Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2016 | 07:00

Öldungamótaröðin (4): Úrslit á Ecco mótinu

Fjórða mót tímabilsins á Öldungamótaröð LEK fór fram á Kiðjabergsvelli 18. júní s.l. Það leit út fyrir að þátttaka yrði mjög góð en þegar nær dróg versnaði veðurspá og auk þess var stórleikur Íslands og Ungverjalands kl. 16. Þrátt fyrir allt mættu 89 manns þó í mótið. Veður var þokkalegt fyrstu tvo tímana en síðan bætti í vindi og það fór að rigna áður en allir náðu að ljúka leik. Björgvin Þorsteinsson, GA, lék á 77 höggum af gulu teigum sem er eftirtektarverður árangur miðað við aðstæður. Í tilkynningu frá LEK kemur fram að leikhraði mótsins var algjörlega óásættanlegur, lokaráshóparnir voru nálægt 5 klukkustundir að ljúka hringnum. Eftirtaldir unnu til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2016 | 22:30

Andri Þór flaug g. 1. stig úrtökumóts f. Opna breska – varð T-1!!!

Andri Þór Björnsson, GR, komst í gegnum fyrsta stig úrtökumótaraðar fyrir Opna breska meistaramótið, sem fram fer á Troon vellinum í júlí. Andri sigraði á úrtökumóti sem fram fór í dag á Panmure vellinum í Skotlandi. Andri Þór lék á 70 höggum eða pari vallar og deildi hann efsta sætinu með Alasdair McDougall frá Skotlandi. Aðeins fjórir kylfingar komust áfram af þessum velli en alls fóru tólf slík mót víðsvegar um Bretlandseyjar. Andri fær nú annað tækifæri á öðru úrtökumóti fyrir risamótið. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR,  lék einnig á þessum velli en hann lék á 75 höggum eða +5 og komst ekki áfram. Sjá má lokastöðuna í úrtökumótinu með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2016 | 20:00

Kynþokkafyllstu myndir Paulinu Gretzky

Kærasti Paulinu Gretzky, Dustin Johnson, sigraði á Opna bandaríska, í gær, á kvennafrídaginn 19. júní 2016. Paulina er þekkt fyrir að birta af sér kynþokkafullar ljósmyndir m.a. á félagsmiðlum … og hafa fréttir borist af því að Dustin þyki það síður en svo miður. Hann er stoltur af kærustu sinni. Hér má sjá nokkrar bikinimyndir, sem og aðrar kynþokkafullar myndir sem Hollywood Life hefir tekið saman af Paulinu. Til þess að sjá myndirnar af Paulinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Björgvin Sigmundsson – 20. júní 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Björgvin Sigmundsson. Björgvin fæddist 20. júní 1985 og á því 31 árs afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja og hefir unnið mörg opin mót. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Björgvin Sigmundsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Glenna Collett Vare, 20. júní 1903; Robert Trent Jones, 20. júní 1906; Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 20. júní 1960 (56 ára);  Berglind Þórhallsdóttir, 20. júní 1960 (56 ára); Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, 20. júní 1969 (47 ára);  Hafþór Bardi Birgisson, 20. júní 1973 (43 ára); Crystal Fanning 20. júní 1982 (34 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2016 | 09:00

LPGA: Sei Young Kim sigraði á Mejer LPGA Classic

Það var Sei Young Kim frá Suður-Kóreu sem sigraði á Mejer LPGA Classic, eftir bráðabana við Solheim Cup stjörnuna í liði Evrópu, Carlotu Ciganda. Kim og Ciganda léku á samtals 17 undir pari, hvor og voru því jafnar eftir hefðbundnar 72 holur. Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði Kim betur. Til þess að sjá lokastöðuna á Mejer LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Mejer LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2016 | 08:00

PGA: DJ sigraði á Opna bandaríska

Bandaríska kylfingnum Dustin Johnson (skammst.: DJ) tókst að landa fyrsta risamótssigri sínum í gær, kvennafrídaginn, 19. júní 2016. Sigurskorið var 4 undir pari, 276 högg (67 69 71 69). Aðeins 4 kylfingar voru á heildarskori undir pari, sigurvegarinn DJ og síðan þeir sem deildu 2. sæti allir á 1 undir pari, þeir Shane Lowry, Jim Furyk og Scott Piercy. Til þess að sjá lokastöðuna á Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR:  Um sigur DJ á Opna bandaríska má sjá eftirfarandi frétt FOX SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2016 | 07:00

Samtöl milli Spieth og kaddýsins hans

Jordan Spieth og Michael Greller eru e.t.v. besta leikmanns-kaddý teymið í golf-buisnessnum, sem er nokkuð sem Spieth þykir vænt um. Hann talar ekki um Greller eins og flestir kylfingar tala um kylfusveina sína. Þegar Spieth talar um leik sinn, talar hann um Greller og sig, sem „við“ og „okkur.“ Það eru þessi sterku tengsl sem hafa m.a. leitt til þess að Spieth hefir náð slíkum himinhæðum innan golfsins svo ungur sem hann er og s.l. laugardag var míkrófónn Fox Sports sem náði áhugaverðu samtali milli þeirra tveggja. Áður en „þeir“ slógu högg sitt inn að 9. holu þá djókuðu þeir með hversu langt Dustin Johnson sigurvegari Opna bandaríska sló boltann, ræddu um Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2016 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Einar Marteinn Bergþórsson – 19. júní 2016

Það er Einar Marteinn Bergþórsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Einar Bergþór fæddist 19. júní 1986 og á því 30 ára merkisafmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sjofn Bjornsdottir (59 ára); Daniel Silva, 19. júní 1966 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Haukur Ingi Jónsson (47 ára); Bílnet Gunnar Ásgeirsson (46 ára); Matthías P. Einarsson (42 ára); Sturlaugur H Böðvarsson (35 ára); Seema Saadekar 19. júní 1985 (31 árs); Ai Miyazato, 19. júní 1985 (31 árs);  Mallory Elizabeth Blackwelder,19. júní 1987 (29 ára); Lisa Graf (28 ára) ….. og …… Tabitha Williams Steele Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2016 | 18:00

LET: Ólafía á glæsilegum 69 e. 2. dag á Tipsport í Tékklandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR lék vel í dag á öðrum keppnisdeginum á Tipsport Golf Masters, fer fram á Park Pilsen vellinum í Tékklandi. Ólafía, sem er með keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, fór upp upp um fimm sæti í dag og er í 23. sæti fyrir lokahringinn. Ólafía er í 23. sæti og er átta höggum á eftir efsta kylfingi mótsins. Þetta er annað mótið á ferlinum hjá Ólafíu Þórunni á Ladies European Tour. Hún endaði í 106. sæti á +12 á fyrsta mótinu sem fram fór í Marokkó. Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Ólafíu Þórunni með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót á Ladies European Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valgerður Kristín Olgeirsdóttir – 18. júní 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Valgerður Kristín Olgeirsdóttir. Valgerður Kristín er er fædd 18. júní 1955 og á því 61 árs afmæli í dag! Valgerður Kristín hefir m.a. farið holu í höggi, en það afrekaði hún 10. júlí 2012 þ.e. fyrir u.þ.b. 3 árum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Valgerður Kristín Olgeirsdóttir (61 árs – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Albus, 18. júní 1940 (76 ára); Auðun Helgason (42 ára); Árni Sæberg, 18. júní 1998 (18 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira