Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2014 | 14:48

Afmæliskylfingur dagsins: Ben Hogan ———- 13. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er einn besti kylfingur allra tíma, Ben Hogan.  Ben var fæddur 13. ágúst 1912 og hefði átt 102 ára stórafmæli í dag. Ben Hogan dó 25. júlí 1997, 84 ára eða á 85. aldursári. Ben Hogan gerðist atvinnumaður 1930 og hætti keppni 1971 eftir 41 árs farsælan feril. Hann var  einkum þekktur fyrir fallega golfsveiflu sína. Ben Hogan sigraði 68 sinnum á atvinnumannsferli sínum þar af 64 sinnum á PGA Tour og situr í 4. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast á þeirri mótaröð.  Hogan vann 9 risamótstitla á ferli sínum. Hann fékk inngöngu í frægðarhöll kylfinga 1974. Hann vann auk þess til allra helstu verðlauna og viðurkenninga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2014 | 12:00

Tiger ekki áhugaverðasti kylfingurinn

Victor Contreras er golffréttamaður á fréttamiðli sem heitir sacbee.com og er í raun stytting á Sacramento Bee, enda greinarnar oft „stingandi.“ Hér fer grein eftir hann um Tiger Woods í lauslegri þýðingu: „Einu sinn var sá tími þegar  Eldrick Tont “Tiger” Woods var álitinn „Áhugaverðasti maðurinn í golfheiminum.“ Kylfusveinar tippsuðu hann hvenær sem þeir máttu bera poka hans. Golfdómarar báðu hann um ráð þegar þeir felldu dóma sína. Augusta National Golf Club í Georgia var að hugsa um að breyta nafni á árlegu risamóti sínu einfaldlega í: „the Woods.“ Sú goðsögn er í gangi um hann (Tiger) að hann hafi eitt sinn stokkið um borð í skip til Hong Kong Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2014 | 10:00

Velgengni Camillu Lennarth

Sænska kylfingnum Camillu Lennarth hefir gengið einkar vel á árinu. Sjá kynningu Golf 1 á Lennarth með því að SMELLA HÉR:  Hún vann sinn fyrsta sigur á LET í Allianz Ladies Slovak Open presented by RESPECT nú sl. júní og hefir átt tvo topp-10 árangra í þeim 11 mótum sem hún hefir tekið þátt í. Sjá má hvað veldur þessari velgengi Lennarth í skemmtilegu viðtali sem LET tók við hana og sjá má með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2014 | 08:00

GBR: Golfmót með óvenju háum vinningum

Við hjá Golfklúbbi Brautarholts viljum vekja athygli á tveimur mótum sem við ætlum að halda í ágúst með óvenju háum vinningsupphæðum. Opna sendiherramót GBR Laugardaginn 16. ágúst nk. verður Opna sendiherramótið haldið, sem er 9 holu mót og er ferðavinningur upp á kr. 400.000 í verðlaunfyrir 1. sæti. Mótið er tilvalið fyrir hópa til að senda einn sendiherra fyrir sig í mótið og freista þess að krækja í veglegan ferðavinning fyrir hópinn. Þeir sem greiða mótsgjald fá 30% afslátt á allt að 5 golfhringi, sem nýta má fyrir mót t.d. til að halda keppni um hver verður sendiherra hópsins eða þá eftir mót. Opna golfhópamót GBR 29. og 30. ágúst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2014 | 16:30

Tvít milli Rory og Rickie

Eftir sigur Rory á PGA Championship áttu sér stað eftirfarandi Twitter samskipti milli Rory og Rickie Fowler: Rickie: Congrats to @McIlroyRory on some great golf as of late…let’s keep having fun with it! (Til hamingju Rory McIlroy fyrir frábært golf ….. höldum áfram að skemmta okkur! Rory:   your day is coming… And very soon! Great fight out there, let’s hope for many more battles in the future! (Þinn dagur mun koma … og það fljótt! Frábær barátta þarna, vonumst eftir miklu fleiri baráttum í framtíðinni! Rickie: @McIlroyRory thanks man…many more battles for sure…at tourneys and home in Jup…enjoy the week off! (Þakka þér fyrir maður …. það verða örugglega verða miklu fleiri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2014 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Sandholt – 12. ágúst 2014

