Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2015 | 07:00

GR: Ragnar Ólafsson og Einar Long sigruðu í Opna Nóvembermótinu

Það er ekki á hverjum degi sem haldið er opið mót hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í nóvembermánuði. Sú varð raunin sunnudaginn 8. nóvember 2015 þegar Opna Nóvembermót GR var haldið á Korpúlfsstaðavelli við frekar blautar aðstæður. Það voru 92 keppendur sem mættu til leiks og höfðu gaman að. Í tilefni dagsins var keppendum boðið upp á kaffi og kleinur. Leikfyrirkomulag mótsins var punktakeppni og höggleikur. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni og tvö efstu sætin í höggleik. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins. Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu GR að Korpúlfsstöðum frá og með deginum í dag, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2015 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Coralie Cicuto —— 8. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Coralie Cicuto. Hún er fædd 8. nóvember 1985 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Coralie með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Coralie til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Coralie Cicuto 30 ans – Profondément heureux anniversaire! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Luisa Hogar Abuelos Marginados Sma (77 ára);  Helgi Snorrason, 8. nóvember 1951 (64 ára); Toshiki Toma, 8. nóvember 1958 (57 ára); Beverly Klass, 8. nóvember 1956 (59 ára); Ágústa Sigurðardóttir, 8. nóvember 1959 (56 ára); Anna Kristín Ásgeirsdóttir, 8. nóvember 1959 (56 ára); Dagný Marín Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2015 | 16:55

44 fyndnustu augnablik golfsins (38/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2015 | 16:45

Steve Williams gæti átt yfir höfði sér málshöfðun af hálfu Tiger vegna nýju bókarinnar

Kylfusveinninn Steve Williams gæti átt yfir höfði sér málshöfðun af hálfu Tiger Woods, vegna samningsbrota en hann var búinn að skrifa undir samning þess efnis að hann myndi ekki greina frá neinu sem fram færi í samskiptum hans og Tigers meðan starfssamband þeirra varði. Williams birti bók í s.l. viku sem ber heitið „Out of the Rough.“ Þar ber Williams Tiger ekki vel söguna segir hann m.a. skapvondann harðstjóra sem hafi farið með sig eins og þræl. Eins er hann æfur yfir að hafa verið skilinn úti í kuldanum meðan kynlífsskandall Tigers var á allra vörum, en hann segir mikið hafa verið kvabbað á sér þann tíma. Williams segist hafa upplýst umboðsmann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2015 | 16:00

Birgir Leifur lék 3. hring á 69!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er í 5. sæti fyrir lokahring úrtökumótsins á Evrópumótaröðina. Hann er samtals búinn að spila á 8 undir pari, 205 höggum (66 70 69) og er í 5. sæti úrtökumótsins. Í dag fékk Birgir Leifur 5 fugla og 3 skolla. Ef fram heldur, sem undanfarna daga má segja að Birgir Leifur sé kominn með stóru tánna áfram á lokastig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina, en 15 efstu af 2. stiginu komast á lokaúrtökumótið – Allur morgundagurinn þó eftir og óskar Golf 1 Birgi Leif alls hins besta! Sjá má stöðuna eftir 3. dag á 2. stigi úrtökumótsins með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2015 | 13:00

LET: Xi Yu Lin sigraði á Sanya Ladies Open

Það var kínverska stúlkan Xi Yu Lin sem sigraði á Sanya Ladies Open. Mótið fór fram 6.-8. nóvember 2015 í Yalong Bay golfklúbbnum í Sayna, Kína og lauk því í dag. Xi Yu Lin lék á samtals 13 undir pari, 203 höggum (70 68 65) og lék sífellt betur. Reyndar voru 3 kínverskar stúlkur sem tylltu sér í efstu sætin, en í 2. sæti varð Jing Yan á samtals 11 undir pari og Shanshan Feng, sem eflaust er best þekkt af þeim 3 varð í 3. sæti á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Sanya Ladies Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2015 | 11:00

Evróputúrinn: Knox með sinn 1. sigur á Evrópumótaröðinni

Skotinn Russell Knox vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni í dag, þegar hann bar sigur úr býtum á HSBC Champions í Shanghaí. Knox lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (67 65 66 68) og átti 2 högg á þann sem varð í 2. sætinu, Bandaríkjamanninn Kevin Kisner, sem var á samtals 18 undir pari. Kisner var búinn að vera í forystu allt mótið. Til þess að sjá hápunkta 4. dags á HSBC Champions SMELLIÐ HÉR:  Til þess ða sjá lokastöðuna á HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2015 | 09:00

LPGA: Sun Ju Ahn sigraði í Japan í bráðabana

Það var suður-kórenaska stúlkan Sun Ju Ahn sem stóð uppi sem sigurvegari í Toto Japan Classic í morgun. Ahn og landa hennar Jee Hee Li og bandaríska stúlkan Angela Stanford voru efstar og jafnar eftir hefðbundnar 72 holur. Það varð því að koma til bráðabana. Ahn sökkti fuglapútti þegar á 1. holu bráðabanans eftir að hafa slegið fullkomið 6u högg og vann þar með fyrsta LPGA sigur sinn. „Ég er mjög ánægð” sagði Ahn. „Ég hélt ekki að ég væri fær um að sigra í mótinu en þetta kom virkilega á óvart og ég er mjög ánægð.“ Þetta er 27. alþjóðlegi sigur Ahn (1 LPGA, 19 JLPGA og 7 KLPGA) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2015 | 07:00

Birgir Leifur T-5 e. 2. dag á Las Colinas

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék 2. hringinn á ágætu skori 70 höggum. Samtals er Birgir Leifur því búinn að spila á 136 höggum 6 undir pari (66 70) og er T-5. Á 2. hringnum fékk Birgir Leifur 5 fugla og 4 skolla. Í efsta sæti e. 2. hring er Englendingurinn Jamie Rutherford á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina á Las Colinas Spáni 2015 SMELLIÐ HÉR. 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2015 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Fyrir nokkru kom út myndskeið með fyrrum Ryder Cup fyrirliða Bandaríkjanna, Tom Lehman, þar sem hann djókar um það hvernig það er að spila golf með konunni í lífi sínu.  Tom Lehman er fæddur 7. mars 1959 og því í fiskamerkinu og alger ljúflingur. Á ferli sínum hefir hann sigrað í 35 alþjóðlegum mótum þar af 9 sinnum á PGA Tour og 1996 á Opna breska. Hann er kvæntur konu sinni Melissu og á með henni 4 börn. Hann segir að það geti verið erfitt að spila golf með konunni sinni eða með hans orðum „tricky“ því maður verði að passa sig hvað maður segi út á velli við hana, Lesa meira