Afmæliskylfingur dagsins: Dagbjört Bjarnadóttir – 17. júní 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Dagbjört Bjarnadóttir. Dagbjört er fædd 17. júní 1963. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún var ávallt meðal efstu í púttmóti Keiliskvenna og hefir tekið þátt í fjölda golfmóta með góðum árangri. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Dagbjört Bjarnadóttir (53 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Judy Kimball Simon, 17. júní 1938 (78 ára); Ísland Best Í Heimi, 17. júní 1944 (72 ára); Iceland Ísland (72 ára); Fallega Fólkið, 17. júní 1944 (72 ára) Cathy Sherk (née Graham, 17. júní 1950 (66 ára); Listasafn Así, Lesa meira
Gleðilegan Þjóðhátíðardag 2016!
Golf 1 óskar lesendum sínum, kylfingum sem öðrum gleðilegs Þjóðhátíðardags! Á þessum degi fagna Íslendingar fæðingu Jóns Sigurðssonar frelsishetju Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, en á fæðingardegi hans 1944 var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Jón Sigurðsson var fæddur 17. júní 1811 og hefði orðið 205 ára í dag! Í dag, 17. júní fagna Íslendingar sjálfstæði sínu. Í boði voru 10 eftirfarandi mót fyrir kylfinga víðsvegar um landið í dag (4 mótum færra en í fyrra): 17.06.16 GÖ Minningarmót Örvars Arnarsonar Punktakeppni 1 Almennt 17.06.16 GO 17. Júnígleði GO – GREENSOME FYRIRKOMULAG Texas scramble 1 Innanfélagsmót 17.06.16 GKS Þjóðhátíðarmót Everbuild Punktakeppni 1 Almennt 17.06.16 GR Hjóna og parakeppni GR Greensome 1 Innanfélagsmót 17.06.16 Lesa meira
Gleðilegan Þjóðhátíðardag 2016!
Golf 1 óskar lesendum sínum, kylfingum sem öðrum gleðilegs Þjóðhátíðardags! Á þessum degi fagna Íslendingar fæðingu Jóns Sigurðssonar frelsishetju Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, en á fæðingardegi hans 1944 var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Jón Sigurðsson var fæddur 17. júní 1811 og hefði orðið 205 ára í dag! Í dag, 17. júní fagna Íslendingar sjálfstæði sínu. Í boði eru 10 eftirfarandi mót fyrir kylfinga víðsvegar um landið í dag (4 mótum færra en í fyrra): 17.06.16 GÖ Minningarmót Örvars Arnarsonar Punktakeppni 1 Almennt 17.06.16 GO 17. Júnígleði GO – GREENSOME FYRIRKOMULAG Texas scramble 1 Innanfélagsmót 17.06.16 GKS Þjóðhátíðarmót Everbuild Punktakeppni 1 Almennt 17.06.16 GR Hjóna og parakeppni GR Greensome 1 Innanfélagsmót Lesa meira
Opna bandaríska 2016: Landry efstur á Oakmont e. 1. dag
Það er Andrew Landry sem er efstur e. 1. dag Opna bandaríska. Landry er fremur óþekktur og kemur á óvart að hann skuli vera efstur. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Andrew Landry með því að SMELLA HÉR: og enn aðra kynningu á Landry með því að SMELLA HÉR: Reyndar á Landry eftir á ljúka að spila 1 holu er á 3 undir pari, sem stendur og jafnir í 2. sæti eru Danny Lee og Bubba Watson aðeins 1 höggi á eftir, en báðir eiga líka eftir að ljúka hringjum sínum. Reyndar eiga fjölmargir kylfingar eftir að ljúka hringjum sínum en 1. hring var frestað í gær vegna slæmskuveðurs. Lesa meira
Challenge Tour 2016: Birgir Leifur á 72 á 1. degi
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG tekur nú þátt í Najeti Open mótinu, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu eða Challenge Tour, eins og mótaröðin heitir á ensku. Mótið fer fram dagana 16.-19. júní 2016 og fer fram í Aa St. Omer GC í Lumbres í Frakklandi. Birgir Leifur lék 1. hring á 1 yfir pari, 72 höggum og er T-66 þ.e. deilir 66. sætinu. Skorkort Birgis var býsna skrautlegt en á hringnum fékk Birgir Leifur 4 fugla, 10 pör, 3 skolla og 1 skramba. Í efsta sæti sem stendur eru Duncan Stewart frá Skotlandi og Ástralinn Daníel Gaunt, sem báðir hafa spilað á 6 undir pari 65 höggum. Fylgjast Lesa meira