Það er Gunnar Magnús Sandholt, sem er afmæliskylfingur dagsins. Gunnar er fæddur 12. ágúst 1949 og er  því 65 ára í dag. Gunnar er í Golfklúbbi Sauðárkróks (GSS). Sjá má viðtal, sem tekið var fyrir nokkru við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Larry Ziegler, 12. ágúst 1939 (75 ára)…. og ….. Oddný Sturludóttir (38 ára) Ingunn Steinþórsdóttir (56 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2014 | 14:00

GKG: Daníel Jón sigraði á Bylgjan Open

Dagana 8.-9. ágúst fór fram Bylgjan Open á Leirdalsvelli, golfvelli GKG. Þátttakendur voru 181 og síðan var „skorið“ niður og aðeins u.þ.b. helmingur eða 85 lauk keppni seinni mótsdag. Sá sigraði sem var með samtals hæstan punktafjölda eftir báða keppnisdaga. Sigurvegari Bylgjan Open 2014 var Daníel Jón Helgason, sem voru með 76 punkta samtals (40 36). Nándarverðlaun – Fyrri dagur 2. braut Kristinn Wium GOB 202 cm 4. braut Jón Kristbjörn Jónsson GR 65 cm 9. braut Jón Ingi Jóhannesson GK 260 cm 11.braut  Þorgeir Eyberg GKj 197 cm 13. braut Vignir Hlöðversson GKG 223 cm 17. braut Hörður Olavsson GR 113 cm   Lengsta teighögg – Fyrri dag: Guðni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2014 | 11:00

GO: Skemmtilegasta liðið

Hér á meðfylgjandi mynd má sjá kvennalið Odds í Sveitakeppni GSI 2014, en liðsmenn þeirrar sveitar  segja lið sitt hafi verið það skemmtilegasta í ár. Sveitakeppni GSÍ er frábær og eflaust öll lið á því að þeirra sveit hafi verið skemmtilegust, en gaman að lesa að liðsmenn einstakra sveita hafi skemmt e.t.v. framar öðrum, sérstaklega þegar árangur sveitarinnar var ekki sá sem liðsmenn hennar hefðu óskað sér! Kvennasveit Odds lék í 1. deild kvenna en er fallið í 2. deild eftir að hafa landað 7. sætinu. Með myndinni fylgdi eftirfarandi komment: „Kannski ekki besta liðið (ennþá) en klárlega það skemmtilegasta!“ Á myndinni má sjá þær Ólöfu Agnesi Arnarsdóttur, Etnu Sigurðardóttur, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2014 | 10:00

Sveitakeppni GSÍ: Sveit GB í 3. sæti í 1. deild karla

Á klúbbsíðu GB gefur að finna eftirfarandi, fína frásögn af ferð sveitar GB á Hólmsvöll í Leiru og sigurinn þar, en sveitin komst á verðlaunapall – hlaut 3. sætið, sem var einkar glæsilegt! „Golfklúbbur Borganess gerði góða ferð suður með sjó á sveitakeppni GSÍ 1. deild, nýliðna helgi. Í fyrsta leik mættu okkar menn Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) með Íslandsmeistarann innanborðs. Þar vann Bjarki sinn leik en aðri leikir töpuðust eftir harða baráttu. Eftir hádegið á föstudeginum mætti var það Golfklúbbur Reykjavíkur sem voru mótherjarnir. Hlynur Þór og Rafn Stefán náðu fyrsta vinningnum í þessum leik og unnu fjórmenninginn 4/3. Þá vann Sigurþór góðan sigur 6/4. Þá vann Bjarki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2014 | 03:45

Hvað er heitt og hvað afleitt?

Nú í sumar hefir verið í gangi greinarflokkur hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Greinarflokkurinn verður í gangi allt þar til síðustu leikir á Íslandsbankaröðinni hafa verið leiknir fyrstu vikuna í september og hefur síðan aftur göngu sína á næsta sumri 2015, þegar mótaraðir okkar bestu hefja göngu sína, enda greinarröðinni ótrúlega vel tekið. Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en Lesa meira