!

Hole in One innanfélagsmótaröð Golfklúbbs Hveragerðis (GHG) hófst í maí sl.

Golfklúbburinn ákvað að öll innkoma á fyrsta innanfélagsmótinu í Hole in One mótaröð klúbbsins í júní yrði til styrktar Aroni Eðvarð Björnssyni og foreldrum hans vegna veikinda drengsins.

Aron Eðvarð er með sjúkdóm sem heitir short gut bowel syndrome eða stuttar garnir. Sjúkdómurinn gerir það að verkum að hann getur ekki nýtt næringu úr mat eins og við hin. Hann fær næringu í æð daglega og sjá foreldrar hans alfarið um meðferð litla guttans.

Eftir innanfélagsmót GHG 16. júlí s.l. afhenti gjaldkeri klúbbsins styrkinn til Björns Arons, sem er  klúbbfélagi í GHG, en hann er faðir Arons (sjá mynd).

Gott framtak hjá GHG!!!

 Golf 1 óskar fjölskyldu Arons Eðvarðs alls hins besta í framtíðinni.