Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2014 | 11:00

GO: Skemmtilegasta liðið

Hér á meðfylgjandi mynd má sjá kvennalið Odds í Sveitakeppni GSI 2014, en liðsmenn þeirrar sveitar  segja lið sitt hafi verið það skemmtilegasta í ár.

Sveitakeppni GSÍ er frábær og eflaust öll lið á því að þeirra sveit hafi verið skemmtilegust, en gaman að lesa að liðsmenn einstakra sveita hafi skemmt e.t.v. framar öðrum, sérstaklega þegar árangur sveitarinnar var ekki sá sem liðsmenn hennar hefðu óskað sér!

Kvennasveit Odds lék í 1. deild kvenna en er fallið í 2. deild eftir að hafa landað 7. sætinu.

Með myndinni fylgdi eftirfarandi komment: „Kannski ekki besta liðið (ennþá) en klárlega það skemmtilegasta!“

Á myndinni má sjá þær Ólöfu Agnesi Arnarsdóttur, Etnu Sigurðardóttur, Elínu Hrönn Ólafsdóttur, Andreu Ásgreímsdóttur, Kristjönu B. Þorsteinsdóttur, Laufey Sigurðardóttur, Sólveigu Guðmundsdóttur og Auði Skúladóttur.