Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2016 | 14:30

Ecco Tour: Axel lauk leik T-30 á NorthSide mótinu!

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði,  lauk leik í dag á NorthSide Charity Challenge, sem er hluti Ecco Tour. Axel lék á samtals 5 undir pari, 211 höggum (69 70 72). Hann varð jafn 3 öðrum í 30. sæti (m.ö.o. T-30) sem teljast verður ágætis árangur. Sigurvegari mótsins varð Oliver Lindell frá Finnlandi en hann lék á samtals 18 undir pari. Sjá má lokastöðuna í NorthSide Charity Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2016 | 12:00

Opna bandaríska 2016: Stenson dregur sig úr móti

Oakmont golfvöllurinn í Pennsylvaníu leikur ýmsa grátt. Síðasta fórnarlambið er Henrik Stenson, nr. 7 á heimslistanum. Honum gekk ágætlega s.l. fimmtudag, lék á 69 höggum. En hins vegar gekk verr í gær.  Stenson var á 10 yfir pari eftir 16 holur þegar hringnum var frestað vegna myrkurs. Og hvað gerir Stenson? Hann bara dró sig úr mótinu. Nennti hann ekki að spila tvær í dag… og komast svo ekki gegnum niðurskurð? Ýmsir voru á því að skapið hefði hlaupið í gönur á skaphundinum Stenson, því hann gaf ekki upp neinar ástæður þess að hann dró sig úr móti…. …. ekki fyrr en seint og síðar meir þá tvítaði Stenson  eftirfarandi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2016 | 07:00

LPGA: Lexi efst í hálfleik á Mejers

Það er bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson, sem er efst eftir 36 holu leik á Mejers LPGA Classic for Simply Give mótinu. Leikið er í Gran Rapids í Michigan. Lexi er búin að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (65 67). Fjórar eru á hæla Lexi aðeins 1 höggi á eftir, en það eru Alena Sharp frá Kanada og 3 suður-kóreanskir kylfingar: Q Baek, So Yeon Ryu og In Gee Chun allar á samtals 9 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á Mejers LPGA Classic for Simply Give SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Mejers LPGA Classic for Simply Give SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2016 | 06:45

Opna bandaríska 2016: DJ og Landry efstir e. 2. dag – ekki tókst að ljúka 2. hring!

Það er DJ m.ö.o. Dustin Johnson sem er efstur e. 2. dag Opna bandaríska, sem fram fer á Oakmont vellinum í Pennsylvaníu. DJ hefir leikið á samtals 4 undir pari (67 69). Mörgum tókst ekki að ljúka leik á 2. hring; t.a.m. er forystumaður 1. dags Andrew Landry ekki einu sinni farinn út, en reynt verður að ljúka 2. hring snemma í dag. Landry deilir samt engu að síður 1. sæti með DJ á 4 undir pari. Einn í 3. sæti er Lee Westwood (Westy) á 3 undir pari en hann er líkt og Landry ekki einu sinni farinn út. Þeir DJ, Westy og Sergio Garcia, sem deilir 4. sæti ásamt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2016 | 06:30

GR: Guðfinnur og Linda Björk sigruðu í hjóna- og parakeppninni 17. júní!!!

Frábær dagur Þjóðhátíðardaginn 17.júní í Grafarholtinu. Þar fór fram hið árlega mót Hjóna og parakeppni þeirra GR-inga. Leikið var með greensome fyrirkomulagi og veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Einnig voru veitt nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Í verðlaun voru golfpokar, ecco golfskór og glæsilegt gjafabréf frá Icelandair hotels. Einnig voru ostakörfur í verðlaun. Úrslitin voru eftirfarandi (taldir upp þeir sem voru á skori 72 nettó eða betra):  1.sæti – Guðfinnur Guðnason og Linda Björk Bergsveinsdóttir 64 nettó 2.sæti – Kristján M Sigurjónsson og Kristín Einarsdóttir 66 nettó 3.sæti – Gunnar Þór Gunnarsson og Ísey Hrönn Steinþórsdóttir 67 nettó 4.sæti – Christian Emil Þorsteinsson og Guðrún Axelsdóttir 67 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2016 | 21:00

Ecco Tour: Axel komst g. niðurskurð í NorthSide Charity Challenge!!!

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði,  tekur þátt í móti vikunnar á Ecco Tour, þ.e. á NorthSide Charity Challenge mótinu. Hann komst í dag í gegnum niðurskurð í mótinu, en hann hefir leikið á samtals 5 undir pari, 139 höggum (69 70). Hann er T-37 en niðurskurður var einmitt miðaður við 5 undir pari. Efstur í mótinu er Oliver Lindell frá Finnlandi á ótrúlega lágu skori, samtals 18 undir pari. Sjá má stöðuna á NorthSide Charity Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2016 | 20:00

LET: Ólafía á 71 e. 1. dag í Tékklandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR lék 1. hring á Tipsport Golf Masters, móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna á sléttu pari eða 71 höggum. Á hringnum fékk Ólafía 2 fugla, 14 pör og 2 skolla. Hún er sem stendur T-27. Spáð er að niðurskurðarlínan verði við 1 yfir pari og ef Ólafía á annan svona hring á morgun er hún komin í gegnum niðurskurð! Í efsta sæti í mótinu e. 1. dag eru þýski kylfingurinn Isi Gabsa (sjá eldri kynningu Golf 1 á Isi með því að SMELLA HÉR:) og Linda Wessberg frá Svíþjóð, en þær léku báðar á 5 undir pari, 66 höggum. Sjá má stöðuna á Tipsport Golf Masters e. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2016 | 19:00

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar styrkti Stelpugolf í dag!!!

Verkefnið Stelpugolf fékk í dag styrk frá Íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja og efla íþróttir kvenna í Garðabæ. Andrea Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri PGA á Íslandi veitti styrknum viðtöku við setningu 17. júní hátíðarhaldanna í Garðabæ í morgun. Stelpugolfdagurinn fór fyrst fram fyrir þremur árum á æfingasvæðum GKG og hefur verkefnið vaxið og dafnað frá þeim tíma „Þessi viðburður hefur gengið einstaklega vel frá byrjun og til okkar hafa komið hundruð kvenna á öllum aldri, sumar konur sem aldrei hafa haldið á golfkylfu og aðrar sem koma til að fá fría kennslu hjá PGA kennurum. Við erum mjög þakklát fyrir þennan styrk sem auðveldar okkur framkvæmdina og ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2016 | 18:00

PGA Íslandi: Heiðar Davíð sigraði á Samsung – var á 69 höggum!!!

Í dag, 17. júní 2016, fór fram mót á Samsung mótaröðinni á vegum PGA á Íslandi. Þeir sem taka þátt eru allir PGA golfkennarar á Íslandi. Alls voru 10 golfkennarar sem kepptu innbyrðis sín á milli. Sigurvegari var Heiðar Davíð Bragason, Golfklúbbnum Hamri á Dalvík en hann lék Hólmsvöll í Leiru, þar sem mótið fór fram á glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum!!! Á hringnum fékk Heiðar Davíð 4 fugla, 13 pör og 1 skolla (en hann kom í Bergvíkinni!) Sjá má úrslitin í mótinu hér að neðan: 1 Heiðar Davíð Bragason GHD -3 F 33 36  69  -3 2 Hlynur Geir Hjartarson GOS -3 F 39 35  74 2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2016 | 17:00

GA: Stelpugolf á Akureyri á morgun!

Það verður mikið um að vera á Jaðarsvelli á morgun, laugardaginn 18. júní. Þar verður boðið upp á Stelpugolfdag en það eru GSÍ, PGA og Golfklúbbur Akureyrar sem standa saman að þessu verkefni. Auglýsingin hér fyrir neðan segir allt sem segja þarf og um að gera að láta sem flesta vita af þessu. Veðurspáin er glæsileg og spennandi Stelpugolfdagur framundan að Jaðri. Þess má geta að það eru allir úr fjölskyldunni velkomnir á svæðið til þess að prófa, stelpur, strákar, pabbar, mömmur, ömmur, afar og allir aðrir.