GKS: Ingvar og Hulda klúbbmeistarar 2015
Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS) fór fram 6.-11. júlí s.l. Leiknar voru 54 holur, fyrstu 18 holurnar mátti leika frá mánudegi til fimmtudags (6.-9. júlí) , 18 holur voru síðan spilaðar á föstudag (10. júlí) og loka 18. holurnar voru leiknar laugardaginn 11. júlí s.l. Keppnin um efstu sætin var jöfn og spennandi en þeir sem voru í forystu fyrir lokadaginn héldu forystunni til loka móts. Keppnin var þó sérstaklega spennandi í kvennaflokknum þar sem munaði eingöngu 2 höggum á fyrsta og öðru sæti. Klúbbmeistarar GKS 2015 eru Ingvar Hreinsson og Hulda Magnúsardóttir. Heildarúrslit í meistaramóti GKS eru eftirfarandi: 1 flokkur karla: 1. sæti á 247 höggum Ingvar K. Hreinsson 2. sæti Lesa meira
GÓ: Sigurbjörn og Brynja klúbbmeistarar 2015
Meistaramót Golfklúbbs Ólafsfjarðar (GÓ) fór fram dagana 6.-11. júlí 2015. Klúbbmeistarar GÓ 2015 eru Sigurbjörn Þorgeirsson og Brynja Sigurðardóttir. Þátttakendur í ár í meistaramóti GÓ voru 29. Hvergi á landinu er meiri þátttaka kvenkylfinga hlutfallslega í meistaramótum en í ár hjá GÓ!!! Voru kvenþátttakendur í meistaramóti GÓ 14 eða nánast helmingur þátttakenda!!! Sjá má heildarúrslit í meistaramóti GÓ hér að neðan: Meistaraflokkur karla 1. sæti Sigurbjörn Þorgeirsson (64 73 69 73) samtals 279 högg 15 yfir pari 2. sæti Bergur Rúnar Björnsson (70 75 70 72) samtals 287 högg 23 yfir pari 3. sæti Þorgeir Örn Sigurbjörnsson (78 78 77 80) samtals 313 högg 49 yfir pari 4. sæti Þröstur Gunnar Sigvaldason Lesa meira
GG: Helgi Dan og Svanhvít Helga klúbbmeistarar 2015
Veðrið lék við kylfinga GG alla meistaramótsvikuna, barna og unglingaflokkur hóf leik á mánudegi en aðrir hófu leik á miðvikudeginum. Mótið stóð því 6.-11. júlí 2015 Þátttakan var mjög góð, en 74 tóku þátt í meistaramótinu, lokahófið var síðan í golfskálanum á laugardagskvöldinu. Klúbbmeistarar eru þau, Helgi Dan Steinsson í meistaraflokki karla, Svanhvít Helga Hammer í meistaraflokki kvenna og Arnór Tristan Helgason í barna og unglingaflokki. Úrslit eru eftirfarandi: Mfl. karla 1. Helgi Dan Steinsson 283 högg +3 2. Ingvar Guðjónsson 312 högg +32 3. Bergvin Friðberg Ólafarson 317 högg +37 Mfl. kvenna 1. Svanhvít Helga Hammer 258 högg +48 2. Hildur Guðmundsdóttir 276 högg +66 3. Svava Agnarsdóttir 280 Lesa meira
GS: Guðmundur Rúnar og Heiður klúbbmeistarar 2015
Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja fór fram 8.-11. júlí s.l. Þátttakendur voru 106. Klúbbmeistarar GS 2015 eru Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Heiður Björk lék hins vegar . Guðmundur Rúnar lék á samtals 10 yfir pari, 298 höggum (77 75 74 72). Heiður lék hins vegar á samtals 39 yfir pari, 327 höggum (84 80 79 84). Hér má sjá heildarúrslit: Meistaraflokkur karla: 1 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS 0 F 39 33 72 0 77 75 74 72 298 10 2 Sigurður Jónsson GS 1 F 36 38 74 2 74 75 76 74 299 11 3 Kristinn Óskarsson GS 0 F 37 38 75 3 74 79 80 75 308 20 4 Örn Lesa meira
NK: Ólafur Björn og Helga Kristín klúbbmeistarar 2015