GK: Golf fyrir yngri krakka á Sveinkotsvelli
Í gær, 15. júní 2016 voru golfkrakkar í heimsókn frá Golfklúbbnum Oddi og Golfklúbbi Mosfellsbæjar hjá GK. Leiknar voru níu holur á Sveinkotsvelli og var mikið fjör og gaman. Leikið var eftir fyrirkomulagi frá USA sem nefnist PGA junior league. Þá leika 3-4 einstaklingar saman í liði eftir Texas Scramble fyrirkomulagi. Þau sem að léku saman í liði fengu boli í sömu litum til þess að efla liðsandann. Tilgangur verkefnisins er að fá fleiri krakka til að fara út á völl og leika golf. Sigur er ekki meginmarkmið heldur er tilgangurinn að hafa gaman. Í lokin var öllum boðið upp á pylsur og djús í veðurblíðunni. Næsti hittingur er í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Phil Mickelson – 16. júní 2016
Það er Phil Mickelson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mickelson er fæddur 16. júní 1970 í San Diego, Kaliforníu og á því 46 ára afmæli í dag!!! Mickelson er nú nr. 17 á heimslistanum og stendur sig mun betur þar en fyrrum aðalkeppinautur hans Tiger. Hann varð í 28. sæti á Opna bandaríska í fyrra og spenningur hvar hann muni lenda í ár. Mickelson er í 9. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast PGA Tour mót (en Mickelson hefir sigrað í 42 slíkum mótum). Eins hefir Phil sigrað þrívegis á Masters (2004, 2006 og 2010); einu sinni á Opna breska (2013) og einu sinni á PGA Championship (2005). Mickelson er Lesa meira
Gallacher frá leik vegna úlnliðsmeiðsla
Skoska Ryder bikars stjarnan Stephen Gallacher mun ekki vera með á Opna breska á Royal Troon í næsta mánuði vegna úlnliðsmeiðsla. Hinn 41 árs Gallacher hefir misst af nokkrum mótum á þessu ári vegna meiðsla og hafa þau tekið sig upp núna aðeins mánuði fyrir Ayrshire mótið í næsta mánuði. Gallacher hefir ekki spilað frá því fyrr í þessum mánuði og hefir hrunið niður heimslistann þannig að þátttaka hans á Opna breska var hvort eð er alltaf í hættu. En Gallacher gæti eftir sem áður hafa komist í mótið með þátttöku í Opna skosta á Castle Stuart, eða Opna franska í Paris, en hann missir núna af mótunum vegna meiðsla. Besti árangur Gallacher á Opna Lesa meira
Ráshópar á Opna bandaríska 2016
Sjá má hvernig raðast í ráshópa á Opna bandaríska, sem hefst í kvöld 16. júní 2016: Fimmtudagur (16. júní), hola #1 / Föstudagur (17. júní), hola #10 (bæta má við 5 tímum til að fá íslenskan tíma. Þess mætti geta að fyrstu voru farnir út þegar mótinu var frestað nú fyrir skemmstu vegna slæmskuveðurs, þ.e. storms. Það holl sem fylgst verður einna mest með er eflaust holl Rory, Rickie Fowler og Masters sigurvegarans Danny Willett. Aðrir ráshópar sem gaman verður að fylgjast með er ráshópur Lee Westwood, Luke Donald, Martin Kaymer en sá síðastnefndi hefir sigrað á Opna bandaríska sem og holl Kuchar, Bubba og Patrick Reed , ráshópur Jordan Spieth, Zach Johnson Lesa meira
LET: Ólafía hefur leik á morgun í Tékklandi
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR hefur leik á Þjóðhátíðardaginn 17. júní á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Mótið, Tipsport Golf Masters, fer fram á Park Pilsen vellinum í Tékklandi. Þetta verður annað mótið á ferlinum hjá Ólafíu Þórunni á Ladies European Tour. Hún endaði í 106. sæti á +12 á fyrsta mótinu sem fram fór í Marokkó. Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Ólafíu Þórunni með því að SMELLA HÉR: Næsta mót á Ladies European Tour fer fram í Aberdeen í Skotlandi dagana 22.-24. júlí og er Ólafía í 24. sæti á biðlista fyrir það mót. Texti: golf.is









