Frægir kylfingar: Robin Williams allur – Minning
„O’Captain, My Captain… „ „Seize the day. Because believe it or not, each and every one of us in this room is one day going to stop breathing, turn cold and die.“ Dead Poets Society Sjá líka með því að SMELLA HÉR: Einn fremsti grínleikari og uppistandari okkar tíma, Robin Williams, 63 ára, fannst látinn í íbúð sinni í Kaliforníu. Talið er að hann hafi framið sjálfsmorð, en hann hafði verið að kljást við þunglyndi undanfarið. Robin var fæddur 21. júlí 1951 og lést í gær 11. ágúst 2014. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við „Good Morning Vietnam“; „Dead Poets Society“; „The Fisher King“; „Good Lesa meira
GHV: Gunnar Egill Þórisson klúbbmeistari 2014
Það eru frábærar fréttir að Goflklúbburinn Hvammur (GHV)í Grenivík hélt meistaramót s.l. laugardag 8. ágúst 2014, en hann hélt ekki meistaramót á síðasta ári. Þátttakendur voru 4, en því miður enginn kvenkylfingur þar á meðal. Leiknar voru 18 holur. Klúbbmeistari GHV árið 2014 er Gunnar Egill Þórisson. Úrslit urðu eftirfarandi: 1 Gunnar Egill Þórisson GHV 15 F 47 48 95 27 95 95 27 2 Jón Helgi Pétursson GHV 11 F 48 51 99 31 99 99 31 3 Albert Jaran Gunnarsson GHV 24 F 56 52 108 40 108 108 40 4 Guðjón Ágúst GHV 24 F 60 68 128 60 128 128 60
Hver er Alexandra Browne í golfinu?
Aðdáendur Rickie Fowler kveikja örugglega strax á Alexöndru en hún er kærastan hans til rúmra 4 ára, en þau byrjuðu saman í apríl 2010. En hver er annars þessi Alexandra Browne? Hún er 23 ára, fædd í Jupiter, Flórída. Hún er alls ekki óvön að vera á, reyndar eiga næstum heima á golfvelli því pabbi hennar er PGA atvinnumaðurinn Olin Browne, sem nú spilar Champions Tour og mamma hennar er þekktur lögfræðingur í Flórída, Pamela Browne. Alexandra á einnig bróður, Olin Browne yngri, sem einnig er atvinnumaður í golfi. Alexandra útskrifaðist 18 ára úr menntaskóla í Flórída, 2008 og tveimur árum síðar var hún byrjuð að deita Rickie. Eftir menntsskóla fór Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (6): Næsta mót verður um næstu helgi – skráningarfrestur framlengdur
Um næstu helgi fer fram á Garðavelli Akranesi sjötta mót Eimskipsmótaraðarinnar, en mótið er það næst síðasta á þessu ári. Mótstjórn hefur ákveðið að framlengja skráningarfrestinn, enda misstu margir kylfingar af skráningu vegna þátttöku í sveitarkeppnum GSÍ . Kylfingar eru hvattir til að skrá sig í mótið og minnir GSÍ á að Garðavöllur er í frábæru standi og sannarlega tilbúinn til að taka á móti bestu kylfingum landsins. Hægt er að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Rögnvaldur Magnússon – 11. ágúst 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Rögnvaldur Magnússon. Rögnvaldur er fæddur 11. ágúst 1984 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Hann var í Golfklúbbi Bolungarvíkur (GBO), en er nú í næsta bæ við, GO, þar sem hann varð m.a. klúbbmeistari 2013. Rögnvaldi hefir gengið vel á ýmsum opnum mótum, sigraði m.a. Opna Afmælismót GVS á glæsilegum 69 höggum, 5. maí 2012 og tók m.a. þátt í sveitakeppni GSÍ fyrir GO, nú um helgina. Rögnvaldur er útskrifaður PGA golfkennari. Rögnvaldur er trúlofaður Birnu Pálsdóttur og á dótturina Elínbetu Líf. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Rögnvaldur Magnússon (30 ára stórafmæli – Innilega Lesa meira
Ásgerður sigraði í Læknar á Íslandi mótinu
Föstudaginn s.l. 8. ágúst 2014 fór fram lokaða boðsmótið Læknar á Íslandi, en þátttakendur voru allt læknar á Íslandi. Alls tóku 29 læknar þátt – þar af 5 kvenkylfingslæknar sem er 100% meiri þátttaka kvenkylfingslækna en á mótinu, sem fram fór í júní fyrr á árinu og er það glæsilegt!!!! Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og leikið á leikvangi Íslandsmótsins í höggleik í ár: Leirdalsvelli hjá GKG. Það sem var enn glæsilegra var að Ásgerður Sverrisdóttir GR, sigraði í mótinu – var með 38 punkta!!! Úrslit í Læknar á Íslandi urðu eftirfarandi: 1 Ásgerður Sverrisdóttir GR 7 F 18 20 38 38 38 2 Guðjón Birgisson GR 12 F 19 18 Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Rory á PGA Championship?
Rory McIlroy sigraði á PGA Championship 2014 risamótinu, eins og flestir golfáhugamenn vita. Eftirfarandi var í sigurpoka hans: Dræver: Nike VRS Covert 2.0 Tour (Mitsubishi Kuro Kage XTS 70x), 8.5° 3-tré: Nike VRS Covert 2.0, 15° 5-tré: Nike VRS Covert, 19° Járn (4-9): Nike VR Pro Blade; (PW): Nike VR Forged Fleygjárn: Nike VR Forged (52°, 56 og 59°) Pútter: Nike Method 006 Bolti: Nike RZN Black.
LPGA: Mirim Lee sigraði á Meijer´s Classic í Michigan
Það var LPGA nýliðinn Mirim Lee sem sigraði á Meijer´s Classic mótinu, sem fram fór nú um helgina á golfvelli Blythefield CC, í Grand Rapids, Michigan. Lee varð að hafa fyrir sigrinum því að loknum hefðbundnum 72 holu leik voru hún og Inbee Park jafnar, höfðu báðar spilað á samtals 14 undir pari, 270 höggum; Mirim Lee (70 64 67 69) og Inbee Park (66 66 68 70). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Mirim betur á 2. holu, en byrjað var að spila 18. holu og síðan 17. holu, sem báðar eru par-4 holur. Á þeirri fyrstu (18. holu) fengu báðar par en á 17. Lesa meira
Rickie Fowler: „Rory er besti kylfingur heims engin spurning“
Þeir sem eru tapsárir í golfi og hegða sér eins og óhemjur þegar eitthvað gengur ekki sem skyldi á golfvellinum ættu að taka sér Rickie Fowler til fyrirmyndar. Fowler er eflaust tapsár, en ber sig eins og sönn hetja og heiðursmaður. Hann deildi 3. sætinu ásamt Henrik Stenson, á PGA Championship 2014. Í viðtali eftir að 3. sætið var í höfn sagði Rickie m.a.: „… Rory er besti kylfingur heims engin spurning.“ „Augljóslega lék Rory frábærlega þessa vikuna og hann hefir unnið verðskuldaða sigra í þessum síðustu 3 mótum.“ „En ég ætla að sjá til hvort mér tekst ekki að stela einum [risamóts] sigri af honum á einhverjum punkti.“ Rickie Lesa meira
GO: Liverpool Open fór fram um helgina
Laugardaginn 9. ágúst fór fram hið árlega stuðningsmannamót Liverpool á Urriðavelli. Að þessu sinni voru 109 sem luku keppni, þar af 11 konur. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf. Allir keppendur fengu veglegar teiggjafir og m.a. var ferðavinningur dreginn úr skorkortum og glæsileg grillveisla að loknu móti. Sá sem sigraði í mótinu var Pétur Kjartan Kristinsson, en hann var með hvorki fleiri né færri en 50 punkta. Í 2. sæti varð Salmann Héðinn Árnason, GKG með 40 pkt. (þar af 19 á seinni 9) og í 3. sæti og best af konunum stóð sig Steinunn Þorkelsdóttir, GKJ fékk 40 pkt. (þar af 17 á seinni 9). Úrlsit í Liverpool Open 2014 Lesa meira










