LET Access: Valdís Þóra T-30 og Ólafía Þórunn T-39 e. 1. dag í Belgíu
Þær Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hófu í gær leik á CitizenGuard Letas Trophy. Mótið fer fram í Rinkven golfklúbbnum í, í Gravenwezel, Belgíu. Þær eru báðar í ágætis stöðu eftir 1. dag: Valdís Þóra er T-30 en hún lék á 2 yfir pari, 74 höggum, en Ólafía Þórunn er T-39 búin að leika á 3 yfir pari, 75 höggum. Í efsta sæti e. 1. dag er þýski kylfingurinn Isi Gabsa, en hún lék á 6 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna á CitizenGuard Letas Trophy SMELLIÐ HÉR:
Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur á -3 á 1. degi á La Gomera
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í Fred Olsen Challenge de España mótinu á La Gomera á Kanarí-eyjum, en mótið er hluti Áskorendamótaraðar Evrópu. Birgir átti ágætis hring; var á 3 undir pari, 68 höggum. Á hringnum fékk Birgir Leifur 5 fugla en því miður líka slæman skramba. Í efsta sæti, með afgerandi forystu, er Walesverjinn Rhys Davies, sem átti æðislegan hring upp á 11 undir pari, 60 högg. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Fred Olsen mótinu SMELLIÐ HÉR:
DJ efstur e. 1. dag Opna breska – 2. hring frestað
Dustin Johnson (DJ) er efstur eftir 1. keppnisdag Opna breska. Hann lék á glæsilegum 7 undir pari, 65 höggum. DJ hitti m.a. 75% brauta og var í 89% tilfella inni á flöt í tilskyldum höggafjölda. Meðallengd upphafshögga sleggjunnar DJ var 322 yardar eða u.þ.b. 294 metrar. Forysta DJ er naum. Aðeins 1 höggi á eftir er 6 kappar þeir: Zach Johnson, Robert Streb, Danny Willett, gamla brýnið Retief Goosen, Paul Lawrie og Jason Day. Í öðrum nú 5 manna hópi kylfinga, þar sem m.a. er í Jordan Spieth eru menn 2 höggum á eftir forystumanninum eða á 5 undir pari, 67 höggum. Hinir eru: Jordan Niebrugge, Kevin Na, Charl Schwartzel Lesa meira
LPGA: Ha Na Yang leiðir e. 1. dag Marathon Classic
Það er Ha Na Jang frá Suður-Kóreu sem leiðir eftir 1. hring Marathon Classic. Jang er búin að spila á 5 undir pari, 66 höggum, en leikið er á golfvelli Highland Meadow golfklúbbsins í Sylvanía, Ohio. 4 deila 4. sætinu á 4 undir pari, hver. Þetta eru þær Sarah Kemp, Lee-Anne Pace, Nannette Hill og Wei-Ling Hsu. Til þess að sjá stöðuna á Marathon Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Adam Scott ———- 16. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er einn vinsælasti kylfingur a.m.k. meðal kvenþjóðarinnar – maður sem hvað eftir annað hefir verið valinn kynþokkafyllsti kylfingur allra tíma… og sem er þar að auki líka góður kylfingur: Masters risamótsmeistari ársins 2013… ástralski kylfingurinn Adam Derek Scott. Adam fæddist Adelaide í Ástralíu, 16. júlí 1980 og er því 35 ára í dag. Hann býr í Crans-Montana í Sviss. Adam gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og hefir á ferli sínum sigrað 21 sinnum, þ.á.m. 9 sinnum á evrópsku mótaröðinni og 9 sinnum á PGA. Honum tókst loks í ár að rjúfa álögin sem hvílt hafa á áströlskum kylfingum á Masters risamótinu 2013 og VANN!!! Adam er eflaust Lesa meira
Kona Ben Martin komst að því að „Opna“ er ekki „opinn þ.e. laus frítími“!
Eiginkona Ben Martin komst að því að „Opna“ á dagatalinu heima hjá henni þýðir ekki laus, opinn frítími fjölskyldunnar. Hún rak augun í orðið „Open“ sem maðurinn hennar, PGA Tour kylfingurinn, Ben Martin var búinn að krota á dagatalið og taldi að þetta væri sumarfrí, frítími sem hægt væri að ráðstafa. Hún fór því að skipuleggja brúðkaup systur sinnar á þeim tíma; pantaði hljómsveit, veisluþjónustuna og prestinn og fyrr en varði var búið að bóka daginn í kirkjunni. Úpps…. Þegar Ben Martin kom heim til sín leiðrétti hann misskilninginn þá þegar. „Þetta hljómar ekki eins og góð helgi til þess að giftast á.“ En það var of seint – búið Lesa meira
Mistök af Tiger að taka þátt í Opna breska?
Eru það mistök af Tiger að taka þátt í Opna breska? Það er ýmsum golffréttariturum erlendum sem finnst það sbr. t.a.m. givemesport.com og má sjá þá grein t.d. með því að SMELLA HÉR: Dave Walton skrifar grein þar sem honum finnst það hreinustu afglöp af Tiger að taka þátt. Vorkennir hann Tiger, sem nú er í 241. sæti heimslistans og finnst hann vera meira kettlingur en tígur. Hann segir m.a. að það séu fáar íþróttagreinar aðrar en golfið sem veita íþróttamanni í 241. sæti heimslistans jafnmikla athygli og við veitum Tiger. Aftur á móti er á það að líta að hann var a.m.k. í 20 ár nánast einráður í íþróttinni Lesa meira
Áskorendamótaröðin: Fylgist með Birgi Leif hér!
Birgir Leifur hefur í dag leik á La Gomera á Kanarí-eyjum. Þar tekur hann þátt í Fred Olsen mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Fylgjast má með gengi Birgis Leifs með því að SMELLA HÉR:
Opna breska hefst í dag
Það risamót sem er elst og á sér flestar hefðir hefst í dag á vöggu golfsins, St. Andrews. Allir helstu kylfingar heims eru meðal þátttakenda. Það sem mest spenna er um í ár er hvort hinum 21 ára Jordan Spieth takist að sigra 3. risatitilinn í röð á sama ári og eigi því sjéns á alslemmu á PGA Championship í næsta mánuði. Það mun reynast honum erfitt því fjöldra frábærra keppenda er í mótinu. Fylgjast má með stöðunni á Opna breska með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Marcel Siem – 15. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er þýski kylfingurinn Marcel Siem. Hann er fæddur 15. júlí 1980 og á því 35 ára afmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stephen Dodd, 15. júlí 1966 (49 ára); Carmen Alonso, 15. júlí 1984 (31 árs); Jackie Stoelting, 15. júlí 1986 (29 ára); Óli Kristján Benediktsson, GHH, 15. júlí 1991 (24 ára) Þorvaldur Freyr Friðriksson GR (36 ára) Andy Scheer (46 ára) Stjörnustál Ehf (43 ára) Hrafn Sveinbjarnarson (27 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli Lesa meira