Það voru um 200 kylfingar sem tóku þátt í meistaramóti Nesklúbbsins 2015. Mótið var afar vel heppnað í alla staði og lauk með glæsilegu lokahófi þar sem verðlaun voru afhent. Klúbbmeistarar 2015 urðu Ólafur Björn Loftsson og Helga Kristín Einarsdóttir. Auk hefðbundinna verðlauna í öllum flokkum voru verðlaun veitt fyrir bikarkeppni Nesklúbbsins. Bikarmeistari í holukeppni varð Oddur Óli Jónasson og í öðru sæti varð Guðmundur Örn Árnason. Ecco bikarmeistari varð Steinn Baugur Gunnarsson og annar Ástvaldur Jóhannsson. Þá hlaut Ragna Kristín Guðbrandsdóttir háttvísisbikar GSÍ. Hér að neðan má sjá alla verðlaunahafa meistaramóts Nesklúbbsins 2015. Öldungaflokkur kvenna: Staða Kylfingur Hringir Alls H1 H2 H3 Alls Mismunur 1 Rannveig Laxdal Agnarsdóttir 103 Lesa meira
GB: Rafn Stefán og Fjóla klúbbmeistarar 2015
Meistaramót Golfklúbbs Borgarness (GB) fór fram 8.-11. júlí 2015. Klúbbmeistarar GB 2015 eru Rafn Stefán Rafnsson og Fjóla Pétursdóttir Heildarúrslit meistaramóts GB eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla 1 Rafn Stefán Rafnsson GB 1 F 39 38 77 6 82 74 79 77 312 28 2 Hlynur Þór Stefánsson GB 4 F 46 42 88 17 75 77 76 88 316 32 3 Jóhannes Kristján Ármannsson GB 2 F 41 43 84 13 78 81 80 84 323 39 4 Arnór Tumi Finnsson GB 7 F 46 42 88 17 83 81 79 88 331 47 5 Hilmar Þór Hákonarson GB 10 F 43 46 89 18 73 89 89 89 340 Lesa meira
Andrés Már fékk ás!!!
Andrés Már Harðarsson fór holu í höggi á 18.holu Garðavallar 9.júlí og öðrum degi í meistaramóti GL 2015. Átjánda brautin er 120 metra af gulum. Meistaramót GL hófst 8. júlí s.l. og lauk 11.júlí n.k. Um 130 kylfingar á öllum aldri tóku þátt. Golf 1 óskar Andrési Má til hamingju með draumahöggið!
GM: Nína og Davíð Már klúbbmeistarar 2015
Fyrsta Meistaramóti Golfklúbbs Mosfellsbæjar lauk á frábærum Hlíðavelli í blíðskapaveðri flestalla keppnisdaga. Mótið fór vel fram og sáust mörg glæsileg tilþrif á vellinum í Meistaramótsvikunni. Það er alltaf einstök stemming í Meistaramóti og var þetta Meistaramót engin undantekning en afar létt og skemmtilegt andrúmsloft var í klúbbnum á meðan á mótinu stóð. Davíð Már Vilhjálmsson og Nína Björk Geirsdóttir eru klúbbmeistarar GM árið 2015 en þau léku frábært golf í meistaramótinu. Úrslit Meistaramóts GM árið 2015: Meistaraflokkur karla 1. Davíð Már Vilhjálmsson – 292 högg 2. Theodór Emil Karlsson – 295 högg 3. Stefán Þór Hallgrímsson – 300 högg Meistaraflokkur kvenna 1. Nína Björk Geirsdóttir – 309 högg 2. Arna Lesa meira
Mótanefnd frestar móti 35+
Mótanefnd Golfsambands Íslands og mótsstjórn Íslandsmóts +35 hefur ákveðið að fresta Íslandsmóti 35 ár og eldri. Mótið átti að fara á Þorlákshafnarvelli dagana 16. – 18. júlí n.k. Er þetta gert vegna ónógrar þátttöku. Ákvörðun um framhaldið verður tekin síðar.
Afmæliskylfingur dagsins: Ian Stanley Palmer – 13. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Ian Stanley Palmer, frá Suður-Afríku. Hann er fæddur 13. júlí 1957 og á því 58 ára afmæli í dag. Palmer gerðist atvinnumaður í golfi 1981 og hefir síðan þá bæði sigraði á Sólskinstúrnum þ.e. 3 sinnum og á Evróputúrnum, tvisvar. Í Suður-Afríku er hann í hinum fræga golfklúbbi Bloemfontein. Hann kvæntist konu sinni Louise 1987 og eiga þau tvö börn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sumarlína Ehf (86 ára og )Sóley Elíasdóttir, 13. júlí 1967 (48 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið Lesa meira










