Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 21:00

Opna breska 2014: Rory sigurvegari!!! – Hápunktar 4. dags

Rory McIlroy er sigurvegari Opna breska 2014.

Þar með varð Rory 3. yngsti kylfingurinn til þess að sigra á Opna breska, en þeir tveir sem orðið hafa meistarar Opna breska yngri en Rory eru Jack Nicklaus (23 ára) og Tiger Woods (24 ára).

Sigurskor Rory var 17 undir pari, 271 högg (66 66 68 71).

Rory átti 2 högg á Rickie Fowler og Sergio Garcia, sem deildu 2. sætinu. Í 4. sæti varð Jim Furyk á samtals 13 undir pari, hvor.

Fimmta sætinu deildu síðan Ástralarnir Adam Scott og Marc Leishman, báðir á samtals 12 undir pari.

Eftir sigurinn sagði Rory m.a.: „Ég hef aftur fundið ástríðu mína fyrir golfi aftur.  Ekki að hún hafi nokkru sinni dvínað, en það (golfið) er það sem ég hugsa um þegar ég vakna á hverjum morgni.  Það (golfið) er það sem ég hugsa um þegar ég fer að sofa.  Ég vil bara verða besti kylfingurinn sem ég get orðið.  Og ég veit að ef ég get gert það, þá eru bikarar eins og þessir innan getumarka minna.“

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna breska 2014 SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta á Opna breska 2014 SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá frétt um sigur Rory á Opna breska 2014 SMELLIÐ HÉR: