Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2015 | 15:30

Bubba með milljón $ úr

Dýrasti hlutur sem Bubba Watson verður með á Opna breska sem hefst á morgun verður ekki einhver kylfan í poka hans heldur armbandsúr hans. Watson verður með Richard Mille limited edition RM 38-01 úr sem er sérstaklega hannað fyrir Bubba. Úrið sýnir tímann eins og úr gera en einnig er hann með G-skynjara sem mælir G-kraftinn sem framleiddur er í kraftalegri sveiflu Bubba. Flott „touch“ er Masters grænn litur úrsins, sem er auðvitað vegna þess að Bubba hefir tvívegis unnið Masters risamótið. Richard Mille hefir áður hannað svipað úr fyrir tennisstjörnuna Rafael Nadal, en hann er oft með úrið þegar hann spilar.

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2015 | 12:00

GV: Örlygur Helgi og Katrín klúbbmeistarar 2015

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja fór fram dagana 8.-11. júlí 2015. Klúbbmeistarar eru Örlygur Helgi Grímsson, en hann lék Vestmannaeyjavöll á samtals 2 yfir pari og Katrín Harðardóttir, en hún var á 82 yfir pari. Þau endurtóku leikinn frá 2012 og 2013 en þá urðu þau einnig klúbbmeistarar GV. Örlygur varði jafnframt titil sinn frá því í fyrra 2014 en Katrín var ekki klúbbmeistari í fyrra heldur Sara Jóhannsdóttir. Þátttakendur í ár voru 61 þar af 6 kvenkylfingar. Sjá má heildarúrslitin í meistaramótunum hér að neðan:  Meistaraflokkur karla:  1. sæti Örlygur Helgi Grímsson (73 67 72 70) samtals 282 högg 2 yfir pari 2. sæti Jón Valgarð Gústafsson (73 71 75 74) samtals  293 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2015 | 09:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn komst ekki gegnum niðurskurð í Þýskalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Praforst Pro Golf Tour Fulda 2015. Mótið fór fram dagana 10.-12. júlí s.l. Þórður Rafn lék 2 hringi en komst ekki í gegnum niðurskurð og fékk því ekki að leika lokahringinn en í mótinu voru leiknir 3 hringir. Þórður Rafn lék á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (73 73). Til þess að komast í gegnum niðurskurð þurfti að vera á 1 undir pari og var Þórður því 3 höggum frá því að komast í gegn. Það var Þjóðverjinn Martin Keskari, sem sigraði í mótinu og er þetta 2. sigur hans á mótaröðinni í ár. Til þess að sjá lokastöðuna á Praforst mótinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2015 | 08:00

Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur leikur á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, Íslandsmeistari í golfi 2014, hefur keppni á móti á fimmtudaginn á Spáni sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Fred Olsen Challenge mótið fer fram á Kanaríeyjum á La Gomera vellinum. Birgir Leifur er í 107. sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar en hann hefur leikið á fjórum mótum á þessu tímabili. Hann varð áttundi á KPMG mótinu í Hollandi en hann endaði í 58., 42. og 55. sæti Í fyrra fékk Birgir Leifur aðeins tækifæri á einu móti á Áskorendamótaröðinni en árið 2011 lék hann á átta mótum og árið 2006 fékk hann alls 17 mót.

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2015 | 07:00

GSS: Arnar Geir og Árný Lilja klúbbmeistarar 2015

Golfklúbbur Sauðárkróks hélt meistarmót sitt dagana 8.-11.júlí 2015. Klúbbmeistarar urðu þau Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson. Helstu úrslit í hverjum flokki urðu eftirfarandi:  Meistaraflokkur karla: 1. Arnar Geir Hjartarson 312 högg 2. Elvar Ingi Hjartarson 352 högg 3. Jón Þorsteinn Hjartarson 356 högg Meistaraflokkur kvenna: 1. Árný Lilja Árnadóttir 332 högg 2. Sigríður Elín Þórðardóttir 364 högg 3. Dagbjört Hermundsdóttir 375 högg 1.flokkur karla: 1. Einar Einarsson** 358 högg 2. Magnús Gunnar Gunnarsson 358 högg 3. Ásgeir Björgvin Einarsson 359 högg 3.flokkur karla: 1. Guðmundur Helgi Kristjánsson 400 högg 2. Þorvaldur Gröndal 411 högg 3. Guðmundur Ágúst Guðmundsson 434 högg Öldungaflokkur kvenna: 1. Ólöf Hartmannsdóttir 333 högg 2. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2015 | 20:00

