Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 07:30

LET Access: Valdís Þóra T-30 og Ólafía Þórunn T-39 e. 1. dag í Belgíu

Þær Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hófu í gær leik á CitizenGuard Letas Trophy. Mótið fer fram í Rinkven golfklúbbnum í, í Gravenwezel, Belgíu. Þær eru báðar í ágætis stöðu eftir 1. dag: Valdís Þóra er T-30 en hún lék á 2 yfir pari, 74 höggum, en Ólafía Þórunn er T-39 búin að leika á 3 yfir pari, 75 höggum. Í efsta sæti e. 1. dag er þýski kylfingurinn Isi Gabsa, en hún lék á 6 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna á CitizenGuard Letas Trophy SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 07:00

Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur á -3 á 1. degi á La Gomera

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í Fred Olsen Challenge de España mótinu á La Gomera á Kanarí-eyjum, en mótið er hluti Áskorendamótaraðar Evrópu. Birgir átti ágætis hring; var á 3 undir pari, 68 höggum. Á hringnum fékk Birgir Leifur 5 fugla en því miður líka slæman skramba. Í efsta sæti, með afgerandi forystu, er Walesverjinn Rhys Davies, sem átti æðislegan hring upp á 11 undir pari, 60 högg. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Fred Olsen mótinu SMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 06:30

DJ efstur e. 1. dag Opna breska – 2. hring frestað

Dustin Johnson (DJ) er efstur eftir 1. keppnisdag Opna breska. Hann lék á glæsilegum 7 undir pari,  65 höggum. DJ hitti m.a. 75% brauta og var í 89% tilfella inni á flöt í tilskyldum höggafjölda. Meðallengd upphafshögga sleggjunnar DJ var 322 yardar eða u.þ.b. 294 metrar. Forysta DJ er naum.  Aðeins 1 höggi á eftir er 6 kappar þeir: Zach Johnson, Robert Streb, Danny Willett, gamla brýnið Retief Goosen, Paul Lawrie og Jason Day. Í öðrum nú 5 manna hópi kylfinga, þar sem m.a. er í Jordan Spieth eru menn 2 höggum á eftir forystumanninum eða á 5 undir pari, 67 höggum. Hinir eru: Jordan Niebrugge, Kevin Na, Charl Schwartzel Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2015 | 18:00

LPGA: Ha Na Yang leiðir e. 1. dag Marathon Classic

Það er Ha Na Jang frá Suður-Kóreu sem leiðir eftir 1. hring Marathon Classic. Jang er búin að spila á 5 undir pari, 66 höggum, en leikið er á golfvelli Highland Meadow golfklúbbsins í Sylvanía, Ohio. 4 deila 4. sætinu á 4 undir pari, hver.  Þetta eru þær Sarah Kemp, Lee-Anne Pace, Nannette Hill og Wei-Ling Hsu. Til þess að sjá stöðuna á Marathon Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Adam Scott ———- 16. júlí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er einn vinsælasti kylfingur a.m.k. meðal kvenþjóðarinnar – maður sem hvað eftir annað hefir verið valinn kynþokkafyllsti kylfingur allra tíma… og sem er þar að auki líka góður kylfingur: Masters risamótsmeistari ársins 2013… ástralski kylfingurinn Adam Derek Scott. Adam fæddist Adelaide í Ástralíu, 16. júlí 1980 og er því 35 ára í dag. Hann býr í Crans-Montana í Sviss. Adam gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og hefir á ferli sínum sigrað 21 sinnum, þ.á.m. 9 sinnum á evrópsku mótaröðinni og 9 sinnum á PGA. Honum tókst loks í ár að rjúfa álögin sem hvílt hafa á áströlskum kylfingum á Masters risamótinu 2013 og VANN!!! Adam er eflaust Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2015 | 13:00

Kona Ben Martin komst að því að „Opna“ er ekki „opinn þ.e. laus frítími“!

Eiginkona Ben Martin komst að því að „Opna“ á dagatalinu heima hjá henni þýðir ekki laus, opinn frítími fjölskyldunnar. Hún rak augun í orðið „Open“ sem maðurinn hennar, PGA Tour kylfingurinn, Ben Martin var búinn að krota á dagatalið og taldi að þetta væri sumarfrí, frítími sem hægt væri að ráðstafa. Hún fór því að skipuleggja brúðkaup systur sinnar á þeim tíma; pantaði hljómsveit, veisluþjónustuna og prestinn og fyrr en varði var búið að bóka daginn í kirkjunni. Úpps…. Þegar Ben Martin kom heim til sín leiðrétti hann misskilninginn þá þegar. „Þetta hljómar ekki eins og góð helgi til þess að giftast á.“ En það var of seint – búið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2015 | 10:00

Mistök af Tiger að taka þátt í Opna breska?

Eru það mistök af Tiger að taka þátt í Opna breska? Það er ýmsum golffréttariturum erlendum sem finnst það sbr. t.a.m. givemesport.com og má sjá þá grein t.d. með því að SMELLA HÉR:  Dave Walton skrifar grein þar sem honum finnst það hreinustu afglöp af Tiger að taka þátt. Vorkennir hann Tiger, sem nú er í 241. sæti heimslistans og finnst hann vera meira kettlingur en tígur. Hann segir m.a. að það séu fáar íþróttagreinar aðrar en golfið sem veita íþróttamanni í 241. sæti heimslistans jafnmikla athygli og við veitum Tiger. Aftur á móti er á það að líta að hann var a.m.k. í 20 ár nánast einráður í íþróttinni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2015 | 09:00

Áskorendamótaröðin: Fylgist með Birgi Leif hér!

Birgir Leifur hefur í dag leik á La Gomera á Kanarí-eyjum. Þar tekur hann þátt í Fred Olsen mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Fylgjast má með gengi Birgis Leifs með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2015 | 07:45

Opna breska hefst í dag

Það risamót sem er elst og á sér flestar hefðir hefst í dag á vöggu golfsins, St. Andrews. Allir helstu kylfingar heims eru meðal þátttakenda. Það sem mest spenna er um í ár er hvort hinum 21 ára Jordan Spieth takist að sigra 3. risatitilinn í röð á sama ári og eigi því sjéns á alslemmu á PGA Championship í næsta mánuði. Það mun reynast honum erfitt því fjöldra frábærra keppenda er í mótinu. Fylgjast má með stöðunni á Opna breska með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2015 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Marcel Siem – 15. júlí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er þýski kylfingurinn Marcel Siem. Hann er  fæddur 15. júlí 1980 og á því 35 ára afmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stephen Dodd, 15. júlí 1966 (49 ára); Carmen Alonso, 15. júlí 1984 (31 árs); Jackie Stoelting, 15. júlí 1986 (29 ára); Óli Kristján Benediktsson, GHH,  15. júlí 1991 (24 ára) Þorvaldur Freyr Friðriksson GR (36 ára) Andy Scheer (46 ára) Stjörnustál Ehf (43 ára) Hrafn Sveinbjarnarson (27 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli Lesa meira