Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2017 | 18:00

Úrtökumót f. LET: Guðrún Brá á -2 á 2. degi í Marokkó

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, afrekskylfingur úr GK, tekur þátt í lokaúrtökumótinu fyrir LET. Leikið er á tveimur stöðum Amelkis golfklúbbnum og Palmgolf Ourika golfklúbbnum – Guðrún Brá lék á þeim fyrrnefnda í dag. Á 2. keppnisdegi, í dag lék Guðrún Brá á 2 undir pari, 70 höggum; fékk 4 fugla og 2 skolla og er T-38. Hún er því samtals á sléttu pari, 144 höggum (74 70). Alls hljóta 30 efstu eftir 5 hringi kortið sitt og fullan keppnisrétt á LET. Sjá má stöðuna á lokaúrtökumóti LET í Marokkó með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Alda Jóhannsdóttir – 17. desember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Hafdís Alda Jóhannsdóttir. Hafdís Alda er fædd 17. desember 1997 og á því 20 ára stórafmæli í dag! Hafdís Alda er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hafdís Alda er klúbbmeistari Golfklúbbs Hellu 2011, 2012 og 2013 í kvennaflokki og eins klúbbmeistari Keilis 2017. (Sjá má eldra viðtal Golf1 við Hafdísi Öldu með því að SMELLA HÉR: ) Nú í haust 2017 hefir Hafdís Alda spilað í bandaríska háskólagolfinu með liði IUPUI. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hafdísi til hamingju hér að neðan Hafdís Alda (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rocco Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2017 | 10:00

Asíutúrinn: Rose sigraði á Indonesian Masters

Justin Rose er búinn að vera í banastuði í ár og nú í morgun sigraði hann á Indonesian Masters presented by Bank Negara Indonesia (BNI), Bank Mandiri, Bank Rakyat Indonesia (BRI), Bank Tabungan Negara (BTN) and Telkom Indonesia. Sigurskor hans voru glæsileg 29 undir pari, 259 högg (62 69 66 62). Rose átti 8 högg á næsta keppanda, sem var Phachara Khongwatmai, frá Thaílandi, en hann lék á 21 undir pari, 267 höggum (65 69 68 65). Þessi 8 högg eru mesti munur sem Rose hefir átt á næsta keppanda á ferlinum og sá mesti á Asíutúrnum. Í 3. sæti varð síðan Scott Vincent frá Zimbabwe á samtals 19 undir pari, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2017 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2017 (15)

Hér koma þrír, sem betra er að birta bara á ensku: Nr. 1 One fine day in Ireland, a guy is out golfing and gets up to the 16th hole. He tees up and cranks one. Unfortunately, it goes into the woods on the side of the fairway. He goes looking for his ball and comes across this little guy with this huge knot on his head, and the golf ball lying right beside him. „Goodness,“ says the golfer, and proceeds to revive the poor little guy. Upon awaking, the little guy says, „Well, you caught me fair and square. I am a leprechaun. I will grant you three wishes.“ Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2017 | 19:00

Sergio Garcia hlýtur AGW verðlaun golffréttaritara

Sigurvegari Masters risamótsins 2017, Sergio Garcia hlaut verðlaun golffréttaritara the Golf Writers Trophy eins og viðurkenningin nefnist á ensku, en hún er veitt af samtökum golffréttaritara (ens.:  Association of Golf Writers). Hinn 37 ára Garica hlaut mikinn meirihluta atkvæða sem greidd voru af félögum AGW á árinu þar sem hann vann sinn 1. risatitil. Garcia hefir sagt að árið í ár sé það besta á ferli sínum. Auk sigurins á Masters sigraði Garcia Omega Dubai Desert Classic mótið í febrúar. Þriðji sigur Garcia á árinu kom síðan nú í október þegar hann sigraði á Andalucia Valderrama Masters, þar sem hann sjálfur var gestgjafi og styrktaraðili. „Það er gríðarlegur heiður að vera viðurkenndur sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2017 | 18:00

