Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2017 | 18:00

Úrtökumót f. LET: Guðrún Brá á -2 á 2. degi í Marokkó

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, afrekskylfingur úr GK, tekur þátt í lokaúrtökumótinu fyrir LET.

Leikið er á tveimur stöðum Amelkis golfklúbbnum og Palmgolf Ourika golfklúbbnum – Guðrún Brá lék á þeim fyrrnefnda í dag.

Á 2. keppnisdegi, í dag lék Guðrún Brá á 2 undir pari, 70 höggum; fékk 4 fugla og 2 skolla og er T-38.

Hún er því samtals á sléttu pari, 144 höggum (74 70).

Alls hljóta 30 efstu eftir 5 hringi kortið sitt og fullan keppnisrétt á LET.

Sjá má stöðuna á lokaúrtökumóti LET í Marokkó með því að SMELLA HÉR: