Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 18:35

GK: Daði Janusson býður sig fram í stjórn Golfklúbbsins Keilis

Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis má lesa um framboð Daða Janussonar til stjórnar Keilis. Hér fer framboðsgrein Daða: „Kæru félagar Daði Janusson heiti ég og býð mig fram í stjórn Keilis. Ég fékk mitt fyrsta golfsett fyrir 10 árum síðan og fljótlega eftir það hóf ég að sækja golftíma hjá Keili. Ég er algerlega helbitinn golfari í dag og hef mikinn áhuga á íþróttinni og öllu sem henni tengist. Mig langar að virkja þennan áhuga enn frekar og starfa í þágu Keilis. Golfklúbburinn Keilir stendur á tímamótum. Tekist hefur að sigla í gegnum ólgusjó hrunsins og á stjórn klúbbins undanfarin ár mikið lof skilið fyrir þann árangur. Framundan eru spennandi tímar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 18:30

GK: Aðalfundur á morgun kl. 19:30 í klúbbhúsi Keilis – Kynnið ykkur lagabreytingartillögu

Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi auglýsingu: Þá er komið að árlegum aðalfundi Keilis. En hann fer fram þriðjudaginn 9. desember klukkan 19:30. Dagskráin er samkvæmt lögum félagsins, í ár liggur fyrir fundinum tillaga til lagabreytinga. Stjórn Keilis finnst það nauðsynlegt að aðlaga lög klúbbsins að þeim hætti sem unnið hefur verið eftir síðustu ár. Með því að smella á tillöguna geta félagsmenn skoðað um hvað hún snýst  GK lagabreytingatillaga 19/11/2014 Annars er hér dagskrá fundarins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis 4. Lagabreytingar – stjórnarkjör (tillögur liggja frammi á skrifstofu viku fyrir fund) 5. Stjórnarkosning 6. Kosning endurskoðanda Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Sveinsdóttir – 8. desember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Sveinsdóttir. Ágústa er fædd 8. desember 1954 og á því merkisafmæli í dag.  Ágústa er í Golfklúbbnum Keili, í Hafnarfirði og hefir tekið þátt í ýmsum opnum mótum s.l. sumar og er yfirleitt meðal efstu keppenda.   Sjá má viðtal við Ágústu sem birtist hér á Golf 1 SMELLIÐ HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu til hamingju með daginn hér að neðan: Ágústa Sveinsdóttir (Innilega til hamingju með stórafmælið Ágústa!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Laurie Auchterlonie, f. 8. desember 1868 – d. 20. janúar 1948;  Edward Harvie Ward Jr., (f. 8. desember 1925 – d.4. september 2004  – Einn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 14:42

Valdís Þóra á 76 e. 1. dag í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefir nú lokið keppni á 1. degi á Lalla Aicha Tour School Pre-Qualifying B, sem fram fer á Rauða vellinum í Royal Golf Dar Es Salaam klúbbnum í Marokkó. Valdís Þóra er í ágætis málum, en hún lék 1. hringinn á 3 yfir pari, 76 höggum. Valdís Þóra er á sama skori og sjarmadísin indverska Sharmila Nicollet, Patricia Lobato frá Spáni og áhugamaðurinn austurríski Sarah Schober, sem þykir afar efnileg og er á hraðferð að verða ein helsta stjarna austurrísks kvennagolfs. Sem stendur er Valdís Þóra ásamt ofangreindum 3 kylfingum í 9. sæti, en margar eiga eftir að ljúka keppni og gæti sætistala Valdísar Þóru því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 14:30

Pádraig Harrington sigraði á Indonesian Open í 1. sinn í 4 ár … og fór upp um 111 sæti á heimslistanum!!!

Írski kylfingurinn Pádraig Harrington, 43 ára, vann sinn fyrsta sigur í 4 ár á Indonesian Open. Vegna sigur síns fór Harrington upp um 100 sæti á heimslistanum en hann er nú kominn í 260. sætið, eftir sigur á lokaholunni þegar bolti aðalkeppnautar hans, Thanyakon Khrongpha fór í vatnshindrun. Síðasti sigur Harrington var á Johor Open 2010.  Eftir fremur slælegt gengi á goflmótum síðan þá var hinn þrefaldi risamótsmeistari Harrington dottinn niður í 371. sætið á heimslistanum. Í viðtali við dagblaðið The Dubliner sagði Harrington í gær: „Að sigra er góður vani.  Það gefur manni mikið sjálfsöryggi og ég þarfnaðist þess sjálfsöryggis.  Ég byrjaði ekkert of vel, en hélt út og sigraði.  Þessi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 14:15

Tiger lauk keppni þrátt fyrir flensu og uppköst á lokahring World Golf Challenge – Ætlar að breyta dagskrá sinni 2015

Nú er komin skýring á því af hverju Tiger Woods lék ekki betur en raun bar vitni á World Golf Challenge í Flórída þar sem hann var gestgjafi. Hann var með svæsna flensu, gat varla talað af hæsi við blaðamenn eftir 3. og 4. hring, auk þess sem hann kastaði upp á lokahringnum. En með þeim heraðga sem honum er eiginlegur, brást hann ekki aðdáendum sínum og kláraði mótið. Tiger lék á samtals sléttu pari (77 70 69 og 72) og hafnaði í 17. sæti ásamt Hunter Mahan og lék sífellt betur þrátt fyrir veikindin. Tiger tilkynnti að hann ætlaði að gera nokkrar breytingar á keppnisdagskrá sinni 2015, en helsta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 14:00

Daly vinnur fyrsta mót sitt í áratug

OK, þannig að þetta var bara eitthvað mót í Tyrklandi sem hét Beko Classic …. og sigurtékkinn aðeins upp á 8000 dollara (u.þ.b. 1 milljón íslenskra króna) … en engu að síður …. John Daly er aftur farinn að sigra mót og það eftir áratug af sigurleysi!!! Já þessi John Daly sem síðari ár hefir verið meira þekktur fyrir skrautlegan golffatnað en framúrskarandi spilamennsku í golfi!! Daly hóf keppni á glæsihring, 64 höggum og lauk mótinu á 72 höggum í þessu 54 holu móti sem var haldið af PGA samtökum Evrópu. Síðasti sigur hins tvöfalda risamótsmeistara Daly var á Buick Invitational , árið 2004.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 13:30

Valdís Þóra hefur leik á úrtökumóti fyrir LET í Marokkó í dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur leik í dag í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó í dag. Valdís Þóra hefir verið við æfingar í Bandaríkjunum og eins leikið á mótum LET Access og gengið vel þar. Þátttakendur eru 75 og þegar Valdís Þóra á eftir að spila 3 holur er hún á 3 yfir pari og í 19. sæti Til þess að fylgjast með gengi Valdísar Þóru SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 10:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Richard Sterne (42/50)

Það var Richard Sterne frá Suður-Afríku, sem varð í 9. sæti af þeim 50, sem hlutu kortin sín á PGA Tour eftir lokamótið Web.com Tour Finals, 21. september s.l. Richard Sterne fæddist 27. ágúst 1981 í Pretóríu og er því 33 ára. Sterne var í St Alban’s College á menntaskólaárunum. Hann varð í 2. sæti á  the Boys’ 15-17 Division árið 1999 í World Junior Golf Championships og gerðist atvinnumaður í golfi tveimur árum síðan 2001. Hann var kominn á Áskorendamótaröð Evrópu 2002 og síðan á Evróputúrinn 2003. Sterne vann fyrsta Evrópumótstitil sinn árið 2004 í Open de Madrid. Á Evróputúrnum árið 2007 vann Sterne, the Celtic Manor Wales Open, og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 07:00

GR: Þakklætisvottur fyrir gott samstarf

Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands kom færandi hendi á aðalfund GR sem haldinn var 4. desember s.l.. Hann færði klúbbnum skjöld sem er þakklætisvottur fyrir framkvæmd Íslandsmótsins í golfi 2013. Skildinum, sem er úr graníti, er ætlaður staður á Korpúlfsstaðavelli og mun hann koma til með að geyma söguna um ókomna tíð. „Golfklúbbur Reykjavíkur, forsvarsmenn klúbbsins, starfsfólk, sjálfboðaliðar og félagsmenn lögðust allir á eitt og niðurstaðan varð glæsilegt Íslandsmót í golfi. Allir þessir aðilar mega vera stoltir af þessum árangri, sem um var rætt langt út fyrir veggi klúbbsins.“ sagði Haukur Örn m.a. við þetta tækifæri.