PGA: Malnati sigraði á Sanderson Farms mótinu
Það var bandaríski kylfingurinn Paul Malnati sem stóð uppi sem sigurvegari á Sanderson Farms mótinu í gær í CC of Jackson í Mississippi. Malnati átti glæsilokahring og tók framúr hinum fjölskipuðu toppsætum á mótinu, með hring upp á 5 undir pari 67 högg, sem dugði til sigurs. Malnati átti 1 högg á hinn verðandi faðir William McGirt og David Toms. Samtals lék Malnati á 18 undir pari, 270 höggum (69 66 68 67). Fjórða sætinu deildu 5 kylfingar m.a. Roberto Castro, sem búinn var að leiða allt mótið en lét rigningaraðstæður að því er virtist fara í taugarnar á sér. Til þess að sjá lokastöðuna á Sanderson Farms mótinu SMELLIÐ HÉR: Lesa meira
Birgir komst örugglega áfram á lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina! – Varð T-8 á 2. stiginu!
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG komst í dag í gegnum 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Birgir lék á 70 höggum í dag eða -1 á Las Colinas vellinum á Spáni. Hann lék alla fjóra hringina undir pari vallar og var samtals á -9 (66-70-69-70) 275 högg. Alls komust 18 kylfingar áfram af þessum velli. Þeir sem voru á -7 höggum eða betra skori eru í þeim hópi. „Það er alltaf sama spennan á þessum mótum. Mér finnst gaman að því að slá góð högg undir pressu – það gerðist á lokahringnum. Þar gekk á ýmsu en ég var mjög öruggur á síðustu holunum og sló góð högg þegar mest á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Stella Steingrímsdóttir – 9. nóvember 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Stella Steingrímsdóttir. Stella er fædd 9. nóvember 1965 og á því stórafmæli í dag!!! Stella er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) og góður kylfingur og golffélagi. Hún er gift Sigurði Halli Sigurðssyni og þau hjón tíðir þátttakendur í golfmótum. Stella sigraði m.a. í hinu vinsæla Golfmóti Soroptimistaklúbbsins 2014 í sínum forgjafaraflokki. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Stellu til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Stella Steingrímsdóttir – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðalstræti Skammtíma Leiguíbúð Ísafirði (83 ára); Tom Weiskopf, 9. nóvember 1942 (73 ára); Signý Ólafsdóttir, 9. nóvember 1957 (58 ára) Karin Mundinger, 9. nóvember Lesa meira
44 fyndnustu augnablik golfsins (39/44)
E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira
PGA: Flores með frábæran örn!
Bandaríski kylfingurinn Martin Flores fékk frábæran örn á par-5 11. brautinni CC og Jackson í Mississippi, þar sem Sanderson Farms PGA mótið fer fram. Örninn kom á 2. hring, en mótið hefir tafist vegna mikilla rigninga og á að reyna að ljúka mótinu, sem stytt hefir verið í 3. hringja mót, í dag. Flores er T-19 í mótinu búinn að spila á 9 undir pari (67 72). Sem stendur er efsti maður mótsins Roberto Castro á samtals 13 undir pari. Sjá má flottan örn Flores með því að SMELLA HÉR:
Sveinn Andri stigameistari stráka á Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015
Það var Sveinn Andri Sigurpálsson, GM, sem varð stigameistari í strákaflokki á Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015 og var heiðraður vegna þessa á Uppskeruhátið GSÍ 28. október 2015. Efstir á stigalista Áskorendamótaraðar Íslandsbanka í strákaflokki urðu eftirfarandi: Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Sveinn Andri Sigurpálsson, GM, 6037.50 stig. 2. Björn Viktor Viktorsson, GL, 5872.50 stig. 3. Bjarni Freyr Valgeirsson, GR, 4882.50 stig. Á 1. mótinu, sem fram fór á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysunni varð Sveinn Andri í 2. sæti en Björn Viktor í 7. sæti og Bjarni Freyr í 5. sæti. Sveinn Andri var ekki með á 2. mótinu, sem fram fór á Svarfhólsvelli á Selfossi, Bjarni Freyr varð í 3. sæti Lesa meira
GSÍ: Frítt SNAG námskeið í boði GSÍ
Námskeið fyrir íþróttakennara og annað áhugafólk um golfkennslu í skólum verður haldið í Vættaskóla í Grafarvogi dagana 12. og 13. nóvember nk. Námskeiðið er í boði Golfsambands Íslands og stendur frá 16-18.30 báða dagana. Leiðbeinandi verður Magnús Birgisson PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi. Skráning og nánari upplýsingar í síma 514-4050 og info@golf.is: Meira um námskeiðið: Kennt er með Starting New At Golf (SNAG) sem er margverðlaunuð leið við golfkennslu og gerir golfkennslu og golfnámið auðveldara og skemmtilegra. SNAG golf er hægt að stunda bæði úti og inni og henta íþróttasalir og skólalóðir einstaklega vel fyrir kennsluna. Hægt er að kenna nemendum á öllum aldri frá ungum börnum til fullorðinna Lesa meira
Champions Tour: Langer vann Schwab Cup í 3. sinn
Þýski golfsnillingurinn Bernhard Langer vann Schwab Cup nú um helgina 3. skiptið, en hann hafði áður unnið bikarinn 2014 og síðan 4 árum áður. Schwab Cup er veittur þeim einstaklingi sem efstur er á stigalista Champions Tour. Á síðasta tímabili var Langer búinn að sigra 5 sinnum á Champions Tour þ.á.m. 2 sinnum á risamóti og erfitt að ímynda sér að hægt væri að toppa þá frammistöðu. En Langer er enn, 58 ára, að setja sér markmið í golfinu og nældi sér í sinn 3. Schwab Cup og $ 1 milljóna tékkann sem honum fylgir. Aðspurður hver markmið hans væru fyrir næsta tímabil svaraði Langer: „Ég hef ekki hugsað um Lesa meira
Thelma Björt stigameistari telpna á Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015
Thelma Björt Jónsdóttir, úr golfklúbbnum Keili var heiðruð á Uppskeruhátíð GSÍ, sem fram fór í Laugardalnum 28. október 2015 s.l. þar sem hún varð stigameistari telpna, 15-16 ára, á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Efstu telpur á stigalista Áskorendamótaraðar Íslandsbanka voru eftirfarandi: Telpnaflokkur, 15-16 ára: 1. Thelma Björt Jónsdóttir, GK, 4500.00 stig. 2. Andrea Nordquist Ragnarsdóttir, GR, 2400.00 stig. 3. Íris Mjöll Jóhannesdóttir, GKG, 1500.00 stig. Thelma Björt sigraði í 3 fyrstu mótum Áskorendamótaraðar Íslandsbanka 2015; þ.e. því fyrsta á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysunni; á 2. mótinu á Svarfhólsvelli á Selfossi og í því 3. á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Á fyrsta móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka, sem fram fór á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysunni sigraði Thelma Björt Jónsdóttir, Lesa meira
Ruud Gullit: „Chelsea er eins og Tiger“
Ruud Gullit hefir líkt hruni enska fótboltaliðsins Chelsea undir Jose Mourinho við fall Tiger Woods í golfinu og segir ensku meistarana hafa misst hræðslufaktor sinn. Menn Mourinho töpuðu sem allir vita, sem fylgjast með enska boltanum, 1-0 fyrir Stoke City á laugardaginn og var þetta 7. ósigur þeirra þetta keppnistímabilið og er Chelsea nú í 16. sæti á stigatöflunni aðeins 3 stigum frá því efsta í 3 botnsætinu eða m.ö.o. í 5. neðsta sætinu. Niðurlægjandi!!! Tiger hefir ekki sigrað á risamóti frá árinu 2008 eða í 7 ár, þó hann hafi unnið 14 risamót og Gullit trúir því að fall hans sé sambærilegt Chelsea á þessu keppnistímabili. „Þetta er eins og hjá Lesa meira