GL: Stefán Orri og Arna klúbbmeistarar 2015

Meistaramót GL 2015 var haldið dagana 6. júlí til 11. júlí 2015 á Garðavelli og litla Garðavelli. Kylfingar fengu gott veður alla mótsdagana en fjöldi keppenda var um 130 á öllum aldri. Mótinu lauk með lokahófi hjá börnum og unglingum þriðjudaginn 7. júlí í Golfskálanum Garðavelli og hjá fullorðnum þann 11. júlí í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum. Klúbbmeistarar GL 2015 eru Stefán Orri Ólafsson, sem varði titil sinn frá því í fyrra og í kvennaflokki varð klúbbmeistari Arna Magnúsdóttir. Börn og unglingar spiluðu 6. og 7. júlí og urðu úrslit eftirfarandi: Rauðir teigar stúlkur – 2 x 9 holur Garðavöllur 1.Bára Valdís Ármannsdóttir 2.Kristín Vala Jónsdóttir 3. Anna Þóra Hannesdóttir Grænir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björnsson – 14. júlí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björnsson. Birgir er fæddur Bastilludaginn, 14. júlí 1978 og er því 37 ára í dag!!! Hann er menntaður kylfusmiður og starfar í Hraunkoti í Golfklúbbnum Keili, en Birgir er auk þess feykigóður kylfingur. Hann heldur úti frábærri golfsíðu, Golfkylfur.is sem komast má á með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Birgir Bjornsson (37 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anna Margrét Bjarnadóttir 14. júlí 1941(74 ára); Brynjar Björnsson 14. júlí 1961 (54 árs);  Guðrún Dröfn Emilsdóttir, 14. júlí 1967 (48 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2015 | 14:55

Sigrar Jordan Spieth á Opna breska? … og ef ekki, hver þá?

Nú þegar Opna breska er handan við hornið þá er stóra spurningin hvort Jordan Spieth komi til með að standa aftur uppi sem sigurvegari enn eitt skiptið? Allir bíða svars við því hvort eitthvað sögulegt gerist á því sögulegasta allra risamótanna Opna breska, þ.e tekst Jordan Spieth að sigra á öllum 3 fyrstu risamótunum? Verður það sleggja eins og John Daly sem sigrar líkt og 1995? Ef ekki Spieth þá kannski Tiger, ef ekki hann hver þá? Bandaríska blaðið USA Today hefir tekið saman lista þá sem koma til greina sem sigurvegarar og líkurnar á að þeir sigri, þ.e. sigri Jordan Spieth ekki. Hér má sjá þennan lista USA Today Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2015 | 14:00

Arnold Palmer sendi einkaþotu sína eftir Lauru Davies

Allir kylfingar þekkja golfgoðsögnina Arnold Palmer. Margir þekkja hann vegna þess að hann bjó til alveg hreint æðislegan  drykk, en flestir kannast við Arnie vegna þess að hann er einstaklega geðþekkur og góður náungi. Hann er alveg yndislegur og sannaði það í milljarðasta skipti nú í vikunni þegar hann sendi einkaþotu sína eftir golfdrottningunni Lauru Davies þannig að hún myndi ekki missa af vígsluathöfn sinni í frægðarhöll kylfinga, en beðið hefir verið eftir þeirri athöfn lengi og í raun óskiljanlegt af hverju Davies hlýtur ekki vígslu fyrr en nú. Laura kom til London nú s.l. mánudag eftir að hafa tekið þátt í Opna bandaríska kvenrisamótinu og síðan var flugi hennar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2015 | 12:00

GÍ: Anton Helgi og Anna Guðrún klúbbmeistarar 2015

Meistaramót Golfklúbbs Ísafjarðar fór fram dagana 8.-11. júlí 2015. Keppt var í sex flokkum. Fyrsta, öðrum og þriðja flokki karla. Kvennaflokki, Unglingaflokki og Öldungaflokki. Karlaflokkur keppti i 4 daga, aðrir kepptu í 2 daga. 31 hóf keppni en 29 luku keppni. Klúbbmeistarar GÍ 2015 eru Anton Helgi Guðjónsson og Anna Guðrún Sigurðardóttir. Heildarúrslit í mótinu voru eftirfarandi (þ.e. eftirtaldir luku keppni):  1. flokkur karla 1. sæti  Anton Helgi Guðjónsson ( 71 72 73 76) samtals 292 högg 2. sæti  Einar Gunnlaugsson  (74 75 77 82) samtals 308 högg 3. sæti  Högni Gunnar Pétursson (81 77 78 81) samtals 317 högg 4. sæti  Karl Ingi Vilbergsson (80 77 84 82) samtals 323 högg 5. sæti Lesa meira