Úrtökumót LET: Guðún Brá á +2 e. 1. dag í Marokkó

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili hóf keppni í dag á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Guðrún Brá komst örugglega í gegnum fyrra stig úrtökumótsins sem fór einnig fram í Marókkó líkt og lokaúrtökumótið. Þetta er sjötta árið í röð þar sem lokúrtökumótið fer fram í Marokkó og úrslitin ráðast þann 20. desember. Alls eru 106 keppendur frá 18 þjóðum sem keppa á tveimur völlum, Amelkis og Palm Golf Ourika Marrakech. Alls eru leiknir fimm 18 holu hringir og komast 60 efstu áfram á lokahringinn. Alls komast 25 efstu á LET Evrópumótaröðina. Fimm efstu komast í styrkleikaflokk 5b og þær sem enda í sætum 6.-25. verða í styrkleikaflokki 8a. Þetta er í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Rósa Laxdal – 16. desember 2017

Það er Ágústa Rósa Laxdal Þórisdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún er fædd 16. desember 1947 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Ágústu Rósu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Ágústa Rósa (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steven Spray, 16. desember 1940 (77 ára ); Sigurður Kristinsson (66 ára) Brian Clark, 16. desember 1963 (53 ára); Cathy Johnston-Forbes, 16. desember 1963 (54 ára); Paul McGinley, 16. desember 1966 (51 árs); Brent Franklin, 16. desember 1965 (52 ára); Page Dunlap, 16. desember 1965 (52 ára); Ásgeir Jón Guðbjartsson, 16. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2017 | 20:00

Ólafía íþróttakona Reykjavíkur 2017

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir verið útnefnd íþróttakona Reykjavíkur 2017. Þetta er í 2. sinn sem henni hlotnast sá titill, en hún var valin íþróttakona Reykjavíkur einnig í fyrra. Þetta er í 39. sinn sem titillinn er veittur. Ólafía Þórunn hefir s.s. alþjóð veit spilað á bestu kvenmótaröð heims, LPGA, í ár og staðið sig framúrskarandi, er m.a. búin að tryggja sér áframhaldandi keppnisrétt í þeirri gríðarlegu samkeppni, sem er um að komast á mótaröðina. Jafnframt hefir Ólafía Þórunn spilað í 3 risamótum og varð fyrst íslenskra kylfinga til að komast í gegnum niðurskurð í risamóti. Íþróttakarl Reykjavíkur 2017 er Jón Arnór Stefánsson, KR og má sjá hann á meðfylgjandi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2017 | 18:00

GA: Steindór nýr framkvæmdastjóri GA

Steindór Kr. Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri GA. Þetta kemur fram á vef Golfklúbbs Akureyrar. Steindór er félögum vel kunnugur, en hann hefur starfað sem vallarstjóri GA undanfarin 15 ár. Steindór er menntaður í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi. Steindór hefur einnig gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum og er nú formaður Samtaka íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi. „Ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun, hér er mikil uppbygging búin að vera í gangi síðustu ár og verður gaman að fá að vinna enn nánar að frekari framförum.“ Golf 1 óskar Steindóri velfarnaðar í nýju starfi.


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Don Johnson ——– 15. desember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Don Johnson. Don er fæddur 15. desember 1949 og því 68 ára í dag og hefir því náð íslenskum ellilífeyrisaldri. Don er leikari og mikill áhugakylfingur, einn sá besti af Hollywood-genginu, með 8,3 í forgjöf. Þekktastur er Don eflaust þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Sonny“ Crockett í Miami Vice þáttunum og fyrir að hafa verið kvæntur Melanie Griffith áður en hún giftist og skyldi við Antonio Banderas. Don og Melanie eiga saman dótturina Dakota. Nú í seinni tíð er Don Johnson eflaust einnig þekktur fyrir leik sinn í „Django Unchained“. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jeev Milkha Singh, 15. desember 1971 (46 ára); Lesa meira