Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2014 | 08:00

Rickie Fowler öruggur í Ryder bikars lið Bandaríkjanna

Eftir frábæran 2. sætis árangur sinn á Opna breska er Rickie Fowler öruggur í Ryder bikars liði Bandaríkjanna, sem keppir á móti liði Evrópu í Gleneagles n.k. september.

Listi þeirra 9 sem hljóta sjálfkrafa sæti í liðinu liggur ekki fyrir fyrr en eftir PGA Championship mótið.   Rickie er hins vegar svo ofarlega á listanum að telja verður hann öruggan í liðið.

Sem stendur lítur liðið svona út en feitletraðir eru þeir 9 kylfingar sem eru öruggir í liðið að svo komnu – hinir  3 eru þeir sem eru næstir inn, en í raun velur fyrirliðinn Tom Watson þá: 

1. Bubba Watson
2. Jimmy Walker
3. Rickie Fowler
4. 
Jim Furyk
5. Dustin Johnson
6. Jordan Spieth
7. Matt Kuchar
8. Jason Dufner
9. Zach Johnson

—————————–
10. Patrick Reed
11. Phil Mickelson
12. Brendon Todd