Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2014 | 08:30

Champion Tour: Langer sigraði á Senior Open Championship – átti 13 högg á Monty!!!

Það var Bernhard Langer 56 ára sem stóð uppi sem sigurvegari á Senior Open Championship í gær, en mótið fór fram á Royal Porthcawl golfvellinum í Wales.

Langer lék samtals á 18 undir pari, 266 höggum (65 66 68 67) og átti í lokinn 13 högg á Colin Montgomerie (Monty) sem varð í 2. sæti á samtals 5 undir pari, 279 höggum (72 66 72 69).

Yfirburðasigur hjá Langer!!!  Hann virtist hreinlega í allt öðrum klassa en allir hinir í mótinu og þessi 13 högga munur á 1. og 2. sæti er auðvitað met! Það er jafnvel farið að tala um að Langer ætti að fá sæti í Ryder Cup liði Evrópu svo góður var hann!

Þriðja sætinu deildu Barry Lane, Tom Pernice Jnr. og Rick Gibson á samtals 2 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Senior Open Championship SMELLIÐ HÉR: