Íslandsbankamótaröðin (4): Ingi Rúnar Birgisson Íslandsmeistari í höggleik í strákaflokki!
Nú er nýlokið Íslandsmótinu í höggleik í strákaflokki á Strandarvelli á Hellu. Íslandsmeistari í höggleik í strákaflokki er Ingi Rúnar Birgisson, GKG. Ingi Rúnar lék á samtals 3 yfir pari (74 69) og átti stórglæsilegan lokahring upp á 1 undir pari, þar sem hann fékk 3 fugla (á 6. 10. og 13. braut) og 2 skolla (á 8. og 15. braut). Jafnir í 2. sæti voru Kristófer Karl Karlsson, GKJ og Ingvar Andri Magnússon, GR á 4 yfir pari, 144 höggum; Kristófer Karl (72 72) og Ingvar Andri (75 69) og kom því til bráðabana milli þeirra, þar sem Kristófer Karl bar sigur úr býtum. Úrslit í Íslandsmótinu í höggleik Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Henning Darri Þórðarson – 20. júlí 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Henning Darri Þórðarson. Henning Darri er fæddur 20. júlí 1998 og er því 16 ára í dag!!! Henning Darri er í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði (GK). Hann er nú við keppni á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Strandarvelli á Hellu. Henning Darri sigraði á 1. maí mótinu á Hellu 2012 og spilaði það ár á Unglingamótaröð Arion banka, þar sem hann varð í 1. sæti á 1. mótinu upp á Skaga á glæsiskori 2 undir pari, samtals 142 höggum (72 70), sem var næstbesta skorið í keppninni allri! En Henning Darri lét ekki þar við sitja – hann vann líka í flokki 14 ára og yngri á Þverárvelli á Hellishólum Lesa meira
GHD: Birta Dís og Heiðar Davíð klúbbmeistarar
Meistaramót Golfklúbbsins Hamars á Dalvík (GHD) fór fram dagana 9.-12. júlí s.l. Þátttakendur í ár voru 22. Klúbbmeistarar GHD 2014 eru Birta Dís Jónsdóttir og Heiðar Davíð Bragason. Í mótinu sáust glæsileg skor, en það besta átti klúbbmeistarinn Heiðar Davíð á fyrsta degi, 64 glæsihögg! Arnór Snær Guðmundsson tók þátt fyrstu 2 daga meistaramótsins en hann gat ekki lokið keppni þar sem hann var að fara til keppni í Englandi á The Junior Open. Þeir báðir Heiðar Davíð og Arnór Snær voru á samtals 3 undir pari, sem er glæsilegt heildarskor. Úrslit í meistaramóti GHD 2013 eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1 Arnór Snær Guðmundsson GHD -1 F 37 34 71 Lesa meira
Opna breska 2014: Fowler með erfitt verk fyrir höndum
Fyrir lokahringinn er Rickie Fowler í 2. sæti, 6 höggum á eftir Rory McIlroy og á erfitt verk fyrir höndum í dag – að reyna að vinna upp gott forskot Rory. Fowler er á besta skori bandarísku kylfinganna 56, sem eru langfjölmennasti hópurinn frá einni þjóð sem þátt tekur í mótinu… a.m.k. fyrir lokahringinn. Rickie og Rory hafa oft bitist um sigurinn m.a. mættust þeir m.a. fyrir 7 árum, þá 18 ára í Walker Cup. Þetta er í 2. sinn sem Rickie Fowler er í lokaráshópnum, sem fer út kl. 13:40 í dag og hann vonast auðvitað eftir að geta sett pressu á Rory. „Mér finnst ekki ég vera á Lesa meira
Rory aðdáendur – ekki fagna sigri of snemma … hér eru 5 dæmi um kylfinga sem glutruðu niður forystu á risamóti! Myndskeið
Þó Rory McIlroy sé heilum 6 höggum á undan næsta keppanda, Rickie Fowler fyrir lokahringinn á Opna breska, sem fram fer í dag, þá er það ekki ávísun á sigur hans. Þvert á móti stressið getur verið enn meira ef forskotið er mikið og tilhneiging til að reyna að halda einhverju sem fengið er og það getur farið illa með hvaða keppniskylfing sem er. Hér eru 5 dæmi um kylfinga sem voru að keppa á risamótum og glutruðu niður miklu forskoti sem þeir höfðu: 1. Jean de Velde. Hann var með 3 högga forystu á næstu keppendur FYRIR LOKAHOLUNA á Opna breska á Carnoustie 1999 og er e.t.v. þekktasta dæmið Lesa meira
Opna breska 2014: Lokahringurinn hafinn – Fylgist með á skortöflu hér! – Hápunktar 3. dags
Eftir 2. keppnisdag Opna breska er það enn norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy, sem leiðir nú á 16 undir pari, 200 höggum (66 66 68). Sex höggum á eftir honum í 2. sæti er bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler, á samtals 10 undir pari, 206 höggum. Í þriðja sæti eru Dustin Johnson og Sergio Garcia, báðir á samtals 9 undir pari, hvor og í 5. sæti er síðan Frakkinn Victor Dubuisson. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Opna breska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá rástíma keppenda og skipan þeirra í ráshópa á Opna breska 4. keppnisdag SMELLIÐ HÉR: Til þess að fylgjast með Opna breska á skortöflu SMELLIÐ HÉR:
GKM: Guðbjörg Ásdís og Hinrik Árni klúbbmeistarar 2014 – Úrslit
Meistaramót Golfklúbbs Mývatnssveitar (GKM) fór fram á Krossdalsvelli 8.-9. júlí s.l. Þátttakendur í ár voru 6 talsins. Klúbbmeistarar GKM eru hjónin Guðbjörg Ásdís Ingólfsdóttir og Hinrik Árni Bóasson. Úrslit í meistaramóti GKM 2014 voru eftirfarandi: Kvennaflokkur 1 Guðbjörg Ásdís Ingólfsdóttir GKG 24 F 64 59 123 57 111 123 234 102 Karlaflokkur 1 Hinrik Árni Bóasson GKG 12 F 43 45 88 22 89 88 177 45 2 Kristján Stefánsson GKM 15 F 45 52 97 31 90 97 187 55 3 Ellert Rúnar Finnbogason GKM 34 F 48 56 104 38 105 104 209 77 4 Sigurður Baldursson GKM 27 F 56 58 114 48 118 114 232 100 5 Lesa meira
Íslandsmót eldri kylfinga 2014: Úrslit
Íslandsmóti eldri kylfinga lauk í kvöld á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Leikið var í fjórum flokkum í mótinu, tveimur karla- og tveimur kvennaflokkum með og án forgjafar. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá mótinu með því að SMELLA HÉR: Úrslit voru eftirfarandi og eins er hægt að skoða lokastöðuna með því að SMELLA HÉR: Höggleikur án forgjafar Karlar 55+ 1.sæti Sigurður H Hafsteinsson GR – 151 högg 2.sæti Jón Haukur Guðlaugsson GR – 155 högg 3.sæti Óskar Sæmundsson GR – 156 högg Karlar 70+ 1.sæti Haukur Örn Björnsson GR – 159 högg 2.sæti Guðlaugur Gíslason GK – 169 högg 3.sæti Sigurjón Rafn Gíslason GK – 170 Lesa meira
Íslandsmót eldri kylfinga – 19. júlí 2014 á Korpúlfsstaðavelli – Myndasería
Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (4): Úrslit eftir fyrri dag
Fjórða mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka hófst á Þverárvelli í dag. Aðeins var keppt í 4 aldursflokkum en engir keppendur voru í telpna- og stúlknaflokki. Eftir fyrri dag er Kristófer Tjörvi Einarsson, GV, sem leikur í yngsta aldursflokknum 14 ára og yngri, í efsta sæti, á 79 höggum. Úrslit eftir fyrri dag 4. móts Áskorendamótaraðar Íslandsbanka er eftirfarandi: Strákaflokkur 14 ára og yngri (19): 1 Kristófer Tjörvi Einarsson GV 5 F 41 38 79 8 79 79 8 2 Aron Emil Gunnarsson GOS 14 F 43 39 82 11 82 82 11 3 Ísak Örn Elvarsson GL 13 F 43 46 89 18 89 89 18 4 Steingrímur Daði Kristjánsson GK 18 Lesa meira










