Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2017 | 20:00

Ólafía íþróttakona Reykjavíkur 2017

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir verið útnefnd íþróttakona Reykjavíkur 2017.

Þetta er í 2. sinn sem henni hlotnast sá titill, en hún var valin íþróttakona Reykjavíkur einnig í fyrra.

Þetta er í 39. sinn sem titillinn er veittur.

Ólafía Þórunn hefir s.s. alþjóð veit spilað á bestu kvenmótaröð heims, LPGA, í ár og staðið sig framúrskarandi, er m.a. búin að tryggja sér áframhaldandi keppnisrétt í þeirri gríðarlegu samkeppni, sem er um að komast á mótaröðina.

Jafnframt hefir Ólafía Þórunn spilað í 3 risamótum og varð fyrst íslenskra kylfinga til að komast í gegnum niðurskurð í risamóti.

Íþróttakarl Reykjavíkur 2017 er Jón Arnór Stefánsson, KR og má sjá hann á meðfylgjandi mynd með Ólafíu (Mynd: Mbl.).