Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2014 | 14:00

GS: Karen kylfingur ársins 2014!

Karen Guðnadóttir var kjörinn kylfingur ársins hjá Golfklúbbi Suðurnesja á aðallfundi 8. desember 2014, en hún átti frábært keppnistímabil og endaði sem stigameistari GSÍ árið 2014. Karen varð m.a. klúbbmeistari kvenna í GS 2014. Á Eimskipsmótaröðinni í ár (2014) byrjaði Karen vel á heimavelli sínum, Hólmsvelli í Leiru en hún varð í 3. sæti í kvennaflokki, í því úrhelli sem mótið fór fram í; lék samtals á 24 yfir pari (82 77 81). Á 2. mótinu (Gullmótinu) á Hellu varð Karen í 3.-7. sæti á samtals 16 yfir pari. Á 3. mótinu í Borgarnesi (Símamótinu) varð Karen í 7. sæti og í 4. mótinu sem var Íslandsmótið í holukeppni og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2014 | 12:00

GS: Jóhann Páll Kristbjörnsson nýr formaður

Á heimasíðu GS má lesa eftirfarandi frétt um aðalfund Golfklúbbs Suðurnesja (GS):  Þrátt fyrir afleitt veður var ágætis mæting á aðalfund GS sem haldinn var í golfskálanum í Leiru 8. desember 2014. Dagskrá fundarins var með hefðbundnu sniði, Júlíus Jónsson var kosinn fundarstjóri og stýrði hann fundinum örugglega. Formaður GS, Friðjón Einarsson, las skýrslu formanns og fór yfir það sem hæst hafði borið á árinu. Þá fór framkvæmdastjóri GS, Gunnar Þór Jóhannsson, yfir ársreikninginn og var hann samþykktur. Golfklúbbur Suðurnesja kom nánast út á sléttu á árinu sem er ánægjulegt í ljósi þess hve afleitt tímabilið var veðurfarslega. Nýr formaður og nýtt fólk í stjórn Friðjón Einarsson lætur af störfum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2014 | 10:00

Evróputúrinn: Jason Palmer chippar með 1 hendi – Myndskeið

Jason Palmer er ekki þekkt nafn þó Palmer-eftirnafnið hafi lengi verið viðloðandi golfið vegna einnar golfgoðsagnarinnar Arnold Palmer. Það eru þó engir skyldleikar með Arnold og Jason. Jason Palmer hefir verið að spila á Áskorendamótaröð Evrópu en fær að spila á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Það sem er sérstakt við Jason Palmer er að hann chippar með einni hendi. Sjá má myndskeið af Jason Palmer að chippa með því að SMELLA HÉR:     

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2014 | 08:00

GK: Arnar endurkjörinn formaður – Guðbjörg Erna og Daði í varastjórn

60 félagar mættu á aðalfund Keilis sem haldin var í gærkvöldi í golfskálanum. Már Sveinbjörnsson stýrði fundinum af röggsemi, helstu rekstrarniðurstöður voru: Félögum fækkaði á milli ára um 40. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 22.4 m.kr og hagnaður ársins nam 17.8 m.kr. Mikill árangur hefur náðst í lækkun langtímaskulda klúbbsins enn þegar þær stóðu hæðst voru langtímaskuldir 165 milljónir árið 2009, en eftir rekstrarárið 2014 standa þær í 43 milljónum. Hér má sjá skýrslu stjórnar og ársreikninga fyrir árið 2014. Stjórn Keilis var eftirfarandi kjörin fyrir árið 2015: Formaður: Arnar Atlason Aðalstjórn, til tveggja ára: Guðmundur Óskarsson og Ellý Erlingsdóttir Aðalstjórn til eins árs: Davíð Arnar Þórsson og Sveinn Sigurbergsson  Varastjórn: Guðbjörg Erna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2014 | 18:00

LPGA: Laetitia Beck fyrsti ísraelski kylfingurinn á LPGA

Laetitia Beck frá Caesarea, Ísreal, varð ásamt 6 öðrum stúlkum í 18. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og varð því að koma til 7 stúlkna bráðabana um 3 síðustu sætin, sem hlutu fullan keppnisrétt. Beck varð ein af þeim heppnu og er auk þess fyrsta ísraelska stúlkan til þess að keppa á LPGA. „Ég reyndi að vera ekki að setja neina pressu á sjálfa mig,“ sagði Beck. „Þegar ég var á fyrstu holu bráðabanans spurði ég dómarann hvort, ef ég hlytu aðeins spilarétt að hluta, hvort ég yrði ekki álitin LPGA leikmaður og hann sagði jú þannig að það hjálpaði mér aðeins.  Ég var alls ekki eins stressuð og ég hélt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kinga Korpak og Þórhildur Freysdóttir – 9. desember 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru Þórhildur Freysdóttir og  Kinga Korpak. Þórhildur er fædd 9. desember 1954 og á því 60 ára stórafmæli í dag.  Komast má inn á facebook síðu Þórhildar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið! Þórhildur Freysdóttir · 60 ára Kinga er fædd 9. desember 2003 og því 11 ára afmæli í dag. Hún er þrátt fyrir ungan aldur einn af afrekskylfingum GS og hefir spilað og staðið sig framúrskarandi vel á Íslandsbankamótaröðinni s.l. sumar. Þannig var  Kinga oft á sigurpalli þó hún hafi, eins og svo oft áður, verið að spila við sér miklu eldri stelpur. Í ár varð Kinga þannig Íslandsmeistari í holukeppni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2014 | 02:00

LPGA: 45 hljóta kortið eftirsótta e. lokaúrtökumót

Það voru 45 stúlkur sem hlutu spilarétt á sterkustu kvenmótaröð heims, LPGA, þar af fengu 20 fullan spilarétt og aðrar 25 takmarkaðan. Golf1 verður líkt og undanfarin ár með kynningar á stúlkunum 45. Þetta voru eftirfarandi stúlkur: 1 Alison Lee (-10) 1 Minjee Lee (-10) T3 Ariya Jutanugarn (-9) T3 Maria Hernandez (-9) 5 Ryann O’Toole (-8) T6 Sei Young Kim (-7) T6 Simin Feng (-7) T6 Ha Na Jang (-7) T9 Nannette Hill (-6) T9 Kelly Shon (-6) T11 Cheyenne Woods (-5) T11 Therese Koelbaek (-5) T11 Perrine Delacour (-5) T11 SooBin Kim (-5) T11 Sakura Yokomine (-5) T11 Sophia Popov (-5) T11 Ju Young Park (-5) T18 Laetitia Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2014 | 01:04

GA: Úlfar og Birgir Leifur heimsóttu unga afrekskylfinga norðanlands

Þeir Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur og Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari voru í heimsókn í Golfhöllinni frá kl. 16:30-19:00 í Golfhöllinni á Akureyri. Krakkar og unglingar í GA voru sérstaklega hvött til að koma í heimsókn, hitta þá og eiga við þá spjall… og nýttu flestir afrekskylfingar Norðurlands á Akureyri sér það!  

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 23:30

Fyndið myndskeið á stormasömu mánudagskvöldi

Hér kemur eitt myndskeið af drukknum kylfingi, sem e.t.v. fær einhvern þarna úti til þess að brosa örlítið á þessu stormasömu mánudagskvöldi. Kylfingurinn virðist hafa tekið einhvers konar snúningsáskorun frá vinum sínum á golfvellinum…. með þessum líka kannski fyrirsjáanlegum afleiðingum. Hann dettur á framrúðu golfbíls. Alltaf gaman að einhverju nógu vitlausu! Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 18:38

GK: Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir býður sig fram í stjórn GK

Kæru Keilisfélagar, Ég heiti Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og býð mig fram sem fulltrúa í stjórn Keilis. Ég tel að Klúbburinn hafi verið að gera mjög góða hluti á undanförnum árum og það eru spennandi tímar framundan, ekki síst með breytingum á vellinum og hlakka til að taka þátt þeim. Ég tel mig hafa margt fram að færa, ég spila mikið og víða og endurspegla líklega vel hinn almenna kylfing. Ég byrjaði að dunda mér á Sveinskotsvelli árið 2010 og gekk svo formlega í klúbbinn 2011. Ég kolféll nánast samstundis fyrir golfinu og hef nýtt árgjöldin afskaplega vel frá byrjun. Ég fékk frábærar móttökur sem byrjandi í gegnum kvennastarf klúbbsins og gekk svo Lesa meira