Þátttakendur í European Young Masters – Fannar Ingi stóð sig best varð í 13. sæti! Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2014 | 21:00

Fannar Ingi stóð sig best af íslensku þátttakendunum og lauk leik í 13. sæti á European Young Masters

Dagana 24.-26. júlí fór fram European Young Masters mótið í Golf Club Hamburg.

Þátttakendur frá Íslandi voru 4: Fannar Ingi Steingrímsson, GHG; Henning Darri Þórðarson, GK; Saga Traustadóttir, GR og Ólöf María Einarsdóttir, GHD.

Fannar Ingi stóð sig best af íslensku þátttakendunum varð í 13. sæti á samtals 6 yfir pari.

Henning Darri varð í 23. sæti á 12 yfir pari  og Saga og Ólöf María í 39. sæti á samtals 23 yfir pari, hvor.

Lokastöðuna hjá stúlkunum má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Lokastöðuna  hjá piltum má sjá með því að  SMELLA HÉR: