„Gullkistuvíkin“ par-3 5. brautin á Brautarholtsvelli – ein besta par-3 hola á Norðurlöndum skv. „The Finest“ og völlurinn í 40. sæti skv. hinu virta Golf Digest!!!. Brautarholtið er í uppáhaldi hjá Huldu Clöru. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2014 | 08:00

GBR: Golfmót með óvenju háum vinningum

Við hjá Golfklúbbi Brautarholts viljum vekja athygli á tveimur mótum sem við ætlum að halda í ágúst með óvenju háum vinningsupphæðum.

Opna sendiherramót GBR
Laugardaginn 16. ágúst nk. verður Opna sendiherramótið haldið, sem er 9 holu mót og er ferðavinningur upp á kr. 400.000 í verðlaunfyrir 1. sæti. Mótið er tilvalið fyrir hópa til að senda einn sendiherra fyrir sig í mótið og freista þess að krækja í veglegan ferðavinning fyrir hópinn. Þeir sem greiða mótsgjald fá 30% afslátt á allt að 5 golfhringi, sem nýta má fyrir mót t.d. til að halda keppni um hver verður sendiherra hópsins eða þá eftir mót.

Opna golfhópamót GBR
29. og 30. ágúst verður síðan 2ja daga golfhópa mót þar sem fyrsti vinningur er ferðavinningur upp á kr. 800.000.